Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Side 25
Helgarblað 14.–17. október 2016 Kynningarblað - Ljós og tenglar 5 Brautryðjandinn er ódýrari í LED-ljósum Lúðvíksson ehf., Njarðarbraut 3, Reykjanesbæ F yrirtækið Lúðvíksson ehf. hefur getið sér orð fyrir mjög hagstætt verð á LED-ljósa- búnaði en ástæðan fyrir lágu verði er ekki lágverðsinnkaup heldur lítil yfirbygging á fyrirtækinu og löng reynsla á markaðnum. Eig- andinn, Guðmundur Lúðvíksson, hóf að kynna sér LED-lýsingu árið 2006 og fór á fullt inn á þennan vett- vang árið 2012 en þá hafði varla nokkur maður á Íslandi heyrt talað um LED. „Menn voru að spyrja mig hvernig perur væru í LED en það eru engar perur í LED heldur eru það steinar sem gefa frá sér þessa gló sem lýsir,“ segir Guðmundur. Guðmundur segist berast lítið á og forðast yfirbyggingu í rekstrinum: „Ég rek til dæmis ekki einkabíl og hef forðast að fara út í miklar fjár- festingar heldur kappkosta að láta neytendur njóta góðs af lágu verði. Auk þess byrjaði ég í þessu löngu á undan öðrum og náði hagstæðum samningum þegar enginn á Íslandi var á þessum markaði og Ísland var óplægður akur. Ég nýt góðs af því í dag í mínum innkaupum.“ Helstu viðskiptavinir Lúðvíksson ehf. eru rafverktakar, sveitarfé- lög, verslanir, hótel og önnur fyr- irtæki. „Ég rek þetta sem eins kon- ar heildsölu en ég vísa engum frá. Ef Jón Jónsson vill „ledda“ hjá sér heimilið þá spyr ég hann ekki hvort hann sé með einhvern rekstur enda kemur mér það ekki við,“ segir Guð- mundur en færst hefur í vöxt að heimili séu LED-vædd og því fylgir mikill sparnaður: „Fólk er að setja LED-ljós undir þakskegg og inn á heimilið. Til dæmis venjuleg stofu- ljós. Kosturinn liggur fyrst og fremst í raforkusparnaði. Ef þú ert að greiða 10.000 krónur á mánuði í rafmagn vegna hefðbundinnar lýsingar þá getur sá kostnaður farið alveg niður í 800 krónur með LED-lýsingu.“ Það gefur augaleið að hags- munirnir eru enn ríkari hjá fyrir- tækjum sem yfirleitt eru með meiri raforkukostnað en heimili. Nefnir Guðmundur sem dæmi fiskvinnslufyrirtæki sem eru að keyra á lýsingu allt að 15 tíma á dag, þar séu mjög háar fjárhæð- ir sem geta sparast í raforkukostnaði. Gríðarlegir hagsmunir fyrir sveitarfélög Götulýsing eins og við þekkjum í dag er bæði orkufrek og hefur frekar slæma birtu í samanburði við LED- lýsingu. Það er því ekki aðeins veru- legur ávinningur í sparnaði fyrir t.d. sveitarfélög/borgir og bæi að skipta yfir í LED-lýsingu. Það er líka gríðar- legt umferðaröryggi að hafa góða lýsingu í vegakerfinu. Reykjanesbær hefur m.a. verið framsæk- inn að í að LED- væða götulýsingu í bænum og nú þegar hefur nokk- uð verið sett upp af þessum ljósum. Að sögn Guð- mundar er LED-væð- ingin bylting sem mun hafa mikil áhrif á líf okkar til góðs. Ljósin veita betri lýsingu og lækka mjög kostnað. n Nánari upplýsingar um starf- semina hjá Lúðvíksson er að fá á vefsíðunni ledljos.com og símanúm- erin hjá fyrirtækinu eru 565-8911 og 867-8911. LED-lýsing í Seiðakvísl LED-lýsing í Seiðakvísl Fyrr og eftir LED-lýsingu á vegum Lúðvíksson ehf. Fyrir og eftir LED-lýsingu á vegum Lúðvíksson ehf. LED-lýsing á plani bílaumboðsins Bernhard Guðmundur Lúðvíksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.