Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 30
Læknadagar eru haldnir á ári hverju af Fræðslustofnun Læknafélags Íslands og fóru
fram í Hörpu í janúar. Meðal
dagskrárliða á Læknadögum nú
var málþingið „Áhrif umhverfis
á öndunarfæri og ónæmiskerfi;
Rakaskemmdir í húsnæði og
áhrif á heilsu“, að frumkvæði
Kristínar Sigurðardóttur, slysa-
og bráðalæknis.
Ástæðan fyrir þessu málþingi
á Læknadögum, sem skipulagt
var með félögum lungna- og
ofnæmislækna, var sú staðreynd
að heilsutjón af völdum raka-
skemmda í húsnæði og myglu
virðist vaxandi vandamál í
íslensku samfélagi. Mér þótti
mikilvægt að við reyndum að
átta okkur á umfangi vandans
og fá um hann fordómalausa og
faglega umræðu. Því var kallað
að borðinu fagfólk í læknastétt,
sem hefur meðhöndlað fólk sem
þjáðst hefur af þessum heilsu-
farsvanda, sem og efahyggjufólk
til að ræða saman á gagnrýninn
hátt. Það er áríðandi vegna þess
að heilsutjón af völdum myglu
og rakaskemmda hefur hingað til
verið misjafnlega vel viðurkennt
en á sama tíma verðum við að
horfast í augu við þann veruleika
að við erum með lasið fólk og
þurfum að hjálpa því að komast
til heilsu.“
Kristín þurfti sjálf að hverfa frá
störfum sem bráðalæknir á Land-
spítalanum vegna sjúkdómsein-
kenna af völdum rakaskemmda
og myglu á vinnustaðnum. Á
sviðið í Hörpu stigu fleiri læknar
sem hafa veikst í heilsuspillandi
húsnæði í starfi.
„Við sögðum stuttlega frá okkar
sögu og líka hvaða neikvæðu
Læknarnir María I. Gunnbjörnsdóttir, Unnur Steina Björnsdóttir, Kristín
Sigurðardóttir, Dóra Lúðvíksdóttir og Sigríður Ólína Haraldsdóttir skipulögðu
málþing um tengsl rakaskemmda og sjúkdóma á Læknadögum í janúar í sam-
starfi við Félag ofnæmislækna og Félag lungnalækna, með stuðningi Læknafé-
lags Íslands. MYND/LÆKNABLAÐIÐ
Unnur Steina Björnsdóttir er sérfræðingur í lyflækn-ingum, ofnæmissjúkdómum
og ónæmisfræði. Hún segir viður-
kennt innan læknastéttarinnar að
mygla og rakaskemmdir hafi slæm
áhrif á heilsufar en mörgu sé enn
ósvarað. Sjúkdómseinkenni vegna
rakaskemmda og myglu í húsnæði
eru ekki nýtt vandamál enda til
heimildir allt frá árinu 1974 þar
sem Jón Pétursson læknir lýsir
þessu á Íslandi.
„Ofnæmi og astmi tengt myglu er
vel rannsakað,“ segir Unnur Steina.
„Það er ljóst að bæði eru ofnæmi
og astmi algengari nú, auk þess að
vera erfiðari viðureignar ef menn
dvelja í húsnæði þar sem fyrir er
raki og mygla. Einnig að börn sem
dvelja á fyrsta aldursári í umhverfi
þar sem er mygla, eru líklegri til að
mynda með sér bæði ofnæmi og
astma síðar á lífsleiðinni.“
Unnur Steina segir mikilvægt
að greina ofnæmi og astma með
húðprófum, blóðrannsóknum
og öndunarmælingum, auk þess
að taka góða sjúkrasögu. Síðan
er ráðlagt að forðast húsnæði
sem geti verið heilsuspillandi og
valdið þessum einkennum. Á hinn
bóginn séu fæstir þeirra sem hafa
einkenni tengd rakaskemmdum
í húsnæði með jákvæð húðpróf
fyrir myglu. Mögulegt sé að annars
konar ræsing á ónæmiskerfinu eigi
sér stað.
