Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 14.–17. október 201610 Fréttir H ann er eins og slanga sem stingur þig,“ segir Davíð Tencer, biskup kaþólsku kirkj- unnar á Íslandi, um föður tveggja barna sem hann hefur ákveðið að sparka út úr húsi í eigu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Mað- urinn heitir Carlos Mondragon Gal- era og er nú heimilislaus ásamt Argeri, eiginkonu sinni, sem á von á barni. Þá eiga þau saman 7 og 9 ára gamla drengi. „Ég er ekki að leita að samúð, þetta er bara svo óréttlátt,“ segir Carlos sem fékk tveggja daga fyrirvara til að finna nýtt húsnæði fyrir sig og fjölskylduna. Biskupinn segir Davíð óheiðarlegan og kveðst engan áhuga hafa á að hjálpa fjölskyldunni. Carlos upplifði sig niðurlægðan af kirkjunni, brotn- aði saman og grét við eldhúsborðið þegar hann tilkynnti nunnunum að biskupinn hefði ákveðið að kasta honum út. Hent á götuna með tveggja daga fyrirvara Carlos gagnrýnir Davíð harðlega fyrir að henda barnshafandi konu og börn- um á götuna og telur að ákvörðunin hafi verið geðþóttaákvörðun biskups- ins. Carlos kveðst þó þakklátur fyr- ir þann stutta tíma sem þau fengu að dvelja í húsinu en að sama skapi hafi framkoma biskupsins orðið til þess að hann setur spurningarmerki við starf kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Davíð biskup segir í samtali við DV að Carlos sé óheiðarlegur. Þá segir biskupinn að fjölskyldunni hafi verið gert að yfirgefa húsið í gær, fimmtu- dag, þar sem önnur fjölskylda flyt- ur inn í það í dag, föstudag. Í húsinu eru átta svefnherbergi og þrjú bað- herbergi. Að sögn Carlos virðist enginn innan kaþólsku kirkjunnar, sem hann hefur rætt við, vita nákvæm- lega af hverju þeim var gert að yfir- gefa húsið í svo miklum flýti. Þá segir Carlos að biskupinn hafi ekki gefið sér aðra útskýringu en að svona væri þetta bara. Leigumarkaðurinn eins og dýragarður Fjölskyldan, sem er nú á vergangi, fékk líkt og áður segir tvo sólarhringa til að koma sér út úr húsinu. Þau fengu upphaflega inni hjá kirkjunni fyrir tæpum þremur vikum þar sem erfiðlega gengur að finna leiguíbúð þrátt fyrir að Carlos sé í fastri vinnu og með greiðslugetu upp á 160 til 170 þúsund á mánuði. Carlos hafði áður leitað á náð- ir Rauða krossins og til félagsþjón- ustu Reykjavíkurborgar, án árangurs. Engin úrræði virðast vera til fyrir einstaklinga og fjölskyldur í þeirra stöðu. „Leigumarkaðurinn er eins og dýragarður. Sama hvernig íbúðir við skoðum og bjóðum í þá erum við aldrei valin.“ Carlos, sem er frá Kostaríku, á jafnframt 18 ára tvíbura með fyrrver- andi sambýliskonu sinni sem er ís- lensk. Carlos bjó alfarið á Íslandi á árunum 1994 til 2005. Síðan þá hefur hann verið með annan fótinn hér á landi. Carlos, sem talar frábæra ís- lensku, tók skyndiákvörðun í sam- ráði við eiginkonu sína um að flytja Kristín Clausen kristin@dv.is Biskup sparkaði þeim út n Fjögurra manna fjölskylda á götunni n Fengu tvo daga til að flytja út úr húsnæði kaþólsku kirkjunnar n með tvö börn og það þriðja undir belti Carlos, Argeri og synir þeirra Josias og Mathias Carlos er ósáttur við framgöngu biskups kaþólsku kirkjunnar. Mynd Sigtryggur Ari Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.