Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Qupperneq 40
Helgarblað 14.–17. október 201632 Menning A ð undanförnu hefur Gerðar­ safn beint sjónum áhorf­ enda að stöðu skúlptúrsins sem miðils í íslenskri sam­ tímalist með röð einkasýn­ inga sem nefnast Skúlptúr / skúlp­ túr. Nokkrir ungir myndlistarmenn sem hafa fengist við miðilinn í verk­ um sínum hafa verið fengnir til að sýna í safninu að undanförnu. Um þessar mundir eru það Eva Ísleifs­ dóttir og Sindri Leifsson sem sýna höggmyndir sínar í safninu, en sýn­ ingunni lýkur á sunnudag. DV hitti Sindra og ræddi um bjálkahamra, gjörninga og Hamraborgina. Sorg yfir ónotuðum verkfærum Þú hefur búið til og sýnt ýmis verkfæri á sýningum þínum hér heima og er- lendis: sagir, axir og nú níu stórar tré- sleggjur sem er búið að stilla upp í að- alrýminu og þú kallar „Skúlptúr með viðhorfsvandamál.“ Hvað er það við verkfæri sem þér finnst svona áhuga- vert? „Verkfæri eru hlutir sem eru oftar en ekki á milli okkar og náttúrunnar, eins konar milliliðir. Verkfærin gera manninum kleift að búa til hluti sem eru varanlegri en sá tími sem fer í að búa þá til og oft varanlegri en líf höf­ undarins sjálfs. Mér finnst líka vera einhver sorg yfir verkfærum sem eru ekki í notkun. Verkfærin sem ég sýni eru ekki í notkun eða að minnsta kosti í millibilsástandi, þau eru að grotna niður og ryðga stöðugt.“ Finnst þér eitthvað nýtt koma í ljós þegar verkfærunum – sem yfir- leitt eiga heima skúrnum – er komið fyrir inni í rými listarinnar? „Já, það gerir verkfærin að vissu leyti sjálfstæð – gerir þau að högg­ mynd. Samhengið býður fólki upp á ákveðið sjónarhorn, verkfærin eru ekki lengur hlutir sem við upplifum einungis fyrir virkni þeirra. Hér er virknin sett neðar en fagurfræðin og þessar hefðbundnu leiðir til að horfa á skúlptúr. Virknin hefur þó alltaf einhver áhrif því maður fer að velta henni fyrir sér, en á allt annan hátt en í vinnustofunni.“ Hafa þessir hamrar einhverja virkni? Væri hægt að nota þá? „Já, þetta eru bjálkahamrar sem koma úr ákveðinni hefð húsa­ bygginga – en ég fer mjög frjálslega með það. Ef þeir væru gerðir til að smíða með væru þeir líklega ekki með stálhandfangi og ekki flúraðir eða skreyttir með þessum slaufum sem ég hef sett í viðinn. Mér finnst mikilvægt að þeir hafi virkni, þó hún sé auðvitað aldrei nýtt. Hún er afmáð að vissu leyti en það er alltaf vís­ bending um hana.“ Stöðug umbreyting Hamrarnir eru daglega færðir um rýmið af starfsmönnum safnsins og skapar það stöðuga hreyfingu í högg­ myndinni, en Sindri segist einnig hafa áhuga á hinni stöðugu um­ breytingu í efninu sjálfu. „Efnið í hamrana kemur frá Sléttu­ veginum, hérna hinum megin við voginn. Þar var röð aspa sem hafði verið að vaxa þar í mörg ár en var ný­ lega felld. Í raun og veru flutti ég trén bara hingað yfir. Á þeim tíma hefur hins vegar átt sér stað ákveðið um­ breytingarferli, viðurinn þornar og springur, það eru eins konar brota­ lamir í efninu – bara eins og alls stað­ ar í kringum okkar. En til að stöðva „entrópíuna“ og umbreytinguna sem efnið er að fara í gegnum er ég búinn að plástra aðeins upp í það með slaufum úr hnotu. Ég hugsa þetta svolítið sem skammtímavarðveislu, mikið af þeim efnum sem ég nota fer aftur út í hringrásina. Þetta er bara tímabundið inngrip í náttúrulega hr­ ingrás efnanna.