Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Page 22
Helgarblað 14.–17. október 20162 Ljós og tenglar - Kynningarblað Rafvörumarkaðurinn: Mikið úrval – frábært verð 20–50% afsláttur á Ljósadögum Rafvörumarkaðarins R afvörumarkaðurinn er stór rafvöruverslun þar sem ljósavörur eru fyrirferðar- miklar og megináhersla lögð á gott verð. Þessar vikurnar standa yfir Ljósadagar í Rafvörumarkaðnum og er mikið úr- val ljósa á frábæru verði, eða á 20– 50% afslætti. Alls konar inniljós eru á tilboði, til dæmis frá Novodworski, en það eru ljós sem eru þekkt fyrir fágaða og stílhreina hönnun og hafa þau selst vel í Raf- vörumarkaðnum. Einnig er afar gott verð á útiljósum, til dæmis í merkinu Fumagalli, en það eru viðhaldsfrí útiljós sem hafa selst gríðarlega vel, framleidd úr höggþolnu resin-plastefni, laus við ryð og tær- ingu, og henta afar vel fyrir íslenskar aðstæður. Þá má nefna rakahelda flúrlampa á 20% afslætti og Philips-baðher- bergiskúpla á góðu verði. Enn frem- ur eru til sölu þráðlausar dyrabjöllur. Í Rafvörumarkaðnum er til sölu breytiefni fyrir innstungur á lágu verði. Víða í húsum leynast ítalskar bTicino-innstungur sem passa ekki fyrir algengustu tegundina af raf- magnsklóm. Þarf þá að notast við millistykki sem er óhentugt. Við notkun breytiefnisins er hluti af innstungunni skrúfaður úr henni og nýrri grind smellt í svo útkoman er venjuleg evrópsk innstunga. Þetta er einföld og fljótleg aðgerð og milli- stykkjavandamálið er úr sögunni. Ekki má gleyma því að í Rafvöru- markaðnum eru til sölu öll verkfæri sem þarf til að setja upp ljós, til dæmis kapaltangir. Rafvörumarkað- urinn er til húsa að Síðumúla 34, Fells- múlamegin. Versl- unin er afar vin- sæl af ýmsum ástæðum: Frá- bært vöru úrval, betra verð en þekkist víðast hvar og sífellt ný tilboð í gangi, sem og mjög góð staðsetning miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem eru næg bílastæði. Síðast en ekki síst er verslunin mjög rúmgóð. Rafvörumarkaðurinn er opinn alla daga vikunnar, mánudaga– föstudaga frá kl. 9 til 18, laugardaga frá kl. 10 til 16 og sunnudaga frá kl. 12 til 16. Upplýsingar um verslunina er að finna á vefslóðinni rvm.is og á Facebook-síðu Rafvörumarkaðarins. En sjón er sögu ríkari og best er að koma á staðinn, þreifa á vörunum, sjá allt úrvalið og kanna hvað hentar best á þitt heimili. n Ingvar Árni Óskarsson, starfsmaður í Rafvörumarkaðnum. Mynd Rafkaup Sigurður davíð Skúlason í Rafvörumarkaðnum. Mynd ERnIR EyjÓlfSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.