Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 34
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is „Þegar ég stóð í þessu gat ég ekki ímyndað mér hvað mygla getur valdið miklum veikindum,“ segir Regína. Mygla í húsnæði hefur haft mikil áhrif á líf Regínu Kristjánsdóttur. Hún var meira og minna veik í átta ár án þess að nokkur skýring fyndist á veikindunum. Hún þjáðist af síþreytu, var með flensuein- kenni, fékk sýkingar í lungu, háls, þvagfæri og móðurlíf. Verkir í beinum, liðum og kviði hrjáðu Regínu og um tíma var hún svo veik að vikum saman var hún rúmliggjandi. „Ég fékk öll þau ein- kenni sem hægt er að fá af völdum myglu. Ég dofnaði vinstra megin í höfðinu, fékk blóðnasir í tíma og ótíma og sjóntruflanir. Það leið yfir mig í vinnunni og í kjölfarið var ég flutt á sjúkrahús en samt fannst ekkert að mér. Ég leitaði ótal sinnum til lækna en fékk engin svör við því hvað gæti verið að angra mig,“ rifjar Regína upp. Hélt hún væri ímyndunarveik Regína hefur alltaf lifað heilsu- samlegu lífi, kennt líkamsrækt um árabil og hugað vel að mataræð- inu. Veikindin komu því eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Þegar ég stóð í þessu gat ég ekki ímyndað mér hvað mygla getur valdið miklum veikindum. Heilsan varð æ verri og um tíma var svo komið að ég hélt að þetta væri bara í höfðinu á mér. Ég kom alls staðar að lokuðum dyrum. Eftir að mygla fannst í íbúðinni minni spurði ég læknana hvort þessi óútskýrðu veikindi gætu verið af völdum myglu en fékk þau svör að ekki væri viðurkennt að myglusveppur gæti valdið veikindum svo þeir vildu ekkert segja um það.“ Á þessu tímabili hafði Regína búið í þremur mismunandi íbúðum og svo virðist sem það hafi verið mygla í þeim öllum. „Ég tel að veikindi mín hafi orðið eins alvarleg og raun ber vitni vegna þess hversu lengi ég bjó í óheilsusamlegu húsnæði, en myglutegundirnar eru miseitr- aðar. Við fyrrverandi maðurinn minn keyptum nýuppgerða íbúð í eldra húsi og vorum viss um að hún væri í lagi en svo reyndist ekki vera. Íbúðin var á neðri hæð en gluggi á efri hæðinni fór að leka og það barst niður til okkar, auk þess sem húsið lak lítillega og þetta varð til þess að myglan fór af stað. Ég var þegar orðin veik af völdum myglu og þetta var ekki til að bæta ástandið.“ Leið en ekki reið Regína flutti úr íbúðinni sinni og stuttu síðar skildu þau hjónin. Hún segist ekki vera reið yfir því að hafa gengið í gegnum þessi veikindi heldur aðallega döpur. „Fyrst var ég reið en ég er það ekki lengur. Ég er aðallega leið yfir að hafa misst heilsuna, sem er svo mikilvæg, misst allar mínar eigur svo ég stóð uppi slypp og snauð um fimmtugt og hjóna- bandið farið í súginn. Auðvitað hef ég hugsað um af hverju þetta gerðist en núna hugsa ég meira um hvernig ég get miðlað af minni reynslu. Haustið 2013, eftir mikil veikindi, ákvað ég að láta þetta ekki stjórna lífi mínu. Ég fór í 800 tíma jógakennara og -þerapistanám, fékk sal til að kenna jóga og líkamsrækt og ég held að þetta hafi orðið til þess að ég hélt sönsum.“ Eftir að heilsufarið fór að lagast tók Regína mataræðið í gegn. Hún fékk mataróþol í kjölfar veik- indanna og sumar fæðutegundir getur hún ekki sett inn fyrir sínar varir. „Ég hef lesið mér mikið til um mataræði og myglu og komst að því að margar fæðutegundir innihalda myglu og slíkur matur magnar upp einkennin hjá mér. Ég er með varanlegar lungna- skemmdir vegna myglunnar og get því ekki verið úti í hvaða veðri sem er, t.d. ekki á gamlárskvöld þegar mengun er mikil því hún fer svo í lungun á mér. Ég dofna strax í höfðinu ef ég fer í inn í hús þar sem mygla er til staðar.“ Í haust ætlar Regína að fara af stað með heilsuráðgjöf fyrir fórnarlömb myglu. „Ég hef verið heilsuráðgjafi í tuttugu ár og mig langar til að miðla öðrum af minni reynslu og hjálpa fólki sem hefur veikst vegna myglu við að ná heilsu á ný.“ Missti heilsuna vegna myglu Regína Kristjánsdóttir stóð uppi slypp og snauð um fimmtugt, búin að missa heilsuna, húsnæði og innbú af völdum myglusvepps. Er raki í útvEggjum? Ert þú mEð svEppa- Eða rakavandamál? Ef utanaðkomandi raki veldur óþægindum innanhúss, er málningakerfið fyrir útveggi frá MALIS (S-26) góður valkostur. Kerfið samanstendur af þremur mismunandi efnum sem hvert um sig þjónar ákveðnu hlutverki. Saman veita þessi efni hámarksvörn gegn hverskonar veðuráreyti. Bindigrunnurinn tryggir örugga festingu málningar sem yfir kemur. Hann er afar öflugur og kemur í veg fyrir flögnum. Þá er TIMANTTI CLEAN lausnin. Er sveppa- og bakteríu verndandi málning. Hentar vel fyrir öll rými þar sem raki og sveppamyndun er vandamál. Inniheldur efni sem eyða bakterium, sveppum og kemur í veg fyrir að slíkt myndist aftur. Hálfmött málning sem hægt er að lita í ljósum litum TIMANTI voTrýMISMáLNINg Ætluð í votrými t.d. baðherbergi og þvottahús. Auðvelt að þrífa. Glástig 20 og 40% Grunnur með 3% glástigÞéttihúðin er mjög teygjanleg og hefur góða öndun. Kemur í veg fyrir að vatn komist inní steypu. Bindst afar vel við grunninn. veðurkápan er ysta lagið í kerfinu. Þetta er teygjanleg akryl málning og hrindir vel frá sér. Hægt að laga í litum. 6 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . m a í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 6 -D 8 3 4 1 D 1 6 -D 6 F 8 1 D 1 6 -D 5 B C 1 D 1 6 -D 4 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 4 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.