Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 32
Helgarblað 14.–17. október 201624 Fólk Viðtal H erbert Guðmundsson er höfundur lags sem margir líta á sem nokkurs konar holdgervingu níunda ára- tugarins á Íslandi. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið í byrj- un áttunda áratugarins og er óhætt að segja að hann sé með afkasta- meiri tónlistarmönnum landsins. Líklega eru fáir sem ekki þekkja lög á borð við Can't Walk Way, Hollywood eða Svaraðu. Hann lítur á vandamálin sem undanfara tæki- færanna og hann hefur svo sannar- lega fengið sinn skerf af hvoru tveggja. Hann er kallaður Hebbi og hann ólst upp í Laugarneshverfinu. Ör- verpið í fjögurra systkina hópi. Hann kveðst hafa upplifað það snemma í æsku að hann stóð út úr hópnum, hann var ekki eins og allir hinir. „En svo var það þannig að allir þeir sem stóðu út úr og voru að gera eitthvað urðu fyrir einhverju aðkasti.“ Varstu lagður í einelti? „Já, það var mikið gert grín að mér, verið að hrekkja mig og berja mig og hrinda mér. Hrópað á eftir mér. Það byrjaði tiltölulega snemma. Ég var mjög opinn, tær og ófeiminn og gaf þannig kannski færi á mér. Svo þegar maður byrjaði í skólahljóm- sveitinni, Raflost, varð maður áber- andi og það fór illa í krakkana. Í mörg ár sópaði ég þessu undir teppi og pældi ekkert í þessu. Mér finnst alltaf sorglegt þegar ég les frá- sagnir af einelti í dag. Ég veit hvern- ig þetta er. En ég er ekki beiskur eða reiður í dag, alls ekki. Ég tók á þessu öllu með 12 spora kerfinu á sínum tíma. Ég vil ekki vera fastur í fortíð- inni.“ Upplifði blómatíma í tónlist Hebbi var 12 ára þegar hann lærði fyrstu gítargripin hjá Þóri Baldurs- syni, sem margir þekkja úr Savanna tríóinu. „Og þá var bara ekki aftur snúið, þá byrjaði þetta, þessi svaka- legi tónlistaráhugi.“ Þetta var um miðbik sjöunda ára- tugarins sem í hugum margra er gullöld í tónlistinni. „Ég næ þarna Bítlunum þegar þeir eru að byrja, og Stones og svo kemur hippatímabil- ið, Creedence Clearwater og Janis Joplin, þetta var rosaleg flóra í tónlist,“ segir Hebbi og raular línu úr laginu „All right now“ með miklum tilþrif- um. „Það var svo mikil gróska á þess- um tíma og svo æðislegur „fílingur“. Herbert hóf ferilinn sem rokkari, 16 ára gamall í hljómsveitinni Til- veru. Það reyndist góður skóli að vera „lead singer“ í alvöru rokk- bandi. „Svo bara einhvern veginn kom hvert bandið á fætur öðru. Þegar ég horfi til baka þá sé ég að flestir sem voru með mér í bransanum gáfust upp að lokum en ég sagði alltaf: „það kemur að þessu á endanum, „your time is gonna come“ eins og segir í Zeppelin-laginu. Fyrsta sóló- platan mín, sem kom út 1977, var Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Ég vil ekki vera fastur í fortíð- inni“ m y n d s iG tr y G G U r A r i n Hrekktur og laminn n Undirheimarnir ógeðslegir n Látin stúlka í herberginu n Gleði og jákvæðni hjálpaði Hebba á erfiðum tímum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.