Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 4
AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Efnahagsmál Aðgerðahópur fjög- urra ráðuneyta sem mótar tillögur í húsnæðismálum hefur lokið störfum og er áætlað að kynna niðurstöður hópsins í næstu viku í fyrsta lagi. Þar verða tillögur að fjórtán aðgerðum í húsnæðismálum kynntar. Tillög- urnar hafa ekki verið kynntar í ríkis- stjórn og því hvílir enn nokkur leynd yfir þeim. Hópurinn var myndaður síðari hluta febrúarmánaðar. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að á meðal þeirra tillagna sem kynntar verði sé að ríkissjóður láti Reykjavíkurborg hafa sex lóðir vestan Kringlumýrabrautar sem hægt væri að skipuleggja fyrir íbúðabyggð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins er með tillögunum einkum horft til aðgerða sem myndu koma milli- tekjufólki og lágtekjufólki til góða. Samkvæmt tölum Þjóðskrár, sem Hagsjá Landsbankans vísaði til í gær, hefur fasteignaverð hækkað um tæp 23% á höfuðborgarsvæðinu á síðustu 12 mánuðum. Það þýðir að íbúð sem kostaði 50 milljónir í maí í fyrra kostar í dag tæpar 62 milljónir. Í Hagsjánni kemur líka fram að á árun- um 2010-15 þróaðist fasteignaverð í nokkuð góðu samræmi við þætti eins og þróun kaupmáttar og byggingar- kostnað. Verðið hefur hækkað veru- lega að undanförnu og mikið meira en þessir undirliggjandi þættir geta skýrt þannig að venjubundið sam- hengi hefur rofnað. Það virðist því sem skortur á framboði eigna sé sá þáttur sem hafi helst stýrt þróun fasteignaverðs síðustu mánuði. – jhh Ríkissjóður láti borgina hafa sex lóðir til íbúabyggðar fErðaþjónusta Erlend fyrirtæki sem bjóða upp á afar ódýrar rútu- ferðir eru að gera út af við rekstur innlendra fyrirtækja. Þetta er mat Magnúsar H. Valdimarssonar, eig- anda Time Tours. „Áttatíu prósent af okkar starfsemi eru að keyra kín- verska ferðamenn en það gengur illa þegar það er verið að bjóða ferðir sem kosta nánast þriðjung af því sem við getum boðið,“ segir Magnús. Að sögn Gunnars Vals Sveins- sonar, verkefnastjóra hjá Sam- tökum ferðaþjónustunnar (SAF), hafa erlend fyrirtæki verið að koma hingað í auknum mæli og bjóða erlendum aðilum, til að mynda ferðaskrifstofum, ódýrari þjónustu en íslensk fyrirtæki geta boðið. „Þau borga laun í samræmi við það sem tíðkast í þeirra heimalönd- um, oftast í Austur-Evrópu. Þau eru talsvert lægri en hér á landi. Fyrir- tækin greiða heldur ekki virðisauka- skatt eins og þeim ber að gera og skrá sig ekki á virðisaukaskattskrá. Það er mjög víða pottur brotinn í þessum málum,“ segir Gunnar Valur. Undir þetta tekur Magnús. „Við höfum verið að heyra það út undan okkur að þessir bílstjórar séu að fá á milli fjögur og sex þúsund krónur á dag í laun.“ Gunnar Valur segir að SAF og aðilar vinnumarkaðarins hafi verið að benda stjórnvöldum á þessa hnökra. Stjórnvöld séu hins vegar ekki að takast á við vandann með afgerandi hætti. „Nú veit ég þó að þær stofnanir sem málið snýr að, tollurinn, ríkisskattstjóri, lögreglan og Vinnumálastofnun, eru að ráða ráðum sínum. Það skal ekki tekið af þeim og það er mjög ánægjulegt að þær séu að gera það.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir vandann fara vaxandi. „Við erum að sjá þetta spretta upp í rútu- bílaakstri. Bílstjórinn nýtur engra þeirra kjara sem hann á að gera sam- kvæmt kjarasamningum og reglum hér. Það er okkar tilfinning að þetta hafi vaxið mjög mikið.