Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 40
Helgarblað 2.–5. desember 201628 Sport Þegar ósköpin dynja yfir n Harmleikurinn á þriðjudag ekki einsdæmi n Íþróttaliðin sem þurrkuðust út H eimurinn var sleginn óhug á þriðjudag þegar 76 manns fórust í flugslysi í Kólumbíu, þar af nánast allir leikmenn brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense. Liðið var á leið til Kólumbíu til að etja kappi við Atletico Nacional í úr- slitum Copa Sudamerica-keppn- innar. Slysið á þriðjudag er langt því frá það fyrsta þar sem íþróttamenn í liðsíþróttum hljóta þau ömur legu örlög að deyja af slysförum. DV rifjar hér upp nokkur eftirminnileg dæmi. n Ítalíumeistararnir létust allir 4. maí árið 1949 er dagur sem rennur stuðningsmönnum ítalska knattspyrnuliðsins Torino seint úr minni. Þann dag fórust 23 leikmenn og þjálfarar í flugslysi í útjaðri Tórínóborgar á Ítalíu. Liðið var að koma frá Portúgal þar sem það hafði leikið vináttuleik gegn Sporting frá Lissabon. Þoka var á svæðinu þegar slysið varð. Torino-liðið var ógnarsterkt á þessum tíma og hafði unnið ítölsku deildina fjögur ár í röð áður en að slysinu kom. Flugslysið í München Þann 6. febrúar árið 1958 fórust átta leikmenn og þrír úr þjálf- araliði Manchester United í flugslysi í München. United-liðið var frábært á þessum tíma, gekk undir nafninu Busby Babes. Slysið varð þegar vél United-liðsins ætlaði að millilenda í München eftir ferðalag til Belgrad þar sem United lék Evrópuleik. Slysið varð þegar vélin var að taka af stað, en snjór og krap var á flugbrautinni. Alls fórust 23 í slysinu. 25 listskautahlauparar fórust Þann 15. febrúar árið 1961 hugðist landslið Bandaríkj- anna í listskautahlaupi ferð- ast til Prag í Tékkóslóvakíu til að taka þátt í heimsmeistara- mótinu. Ósköpin dundu yfir þegar flugmenn Sabena-flug- félagsins ætluðu að millilenda í Brussel. Vélin brotlenti í að- fluginu og fórust allir um borð, 73 einstaklingar, þar af allir sem skipuðu landslið Banda- ríkjanna í listskautahlaupi á þessum tíma, 25 að tölu. Hremmingar í Bólivíu The Strongest er eitt sigursælasta félag bólivískrar knattspyrnu en þann 26. september 1969 lentu leikmenn liðsins í miklum hremmingum. Liðið hafði ferðast frá höfuðborginni, La Paz, til Santa Cruz í Bólivíu til að leika æfingaleik en á heimleiðinni brotlenti vélin sem flutti liðið. Alls fórust 78 manns í slysinu, þar af 19 leikmenn eða þjálfarar. Árekstur í háloftunum FC Pakhtakor Tashkent var árið 1979 í hópi bestu fótboltaliða Sovétríkjanna. Liðið leikur í dag í efstu deild í Úsbekistan þar sem liðið ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína. En lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum fyrir aðstandendur liðsins. Í ágúst 1979 skullu tvær farþega- flugvélar saman í háloftunum yfir Sovétríkjunum, svæði sem nú tilheyrir Úkraínu. 178 manns fórust í slysinu, þar af 17 leik- menn Pakhtakor Tashkent. Hömpuðu titlinum sex árum síðar Alianza Lima er eitt sigur- sælasta knattspyrnulið Perú. Í desember 1987 fórust allir leikmenn liðsins þegar flugvél af gerðinni Fokker F27 fórst á Kyrrahafi. Liðið var á leið heim úr deildarleik þegar eitthvað fór úrskeiðis og vélin skall í hafinu. Athygli vakti að aðeins flugmaður vélarinnar komst lífs af. Alls fórust 43 leikmenn, þjálfarar, klappstýrur og aðstandendur liðsins. Liðið hafði unnið titilinn í Perú síðustu tvö tímabil. Sex ár liðu þar til liðið hampaði titlinum aftur. Landsliðið fórst Þriðjudagurinn 27. apríl 1993 er svartur dagur í sögu knattspyrnu- sambands Sambíu því þann dag fórust allir 22 leikmenn landsliðsins í flugslysi. Liðið var á leið í landsleik í undankeppni HM gegn Senegal en vélin fórst á Atlantshafi, skammt vestur af borginni Libreville í Gabon. Sambíumenn komu öllum að óvörum í Afríkukeppninni árið 2012 þegar liðið lagði Fílabeins- ströndina í úrslitaleik eftir vítaspyrnu- keppni. Var sig- urinn tileinkaður þeim leikmönn- um sem fórust árið 1993. Harmleikur í hokkíheiminum Þjóðarsorg var lýst yfir í Rússlandi í september 2011 eftir að flugvél með leikmönnum íshokkíliðsins Lokomotiv Yaroslavl fórst við bakka árinnar Volgu í Rússlandi. 44 fórust í slysinu, þar af 37 meðlimir liðsins, leikmenn og þjálfara. Meðal þeirra var landsliðsmarkvörður Svía, Stefan Liv. Vélin var á leið til Minsk í Hvíta-Rússlandi þegar ósköpin dundu yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.