Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 15
Helgarblað 14.–17. október 2016 Fréttir 15 Hreinsun á kjólum 1.600 kr. Opið Virka daga 08:30-18:00 laugardaga 11:00-13:00 Hringbraut 119 - Einnig móttaka á 3.hæð í Kringlunni hjá Listasaum - Sími: 562 7740 - Erum á Facebook Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Súrdeigsbrauðin okkar eru alvöru u Heilkorna u 100% spelt u Sykurlaus u Gerlaus u Olíulaus Reyfarakennt útgerðarævintýri við strendur Afríku endaði illa andskotinn og vildi ekki gefa eftir. Ég hélt fyrst sjálfur að þetta væri einung­ is formsatriði vegna þess að þetta var falsað, en það tók nú samt rúmlega ár, hátt í eitt og hálft, að losa þetta og þá var það einfaldlega orðið of seint. Skipin lágu þarna í þennan tíma og það varð á endanum samkomulag að við myndum selja skipin.“ Björg­ vin segir að peningarnir hafi runnið til Landsbankans sem var eini kröfu­ hafinn í þrotabúið. Veiðar sagðar ósiðlegar Líkt og DV fjallaði ítarlega um fyrir nokkrum árum þá hafa íslensk fyrir­ tæki, á borð við Samherja, stundað umdeildar veiðar á makríl og sardínu undan ströndum Vestur­Sahara. Í umfjöllun DV hefur meðal annars verið vísað til gagnrýni samtakanna WSRW, Western Sahara Resource Watch, sem kallað hefur veiðar ís­ lenskra fyrirtækja og annarra ólög­ legar og ósiðlegar. Samtökin voru með Sæblóm ehf. á lista yfir fyrirtæki sem stunduðu það sem þau litu á sem ólögmæta starfsemi á svæðinu. Evrópuþjóðir sakaðar um rányrkju Ríkisstjórnin í Marokkó hefur ráðið yfir Vestur­Sahara í nærri 40 ár, allt frá árinu 1975. Þá ákvað spænska ríkisstjórnin að hverfa frá landsvæð­ inu sem hafði verið spænsk nýlenda um árabil. Deilt hefur verið um yfir­ ráð á landsvæðinu síðan og telja heimamenn, sem eru um 500 þús­ und og kallast Sahrawi­menn, að stjórn Marokkó eigi ekki réttmætt tilkall til svæðisins. Stjórn frelsis­ hreyfingarinnar Polisario er í út­ legð og berst fyrir sjálfstæði svæð­ isins frá Marokkó. Veiðarnar fara þó fram á grundvelli samninga sem Evrópusambandið hefur gert við yfir völd í ríkjunum á vesturströnd Afríku. Þessir samningar hafa verið gagnrýndir, meðal annars innan ESB, og sagði spænski þingmaður­ inn Paul Romeva að veiðarnar væru ein tegund af nýrri nýlendustefnu (e. neo­colonialism) þar sem Evrópu­ búar fái leyfi til að stunda „rányrkju.“ Tvískinnungur Guðni Th. Jóhannesson, núver­ andi forseti, sagnfræðingur og einn fremsti sérfræðingur landsins um þorskastríðin, sagði eitt sinn í sam­ tali við DV að veiðar Íslendinga við strendur Vestur­Afríku væru há­ mark tvískinnungsins í sögulegu samhengi. „Í allri okkar baráttu fyrir verndun fiskimiðanna var rauði þráðurinn sá að strandríkið skyldi hafa fullan rétt á auðlindunum und­ an ströndum þess.“ En hagnaðurinn af veiðunum fer ekki til viðkomandi lands heldur fyrirtækjanna. Að­ spurður um þetta hafnar Björg­ vin því að um rányrkju hafi verið að ræða. Heimamenn hafi notið góðs af starfsemi félagsins um árabil. Hafnar ásökunum um rányrkju „Það var engin rányrkja,“ segir Björg­ vin spurður út í gagnrýnina. „Það var allur afli unninn í landi þarna. Við sköffuðum 800 manns vinnu þegar við vorum þarna en því miður fór þetta ekki eins og það átti að fara. Ég var margoft beðinn um að koma þangað aftur en ég kærði mig ekki um að vinna í svona umhverfi. Þetta hefði alveg getað gengið upp ef rétt­ arkerfi og annað hefði verið í lagi þarna úti.