Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 31
Mikil vitundarvakning hefur orðið meðal lands-manna undanfarin ár í tengslum við heilsubrest hjá annars hraustum einstaklingum sem stundum má rekja til raka- skemmda í íbúðar- og atvinnu- húsnæði, að sögn Sylgju Daggar Sigurjónsdóttur, fagstjóra hjá verkfræðistofunni EFLU. „Raka- og mygluvandamál eru ekki ný af nál- inni, hvorki hérlendis né erlendis. Heimildir frá biblíutímum og íslenskar heimildar allt frá 18. öld eru til vitnis um það. Landsmenn eru að átta sig á að í sumum til- fellum má rekja vanlíðan og kvilla til þess húsnæðis sem þeir búa eða starfa í. Hluti þeirra mála sem hafa komið upp undanfarin ár tengjast hraðri uppbyggingu íbúðarhús- næðis, efnisvali, byggingarað- ferðum, hönnun, viðhaldsmálum og hegðun notenda.“ Þannig að ýmsir ólíkir þættir geta haft áhrif, segir Sylgja. „Raka- vandamál finnast í húsum frá öllum tímabilum. Miðað við þær samanburðarrannsóknir sem eru til virðist sem staðan hér á landi sé verri en í nágrannalöndum okkar en það liggur þó ekki alveg fyrir hversu umfangsmikið vandamálið er.“ Þannig gefi rannsóknir til kynna að örveruvöxtur sé t.d. algengari í steypu hér á landi en þann þátt sé þó enn verið að rannsaka. „Hér á landi eru almennt ekki nógu strangir verkferlar þegar kemur að nýbyggingum og má nefna að byggingarefni eru oft óvarin fyrir veðri og vindum á byggingartíma. Byggingarefni eru ekki raka- mæld, þéttleikamælingar þekkjast varla og lekaprófanir eru sjaldan framkvæmdar. Við eigum búnað til loftþéttleikamælinga á rakavörn en eftirspurn er engin, samt er skýr í byggingarreglugerð krafa um ákveðinn þéttleika rakavarnar.“ Enn miklir fordómar Þrátt fyrir aukna þekkingu meðal landsmanna eru þó enn talsverðir fordómar í garð þeirra sem veikjast vegna raka og myglu í húsnæði með þeim afleiðingum að fólk forðast að segja frá aðstæðum sínum og leitar sér síður hjálpar. „Fordómar geta komið úr öllum áttum og má þar nefna t.d. maka, fjölskyldumeðlimi, vini, sam- starfsfélaga og fagfólk sem tengist þessum málum. Því miður er enn þá stór hluti þessara hópa sem leyfir sér að fullyrða að raka- skemmdir eða skert loftgæði hafi engin eða lítil áhrif á heilsufar.“ Máli sínu til stuðnings bendir Sylgja á að Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin, og aðrar ráðandi heilbrigðisstofnanir, hafa gefið út að raki og mygla í húsnæði sé áhættuþáttur þegar kemur að heilsu. „Rökræður þess efnis eiga því ekki að þurfa að eiga sér stað og tímanum væri betur varið í að horfast í augu við vandann, hugsa í lausnum og halda húsunum okkar þurrum og heilum frá upphafi til enda.“ Sylgja segir opinberar stofnanir, tryggingafélög, fyrirtæki í bygg- ingariðnaði, leigufélög, heilbrigðis- starfsmenn og annað fagfólk lengi hafa verið tregt til að viðurkenna tilvist þessa vanda og að hann sé ekki hugarburður. „Það hefur þó breyst jafnt og þétt undanfarin ár. Því miður eru þó enn inn á milli starfsmenn stofnana og fyrirtækja sem draga úr alvarleika vandans og afneita honum jafnvel alveg. Slíkt háttalag getur verið skaðlegt þeim sem hafa viðveru í rakaskemmdu húsnæði. Markmið okkar hjá EFLU er að minnka þörf og fækka fyrirspurnum með fyrirbyggjandi aðgerðum enda eru þessi mál mjög erfið fyrir alla aðila sem að þeim koma. Við stefnum að því að vera í fyrirbyggjandi verkefnum til dæmis á hönnunarstigi í bygg- ingareðlisfræði.“ Ýmis þjónusta í boði Starfsmenn EFLU hafa skoðað um 7.000 byggingar og hafa því góða reynslu á þessu sviði og bjóða upp á margvíslega þjónustu þegar kemur að rannsóknum og fyrir- byggjandi aðgerðum sem snúa að heilnæmri innivist. „Við getum t.d. rýnt í teikningar, reiknað raka- og varmaflæði og fundið möguleg áhættusvæði vegna rakaupp- söfnunar í byggingarhlutum. Rannsóknir geta verið flóknar og í fæstum tilfellum dugar sjón- skoðun ein og sér. Aðferðir okkar eru margvíslegar og má helst nefna rakamælingar, þrýstingsmælingar, hitamyndun, agna- og loftgæða- mælingar og sýnatökur. Aðrir þættir sem snerta innivist eru einnig skoðaðir. Mikilvægt er að skoða alla þætti í samhengi, bæði húsnæði og notendur, til þess að geta dregið ályktun og komið fram með tillögur að lausn.“ Spurð um hvað hinn almenni húseigandi geti gert til að fyrir- byggja raka- og mygluvandamál, segir Sylgja að þar skipti mestu máli að hugsa vel um húsið sitt. „Eigninni þarf að halda við þannig að ef leki kemur í ljós þarf strax að leysa málið á réttan hátt og fjarlæga um leið rakaskemmd byggingarefni. Ef brugðist er fljótt við má í mörgum tilfellum fyrir- byggja verulegt tjón. Eftir því sem við frestum lengur að gera við skemmdir eykst tjónið. Síðan ættu allir að eiga loftrakamæli til að fylgjast með loftraka innandyra, fylgjast með gluggum og móðu á þeim auk þess að skoða þéttingar á baðherbergjum/votrýmum. Það er því margt sem húseigendur geta sjálfir gert og hvet ég sem flesta til að kynna sér þessi mál vel.“ Nánari upplýsingar má finna á www.efla.is. „Landsmenn eru að átta sig á að í sumum tilfellum má rekja van- líðan og kvilla til þess húsnæðis sem þeir búa eða starfa í,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóri hjá EFLU. MYND/ANTON BRINK Þverfaglega teymið Hús og heilsa hjá EFLU býður upp á margvíslega þjónustu þegar kemur að rannsóknum og fyrir- byggjandi aðgerðum sem snúa að heilnæmri innivist. Dúkur á gólfi skemmdur af raka. Oft er ekkert sjáanlegt þar sem raki og mygla leynist undir dúk. Spyr ekki um stétt eða stöðu Þrátt fyrir mikla vitundarvakningu meðal lands- manna þegar kemur að heilsu- bresti í tengslum við rakaskemmd- ir ríkja enn nokkrir fordómar í sam- félaginu. KYNNINGARBLAÐ 3 F I M MT U DAG U R 2 5 . m a í 2 0 1 7 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 6 -D 8 3 4 1 D 1 6 -D 6 F 8 1 D 1 6 -D 5 B C 1 D 1 6 -D 4 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 4 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.