Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Blaðsíða 29
Helgarblað 14.–17. október 2016 Fólk Viðtal 21 J akob tekur skýrt fram að hann leiti ekki eftir vorkunn með frásögn sinni. Hann vill beina athyglinni að því réttindaleysi sem blasir við einstaklingum í hans stöðu, auk þess að vekja upp umræður um rangfeðrun af ásettu ráði, því það sé algengara en marga grunar. Faðerni barns eigi aldrei að ráðast af geðþótta móður. Hann telur jafnframt mikilvægt að koma hreint fram gagnvart þeim sem standa honum næst. „Ég er búin að fá endalaust af spurningum undan­ farna mánuði og vikur og vil helst koma í veg fyrir óþægilegar aðstæð­ ur í framtíðinni þegar fólk spyr mig út í litlu stelpuna. Flestallir af mínum nánustu vita þetta núna.“ Stormasamt samband Jakob kynntist fyrrverandi sambýlis­ konu sinni og móður litlu stúlkunnar í lok desember 2013 en hann átti þá fyrir fjögurra ára dreng. Þá átti fyrr­ verandi sambýliskonan einnig ungan son af fyrra sambandi. Hann lýsir sambandi þeirra þannig að það hafi verið stormasamt og staðið yfir með hléum næsta árið. „Ég hafði ekki áhuga á alvarlegu sambandi í fyrstu og leit ekki á sam­ bandið sem slíkt. Ég leit svo á að við værum bara að „hittast“. Ég viður­ kenni fúslega að ég gerði viss mistök vegna þess að ég hitti annað kvenfólk á þessum tíma, einkum eina konu. Ég var þó hreinskilinn og sagði frá því að fyrra bragði. Það var í mars 2014,“ segir hann en bætir við að sökum þessa hafi orðið alvarlegur trúnað­ arbrestur og seinna hafi fyrrverandi sambýliskonan notað játningu hans gegn honum. „Hún vill meina að ég hafi tjáð henni þetta rétt fyrir haustið 2014 og því hafi hún farið að hitta aðra menn,“ segir hann og á þar við einstaklinga sem seinna áttu eftir að koma til greina sem faðir stúlkunnar. Jakob segir að þrátt fyrir ýmsa örð­ ugleika hafi honum og fyrrverandi sambýliskonu hans aldrei tekist að slíta sig almennilega frá hvort öðru. Þau hafi byrjað að draga sig saman að nýju í júlímánuði þetta ár. Hann var þá staðráðinn í að „vinna hana aftur“ eins og hann orðar það og vildi vera með henni í sambandi. Vildi faðernispróf Hann segir eiginlegt samband þó ekki hafa ekki byrjað fyrr en í janúar 2015 þegar í ljós kom að von var á barni. Var sambýliskona hans þá komin þrjá mánuði á leið. Í ljós kom að Jakob var ekki sá eini sem kom til greina sem faðir barnsins, heldur komu fleiri til greina. Segir Jakob að um leið og hann hafi áttað sig á að­ stæðum hafi hann gert sér grein fyrir að það eina rétta væri að fram­ kvæma faðernispróf þegar barnið kæmi í heiminn. En jafnframt vildi hann framtíð með móðurinni og þau hafi farið að huga að því að skapa sér framtíð saman. Það hafi alltaf verið skýrt í hans huga. „Mér fannst ekkert annað koma til greina því ég vissi að það væri réttur barnsins að vera rétt feðrað. Jafnvel þótt komið hefði í ljós að barnið væri ekki mitt þá var ég tilbúinn að ganga því í föðurstað.“ Jakob segir fyrrverandi sambýlis­ konu hans hafa talið honum trú að það væri nánast fullvíst að hann væri faðir hins ófædda barns og talað um að 80 til 90 prósent líkur væru á því. „Hún byggði sína vissu á því að eitt sinn hafði ég sagt að hugsanlega væri einhver möguleiki á því að það hefði orðið slys þegar stúlkan var getin. Eftir því sem nær dró stóra degin­ um finnst mér eins og hún hafi reynt allt sem hún gat til að hindra að það yrði gert faðernispróf á hinu væntan­ lega barni. Það var eins og hún væri stöðugt að reyna að tefja það. Mér fannst hún sífellt vera að reyna að tala mig af því, nefndi til að mynda að það væri kostnaðarsamt og að það væri óþarfi þar sem ég væri að öllum líkindum faðirinn. Þá var eins og hún vildi ekki „troða“ barninu upp á ein­ hvern annan,“ segir hann. „Á þessum tíma var ég undir miklu álagi; var í erfiðu námi og þurfti að skila inn alls kyns verkefnum, móðir mín lá inni á líknardeild, langt leidd af krabbameini. Þar að auki stóð ég í flutningum og var að aðlagast nýjum aðstæðum,“ segir hann og bætir við að hann hafi að lokum sannfærst og því hætt að þrýsta á að faðernispróf yrði framkvæmt. „Það var erfitt að einbeita sér að þessu öllu í einu.“ Hann segir það einnig hafa spilað stóran þátt að móðir hans lést tveim­ ur vikum eftir fæðingu stúlkunnar en þau mæðgin voru afar náin. Því tók við langt og mikið sorgarferli sem hafði í för með sér djúpt þunglyndi. Í kjölfarið hafi hann nokkurn veginn ýtt faðernispælingum til hliðar. „Ég gekk bara beint inni í sorgina, og hún yfirtók allt,“ segir hann. „Þegar ég hugsa um þetta eftir á þá líður mér eins og það hafi verið unnið í því að festa mig í þessum að­ stæðum. Kannski vegna þess að ég var ákjósanlegasti kosturinn sem faðir.“ Elskaði hana frá fyrsta degi Litla stúlkan fæddist í lok júní­ mánaðar 2015. Hún var skírð í höf­ uðið á móður Jakobs. Jakob segist á þeim tímapunkti ekki hafa hugsað um faðernismálið. Hann hafi horft á stúlkuna og þóst sjá eitthvað af sér í henni. Á meðan hafi móðir hans fengið að sjá stúlkuna á myndum. Hún kvaðst ekkert sjá af honum í barninu. Hann segir að bæði hann sjálfur og fyrrverandi sambýliskona hans hafi glímt við mikið þunglyndi næstu mánuði, hann vegna fráfalls móðurinnar og hún við fæðingar­ þunglyndi. Sambandið hafi liðið fyrir það en hann hafi þó alltaf þrjóskast áfram. Þá hafi hann reynt eftir bestu getu að hjálpa til við um­ önnun stúlk unnar. „Og ég elskaði hana svo sannar­ lega eins og mitt eigið barn frá fyrsta degi enda var ég viðstaddur fæðinguna, ég svæfði hana þegar móðir hennar hafði ekki tök á því, „Það var eins og allt það líf sem maður var búinn að vera að byggja upp væri hrunið. „Hinn meinta föður skortir það erfðaefni sem berst barninu frá líffræðilegum föður þess. Líkur á faðerni eru 0%“ stóð í bréfi sem Jakobi T. Arnarssyni barst í mars síðastliðnum. Um leið fékk hann grun sinn endanlega staðfestan; hann var ekki líffræðilegur faðir níu mánaða dóttur sinnar. Áfallið var mikið. Í dag á hann ekkert tilkall til barnsins og engan um- gengnisrétt. Tengslin hafa þó ekki rofnað. Réttur barns að vera rétt feðrað Jakob segir fyrrverandi sambýliskonu sína hafa talið honum trú að það væri nánast fullvíst að hann væri faðir barnsins. Mynd SigTRygguR ARi Auður Ösp guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.