“ n fór í þrot n „Það var engin rányrkja“ Björgvin Ólafsson Hákarll ehf., sem áður hét Bp skip Afríka, var úrskurðað gjaldþrota í fyrra en skiptum lauk í síðasta mánuði. Afríkuútgerðin endaði illa eftir reyfara- kennda atburðarás. „Þeir sáu gull ein- hvers staðar úti í horni og vildu fá allt sjálfir. Rannsókn á tölvuinnbroti hætt Sigmundur segist líklega hafa fengið veiruna Poison Ivy Backdoor S igmundur Davíð Gunn­ laugsson, fyrrverandi for­ sætisráðherra og þingmað­ ur Framsóknarflokksins, birti í gær, fimmtudag, bréf frá Ríkislögreglustjóra þar sem stað­ fest er að rannsókn á meintu inn­ broti í tölvu forsætisráðherrans fyrrverandi hafi verið hætt. Í Face­ book­færslu Sigmundar segir að tölvupóstur sem honum var sendur hafi líklega innihaldið tölvuveiruna „Poison Ivy Backdoor“. Að sögn Sigmundar eru einkenni veirunnar að hún opnar bakdyr inn á „tölvu viðkomandi fyrir aðgengi árásaraðila að tölvunni“. Veiran fannst ekki í tölvunni en Sigmundur segir að í gögnum sem hann hafi fengið í krafti upplýsingalaga sé tekið fram að algengt sé með slík­ ar veirur að árásaraðilinn hreinsi til eftir sjálfan sig að lokinni aðgerð. Ríkislögreglustjóri kallaði eftir upplýsingum um hið meinta inn­ brot í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um fullyrðingar Sigmundar um að það hefði átt sér stað. Rekstrarfélag Stjórnarráðs Íslands skoðaði tölv­ una og komst að því að engin stað­ fest merki væru um innbrot. Niður­ staða Ríkislögreglustjóra um að hætta rannsókninni byggir á athug­ un rekstrarfélagsins en í henni segir að eyða eigi öllum gögnum á innra drifi tölvunnar og tryggja að upplýs­ ingar sem varða öryggi ríkisins hafi ekki komist í hendur óviðkomandi aðila. n ritstjorn@dv.is Birti bréfið Sigmundur segir hóp fólks hafa talið það hlutverk sitt að reyna að gera flest það sem hann segir ótrúverðugt. Mynd SigTryggur Ari Klökkur Vilhjálmur Beygði af í ræðustól þegar hann kvaddi þingið Vilhjálmur Bjarnason, þing­maður Sjálfstæðisflokksins, klökknaði og virtist beygja af í ræðustól Alþingis á fimmtu­ dag þar sem hann virtist vera að kveðja þingmannsstarfið. Sagðist Vilhjálmur stoltur af þeim þremur og hálfa ári sem hann hefði þjónað á Alþingi en hann væri ekki viss um að hann fengi annað tæki­ færi til þess. Því þakkaði hann kjós­ endum fyrir sig. „Þegar ég geng hér út við lok þingfundar geri ég það í auðmýkt og lotningu. Takk fyrir,“ sagði Vilhjálmur með grátstafinn í kverkunum. Vilhjálmur lenti í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suð­ vesturkjördæmi í lok september. Niðurstaða prófkjörsins var mjög umdeild sökum þess að karlar röð­ uðust í efstu fjögur sætin. Þótti ótækt að bjóða fram svo einsleitan lista og varð niðurstaðan sú að Bryndísi Har­ aldsdóttur var skotið inn í 2. sæti á listanum. Við það færðist Vilhjálmur niður í það fimmta og þrátt fyrir að kjördæmið sé hið fjölmennasta á landinu, með þrettán þingmenn, má telja afar ólíklegt að Vilhjálmur nái kjöri. n freyr@eyjan.is Vilhjálmur klökkur Vilhjálmur Bjarna- son beygði af í ræðustól Alþingis í dag þegar hann kvaddi þingið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.