“ thorgnyr@frettabladid.is Erlend rútufyrirtæki séu að gera út af við rekstur innlendra Erlend rútufyrirtæki bjóða ferðamönnum sem þessum ferðir á mun lægra verði en innlend. Fréttablaðið/PjEtur Fasteignaverð hefur hækkað um fimmtung á einu ári. Fréttablaðið/VilhElm 14 aðgerðir í húsnæðismálum verða kynntar í næstu viku. Við höfum verið að heyra það út undan okkur að þessir bílstjórar séu að fá á milli fjögur og sex þúsund krónur á dag í laun. Magnús H. Valdimarsson, eigandi Time Tours Undirboð erlendra fyrir- tækja á rútuferðum ógna starfsemi innlendra fyrirtækja. Samtök ferða- þjónustunnar segja fyrir- tækin borga lægri laun en tíðkast hér á landi og að þau greiði ekki virðisaukaskatt. Forseti ASÍ segir vandann fara vaxandi. Iðnaður Umhverfisstofnun hafa borist um tuttugu kvartanir vegna lyktarmengunar frá kísilveri United Silicon í Helguvík síðan ljósbogaofn þess var endurræstur á sunnudag. Gangsetningin gengur hægt. Slökkt var á ofninum eftir að eldur kom upp í verksmiðjunni í apríl. Kristleifur Andrésson, upp- lýsingafulltrúi United Silicon, segir úrbætur hafa verið gerðar sem komi í veg fyrir eða minnki mengun frá verksmiðjunni. Starfsmenn norska ráðgjafarfyrirtækisins Multiconsult hafa tekið starfsemina út og gera nú prófanir með ofninn. Loftgæði eru mæld á átta stöðum í nágrenninu. „Það er engin mengun inni í verk- smiðjunni, en menn hafa fundið pínu lykt í kringum verksmiðjuna,“ segir Kristleifur. Óvíst er hvenær framleiðsla á kísilmálmi United Silicon hefst að nýju. – hg Kvartanir streyma inn undan lyktinni fjal l abyg g ð Hjónin Hákon Sæmundsson og Valgerður Krist- jana Þorsteinsdóttir hyggjast selja fiskbúð sína, Fiskbúð Fjallabyggðar, og heimili á Ólafsfirði vegna skóla- mála í Fjallabyggð. Þau keyptu aug- lýsingu í blaðinu Tunnunni þar sem þetta var tilkynnt og þökkuðu bæjarstjórninni sérstaklega fyrir. „Það var ákveðið að breyta fyrir- komulaginu í grunnskólunum. Yngri börnin verða keyrð með rútu frá Ólafsfirði til Siglufjarðar og eldri börnin frá Siglufirði til Ólafsfjarðar,“ segir Hákon. Hákon og Valgerður eiga þrjú börn, þar af eitt sem er í öðrum bekk. „Það hentar honum alls ekki vel að láta hann fara þetta ungan í rútu á milli. Þar sem við verðum með börn í skóla næstu árin sjáum við okkur ekki fært að vera lengur í þessu sveitarfélagi og hugsum okkur til hreyfings,“ segir Hákon. – þea Selja fiskbúðina vegna skólamálanna hákon og Valgerður standa vaktina í Fiskbúð Fjallabyggðar. Dómsmál Hæstiréttur staðfesti í gær dóm í máli dánarbús Ragnhildar Skeoch gegn íslenska ríkinu. Dánar- búið krafðist að nærri 50 milljóna króna viðbótarauðlegðarskattur yrði felldur niður og ríkinu gert að greiða dánarbúinu til baka með vöxtum. Málið var höfðað af Ragnhildi Skeoch. Hún lést 2015 og tók dánar- búið við aðild málsins. Í apríl 2016 sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur ríkið af kröfunni. „Í ljósi eignastöðu Ragnhildar og tekna hennar sam- kvæmt framansögðu og ætlaðs fram- færslukostnaðar verður í ljósi alls þess sem hér hefur verið rakið ekki litið svo á að álagning viðbótarauðlegðar- skattsins umrædd ár hafi haft þau áhrif á fjárhagsstöðu Ragnhildar að skatt- lagningin teljist hafa verið óhófleg,“ segir í dómnum. – þea Fella ekki niður 50 milljóna skatt 2 5 . m a í 2 0 1 7 f I m m t u D a g u r4 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -E 2 1 4 1 D 1 6 -E 0 D 8 1 D 1 6 -D F 9 C 1 D 1 6 -D E 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 4 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.