“ Mörg verkanna á sýningunni tengjast á enn augljósari hátt um- hverfinu í kringum safnið og meirihluti þeirra er raunar staðsettur í borgarrýminu fyrir utan Gerðar- safn – að finna þau öll verður nánast eins og ratleikur í Hamraborginni. Er hugmyndin að fólk taki með sér sjón- arhorn listunnandans út í þetta sérs- taka hverfi? „Já, mig langaði að tengja verkin umhverfinu fyrir utan safnið sjálft, tengja það við nærumhverfið. Hamraborgin er mjög mikið „pródúseraður“ staður. Öll smáatriði hverfisins eru hugsuð með ákveðna virkni í huga. Ég nota verkin því eins og linsu til að fókusera á umhverfið – staðurinn fer að skipta jafn miklu máli og jafnvel meira máli en verkin sjálf. Ég nota þau bara sem punkta til að fá fólk til að ferðast um svæðið. Þá fer maður óhjákvæmilega að spyrja sig hvaða þættir séu hluti af sýn­ ingunni. Það er margt í umhverfinu sem maður fer að horfa á – vonandi – með öðrum augum. Verkin ýja svo­ lítið að öðru sjónarhorni á umhverf­ ið.“ Skúlptúrinn skrásetning á gjörningi Á sýningunni leiða skúlptúrar Sindra áhorfandann frá Kópavogskirkju og inn í bílastæðahús hinum megin í hverfinu, en hann færir stein og birkihríslu frá steinabreiðu fyrir framan kirkjuna og kemur fyrir á bílastæðinu. „Þegar ég var að vinna í þessu gekk kona framhjá mér og fór að segja mér hvað hún væri ánægð með að ég væri að taka þetta tré. Hún var reyndar að vonast til að ég myndi taka þau öll. Hún hafði gengið hér um hverfið í 25, 30 ár og séð þetta gerast hægt og bítandi, trén vera að taka yfir steinabreiðuna. Hún var mjög ósátt við það, enda þessi steina­ breiða mjög falleg! Maður upplifir þetta svolítið sem frjálst svæði, ekki skipulagt á sama hátt og restin af Hamraborginni – þó að það sé það kannski ekki beint raunin. En mér finnst mjög mikilvægt að steinninn fari á nákvæmlega sama stað aftur þegar sýningunni lýkur. Það er þessi tilfærsla sem slík frekar en steinninn sjálfur sem er verkið – þessi skamm­ tímabreyting.“ Yfirskrift sýninganna er Skúlptúr / skúlptúr og er markmiðið að velta fyrir sér stöðu þessa miðils í dag. Ert þú fyrst og fremst að vinna högg- myndir? „Ég lít eiginlega svo á að ég vinni skúlptúra út frá gjörningum. Mín hugsun í því þegar ég er að vinna þetta, er að þetta séu leifar gjörnings. Hvort sem ég er að meitla út fyrir þessum hnotuslaufum í öspina eða eitthvað annað, það eru alltaf leifar og þær skrásetja þann gjörning sem átti sér stað. Hann býr til skrásetn­ ingu um sjálfan sig þegar hann er að verða til. En svo verða mörkin oft mjög óskýr. Maður setur sér ákveðn­ ar reglur og setur í gang ákveðið ferli. Eins og varðandi þessa níu hamra þá má spyrja sig hvort það að búa til þriðja til níunda hamarinn sé enn­ þá gjörningur, eða er maður þá bara kominn í það að búa til skúlptúr?“ Sunnudaginn 16. október kl. 15 munu Sindri Leifsson og Eva Ísleifs- dóttir ræða við gesti um sýningar sínar en það er jafnframt síðasti sýn- ingardagur. n Verkfærið er Verkið Sindri Leifsson sýnir hamra og dregur áhorfendur út í Hamraborgina á sýningu í Gerðarsafni Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Listaverkamaðurinn og besta verkið Sindri Leifsson stendur hér við málmplötu sem hann hefur krumpað og komið fyrir í steinabreiðunni fyrir neðan Kópavogskirkju. Listaverkið nefnir hann Besta verkið á sýningunni nr. 4. Myndir SiGtryGGur Ari Merki (2016) Plástrar í efninu Sindri hefur komið hnotuslauf- um fyrir í öspinni og kemur þannig tímabundið í veg fyrir frekari gliðnun í efninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.