Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 33
Við sérhæfum okkur í myglu-hreinsun og þrífum fyrir bæði fyrirtæki og stofnanir
en einnig einstaklinga. Við höfum
aðstoðað Eflu verkfræðistofu, sem
sérhæfir sig í greiningu myglu-
sveppa, og verið þeim innan
handar í stórum verkefnum.
Fullum trúnaði er heitið við við-
skiptavini en fyrir marga er það
viðkvæm staða ef mygla kemur
upp. Hjá AÞ-Þrifum höldum við úti
sérstöku teymi sem sinnir þessum
málaflokki,“ útskýrir Arnar Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri
AÞ-Þrifa ehf.
„Við erum þriðja stærsta ræst-
ingafyrirtæki á landinu og hjá
okkur starfa 210 starfsmenn. Við
sinnum bæði almennum þrifum og
sérverkefnum og er sérverkefna-
deildin okkar sú stærsta á landinu
en sú deild sér meðal annars um
mygluhreinsun, iðnaðarþrif og
fleira. Starfsfólk okkar hefur setið
öll þau námskeið um myglu og
mygluhreinsun sem boðið er upp
á. Við leggjum mikið upp úr því að
allur okkar búnaður og efni sem
notuð eru við hreinsunina standist
kröfur, séu rétt merkt og að réttum
aðferðum sé beitt við hreinsunina.
Við mygluhreinsun notumst við
efnið Oxvír og notum ryksugur
með Heba filterum. Einnig erum
við með loftpressur til að blása af
húsgögnum og hreinsum þau svo
eftir á. Starfsmenn klæðast við-
eigandi hlífðarfatnaði við hreins-
unarstarfið.
Tilfellin eru miserfið og mygla
getur komið aftur. Það hefur ekki
gerst eftir hreinsun hjá okkur
en eftir að húsnæði hefur verið
hreinsað eru gerðar mælingar með
strokupenna nokkru eftir til að
fylgjast með hvort mygla hafi aftur
myndast. Við höfum einnig ósonað
svæðin sem er afar áhrifarík aðferð
en ósonið drepur allar bakteríur.“
Hvert verk sérstakt
Arnar segir ekkert verkefni
nákvæmlega eins. Aðstæður séu
ólíkar á hverjum stað og meta þurfi
hvert verkefni sérstaklega. Þá geri
viðskiptavinir einnig ólíkar kröfur.
Ef um fyrirtæki eða stofnun er að
ræða skiptir eðli starfsemi við-
komandi stofnunar máli.
„Þegar við vinnum verkefni
fyrir Eflu er farið eftir ákveðnum
ferlum. Til dæmis ef viðkomandi
stofnun notar mikið af pappír
getur þurft að leggja til að minnka
það umfang eins mikið og hægt
er, farga efni eða setja á stafrænt
form þar sem gróin sitja í papp-
írnum. Stórt fyrirtæki þarf ekki að
þýða mikla vinnu fyrir okkur ef
öll starfsemin er rafræn. En lítið
fyrirtæki getur aftur á móti þýtt
mikla vinnu ef það er með mikið
af pappírsgögnum. Við þjónustum
einnig einstaklinga og heimahús.
Ýmist sjáum við um alla hreinsun
eða veitum ráðgjöf svo fólk getur
annast hreinsunina sjálft, það er
að segja ef myglan er í litlum mæli.
Við getum komið á staðinn og
skoðað aðstæður og ráðlagt fólki í
framhaldinu.“
Vitundarvakning
Arnar segir verkefnum sem tengj-
ast mygluhreinsun hafa fjölgað
mikið síðustu misserin.
Við hreinsun er farið eftir ákveðnum
verkferlum.Sérverkefnadeild AÞ-Þrifa sér um hreinsun á myglusvepp.
Ef ekki verður vart
við leka strax lifir
myglan lengi í rakanum
og áhrifanna verður
jafnvel ekki vart fyrr en
mörgum árum síðar.
Arnar Þorsteinsson
„Við erum þriðja stærsta ræstingafyrirtæki á landinu og hjá okkur starfa 210 starsmenn. Við sinnum bæði almennum þrifum og sérverkefnum og er sérverk-
efnadeildin okkar sú stærsta á landinu en sú deild sér meðal annars um mygluhreinsun,“ segir Arnar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri AÞ-Þrifa. Mynd/Ernir
Sérhæfing í hreinsun
myglusveppa
AÞ-Þrif ehf. er framsækið hreingerningafyrirtæki sem sérhæfir sig meðal
annars í hreinsun á myglusvepp. Hvert tilfelli þarf að meta sérstaklega.
„Það var enginn að velta þessu
fyrir sér fyrir tíu árum. En með
aukinni þekkingu hefur orðið
vitundarvakning á því hversu
varasamur myglusveppurinn
getur verið. Hús sem voru byggð
fyrir fimmtán til þrjátíu árum geta
verið orðin alvarlega sýkt í dag.
Ef ekki verður vart við leka strax
lifir myglan lengi í rakanum og
áhrifanna verður jafnvel ekki vart
fyrr en mörgum árum síðar.
Að mínu mati eru þó misvísandi
upplýsingar í umferð og jafnvel
mætti tala um hræðsluáróður.
Í slæmum tilfellum hafa hús
verið gerð fokheld aftur. Það eru
miklar aðgerðir og og mikið áfall
fyrir fólk þegar um heimili er
að ræða, ekki síst fjárhagslega.
Mygla er á gráu svæði hvað varðar
tryggingar og maður finnur til
með fólki þegar það rekur sögu
sína fyrir manni. Við reynum að
ráðleggja því hvað það getur gert
sjálft til að halda kostnaði í lág-
marki en bendum einnig fólki á að
fá sérfræðinga frá Eflu til að meta
ástandið.“
Nánari upplýsingar er að finna á
www.ath-thrif.is og í síma 517-2215
KynninGArBLAÐ 5 F i M MT U dAG U r 2 5 . m A í 2 0 1 7
1
3
-0
6
-2
0
1
7
1
0
:5
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
6
-D
3
4
4
1
D
1
6
-D
2
0
8
1
D
1
6
-D
0
C
C
1
D
1
6
-C
F
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
2
4
5
2
0
1
7
C
M
Y
K