„Dvöl í mygluhúsnæði getur líka
valdið því að einstaklingur svari
síður meðferð, til dæmis innúða-
sterum. Astmi og ofnæmi sem
tengist myglu er meðhöndlað með
hefðbundinni meðferð: innúða-
sterum, berkjuvíkkandi lyfjum
og andhistamínum, eftir alvar-
leika sjúkdómsins. Mikilvægast
er þó að sjúklingurinn dvelji ekki
í húsnæði þar sem grunur er um
rakaskemmd eða myglu,“ upp-
lýsir Unnur Steina og bætir við: „Í
raun er ekki til önnur meðferð við
þessum einkennum en sú að ganga
út og forðast húsið sem veldur
þeim. Rannsóknir hafa verið
gerðar á lyfjum við einkennunum
en þær eru ekki komnar nógu langt
til að hægt sé að slá neinu föstu.“
Að sögn Unnar Steinu hefur
öðrum einkennum verið lýst og
af sumum talin tengjast myglu, svo-
nefnt CIRS (Chronic inflammatory
response syndrome). Rannsóknir á
þessum tengslum eru enn skammt
á veg komnar og enn síður á með-
ferð. Eitthvað hefur verið reynt að
gefa lyfið Questran, sem notað er
til lækkunar á blóðfitu, en virka
efnið í því er nefnt cholestyramín.
Hins vegar er ekki ábending fyrir
notkun lyfsins við þessum ein-
kennum.
„Til að lausnir finnist á myglu-
vanda þarf aukinn vilja og áhuga
yfirvalda og stjórnenda fyrirtækja
og stofnana að rannsaka frekar
áður en skaðinn magnast. Það þarf
að skoða hvort breyta þurfi bygg-
ingaraðferðum hér á landi til að
koma í veg fyrir vandann. Læknis-
fræðilega er orsakasamband myglu
og þessara sjúkdóma enn umdeilt.
Vitað er að um 20 prósent þeirra
sem dvelja í rakaskemmdu hús-
næði veikjast. Því er nauðsynlegt
að rannsaka hvers vegna sumir eru
næmir en aðrir ekki; hvaða þættir
valda veikindunum og hvaða ráð
eru til að bæta heilsu þeirra sem
þegar eru veikir,“ segir Unnur
Steina.
áhrif þetta getur haft á þá starf-
semi sem á að fara fram á vinnu-
staðnum, og hvað þá mögulega á
sjúklingana. Við erum sex af um
þrjátíu manna árgangi í læknis-
fræðinni sem hafa veikst vegna
þessa, fjórir læknar á LSH og tveir
í húsnæði heilsugæslu.“
Kristín segir þungbært að geta
ekki unnið á spítalanum.
„Ég var sjúkrahúslæknir af
lífi og sál og þetta var það sem
ég hafði menntað mig til. Fleiri
starfsmenn Landspítalans hafa
fundið fyrir einkennum vegna
húsnæðisins og einhverjir hafa
þurft að hætta í starfi á spítalnum
vegna veikinda tengdra því.“
Á tímum uppsveiflu í íslensku
hagkerfi og yfirstandandi
góðæris þykir Kristínu vansi að
Landspítalinn njóti þess ekki,
meðal annars í viðhaldi á húsa-
kosti.
„Mér þykir mjög miður hvernig
farið hefur verið með Landspítal-
ann; við urðum í reynd aldrei vör
við góðæri þar. Í alltof langan
tíma hefur húsnæði LSH ekki
verið viðhaldið sem skyldi og fé
sem hefði þurft í að veita viðhald
þurft að nýta í rekstur. Nú er
komið að skuldadögum. Viður-
kennt er að víða í húsnæði spítal-
ans finnast rakaskemmdir með
þeim örveruvexti sem því getur
fylgt. Mér finnst líka algjörlega
óásættanlegt í okkar þjóðfélagi
að við bjóðum veikasta fólkinu
í landinu upp á heilsuspillandi
húsnæði, ásamt öllu því góða
starfsfólki sem reynir að sinna
því eftir bestu getu, stundum á
kostnað eigin heilsufars. Það er
brýnt að umræðan um þennan
vanda sé fagleg og fordómalaus.
Við þurfum frekari rannsóknir,
að leita úrræða og allra leiða til
að koma í veg fyrir heilsuspill-
andi húsnæði.“
Kristínu þótti
þungbært að
geta ekki unnið
lengur á spítal-
anum enda
sjúkrahúslæknir
af lífi og sál.
Útgefandi:
365 miðlar
Veffang:
Visir.is
Ábyrgðarmaður:
Svanur Valgeirsson
Sölumaður auglýsinga:
Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
Framhald af forsíðu ➛
Ástandsskoðanir Kostnaðarmöt
Mygluskoðanir Söluskoðanir
Tjónamöt Markaðsmöt
Hitamyndun Rakamælingar
Leiguskoðanir
Loftþéttleikamælingar húsa
Eignaskiptayfirlýsingar
Pendo ehf – pendo@pendo.is
Ýmsir sjúkdómar tengjast myglu
2 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . m a í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
1
3
-0
6
-2
0
1
7
1
0
:5
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
6
-E
7
0
4
1
D
1
6
-E
5
C
8
1
D
1
6
-E
4
8
C
1
D
1
6
-E
3
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
2
4
5
2
0
1
7
C
M
Y
K