Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Síða 40
Helgarblað 2.–5. desember 201628 Sport Þegar ósköpin dynja yfir n Harmleikurinn á þriðjudag ekki einsdæmi n Íþróttaliðin sem þurrkuðust út H eimurinn var sleginn óhug á þriðjudag þegar 76 manns fórust í flugslysi í Kólumbíu, þar af nánast allir leikmenn brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense. Liðið var á leið til Kólumbíu til að etja kappi við Atletico Nacional í úr- slitum Copa Sudamerica-keppn- innar. Slysið á þriðjudag er langt því frá það fyrsta þar sem íþróttamenn í liðsíþróttum hljóta þau ömur legu örlög að deyja af slysförum. DV rifjar hér upp nokkur eftirminnileg dæmi. n Ítalíumeistararnir létust allir 4. maí árið 1949 er dagur sem rennur stuðningsmönnum ítalska knattspyrnuliðsins Torino seint úr minni. Þann dag fórust 23 leikmenn og þjálfarar í flugslysi í útjaðri Tórínóborgar á Ítalíu. Liðið var að koma frá Portúgal þar sem það hafði leikið vináttuleik gegn Sporting frá Lissabon. Þoka var á svæðinu þegar slysið varð. Torino-liðið var ógnarsterkt á þessum tíma og hafði unnið ítölsku deildina fjögur ár í röð áður en að slysinu kom. Flugslysið í München Þann 6. febrúar árið 1958 fórust átta leikmenn og þrír úr þjálf- araliði Manchester United í flugslysi í München. United-liðið var frábært á þessum tíma, gekk undir nafninu Busby Babes. Slysið varð þegar vél United-liðsins ætlaði að millilenda í München eftir ferðalag til Belgrad þar sem United lék Evrópuleik. Slysið varð þegar vélin var að taka af stað, en snjór og krap var á flugbrautinni. Alls fórust 23 í slysinu. 25 listskautahlauparar fórust Þann 15. febrúar árið 1961 hugðist landslið Bandaríkj- anna í listskautahlaupi ferð- ast til Prag í Tékkóslóvakíu til að taka þátt í heimsmeistara- mótinu. Ósköpin dundu yfir þegar flugmenn Sabena-flug- félagsins ætluðu að millilenda í Brussel. Vélin brotlenti í að- fluginu og fórust allir um borð, 73 einstaklingar, þar af allir sem skipuðu landslið Banda- ríkjanna í listskautahlaupi á þessum tíma, 25 að tölu. Hremmingar í Bólivíu The Strongest er eitt sigursælasta félag bólivískrar knattspyrnu en þann 26. september 1969 lentu leikmenn liðsins í miklum hremmingum. Liðið hafði ferðast frá höfuðborginni, La Paz, til Santa Cruz í Bólivíu til að leika æfingaleik en á heimleiðinni brotlenti vélin sem flutti liðið. Alls fórust 78 manns í slysinu, þar af 19 leikmenn eða þjálfarar. Árekstur í háloftunum FC Pakhtakor Tashkent var árið 1979 í hópi bestu fótboltaliða Sovétríkjanna. Liðið leikur í dag í efstu deild í Úsbekistan þar sem liðið ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína. En lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum fyrir aðstandendur liðsins. Í ágúst 1979 skullu tvær farþega- flugvélar saman í háloftunum yfir Sovétríkjunum, svæði sem nú tilheyrir Úkraínu. 178 manns fórust í slysinu, þar af 17 leik- menn Pakhtakor Tashkent. Hömpuðu titlinum sex árum síðar Alianza Lima er eitt sigur- sælasta knattspyrnulið Perú. Í desember 1987 fórust allir leikmenn liðsins þegar flugvél af gerðinni Fokker F27 fórst á Kyrrahafi. Liðið var á leið heim úr deildarleik þegar eitthvað fór úrskeiðis og vélin skall í hafinu. Athygli vakti að aðeins flugmaður vélarinnar komst lífs af. Alls fórust 43 leikmenn, þjálfarar, klappstýrur og aðstandendur liðsins. Liðið hafði unnið titilinn í Perú síðustu tvö tímabil. Sex ár liðu þar til liðið hampaði titlinum aftur. Landsliðið fórst Þriðjudagurinn 27. apríl 1993 er svartur dagur í sögu knattspyrnu- sambands Sambíu því þann dag fórust allir 22 leikmenn landsliðsins í flugslysi. Liðið var á leið í landsleik í undankeppni HM gegn Senegal en vélin fórst á Atlantshafi, skammt vestur af borginni Libreville í Gabon. Sambíumenn komu öllum að óvörum í Afríkukeppninni árið 2012 þegar liðið lagði Fílabeins- ströndina í úrslitaleik eftir vítaspyrnu- keppni. Var sig- urinn tileinkaður þeim leikmönn- um sem fórust árið 1993. Harmleikur í hokkíheiminum Þjóðarsorg var lýst yfir í Rússlandi í september 2011 eftir að flugvél með leikmönnum íshokkíliðsins Lokomotiv Yaroslavl fórst við bakka árinnar Volgu í Rússlandi. 44 fórust í slysinu, þar af 37 meðlimir liðsins, leikmenn og þjálfara. Meðal þeirra var landsliðsmarkvörður Svía, Stefan Liv. Vélin var á leið til Minsk í Hvíta-Rússlandi þegar ósköpin dundu yfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.