Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 2
Það má í sjálfu sér
furðu sæta að bani
hafi ekki hlotist af.
Guðmundur
Vilhjálmsson,
framkvæmdastjóri
Garðvíkur
Vilja fjölga kvótaflóttamönnum
Meðlimir úr ungliðaráði og starfsfólk Íslandsdeildar Amnesty International afhentu í gær Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra,
rúmlega fimm þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að fjölga kvótaflóttamönnum hér á landi. Í tilkynningu frá Amnesty segir að
samtökin fagni fjölgun í móttöku kvótaflóttamanna undanfarin ár, en að samtökin vilji gera enn betur í þeim efnum. Fréttablaðið/Eyþór
Veður
Austan og norðaustan 5-13 m/s og
víða dálítil rigning um morguninn.
Hægari vindur og styttir upp þegar
líður á daginn, en ákveðin norð-
austanátt norðvestan til á landinu.
sjá síðu 28
COSTA DEL SOL
28. maí í 7 nætur
Netverð á mann frá kr. 59.995 m.v. 2 fullorðna í
gistingu m/ekkert innifalið. Netverð á mann frá kr.
74.995 m.v. 2 fullorðna í gistingu m/allt innifalið.
Stökktu
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
Frá kr.
74.995
m/allt innifalið
Frá kr.
59.995
m/ekkert fæði innif.
stjórnmál „Nei, ég er ekki að stofna
nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, aðspurður en
hann boðaði í gær stofn un nýs fé lags,
Fram fara fé lags ins.
„Félagið mun vonandi þróast
með tímanum og láta til sín taka á
ýmsan hátt en þetta er ekki stofnað
sem stjórnmálaflokkur. Ég vona hins
vegar að stjórnmálaflokkar muni
nýta sér það sem kemur frá þessari
hugmyndasmiðju og ekki hvað síst
minn eigin flokkur.“
Sigmundur segir sjálfur að félagið
eigi að stuðla að framförum á öllum
sviðum samfélagsins og að því komi
fólk hvaðanæva úr samfélaginu;
Framsóknarmenn, fólk úr öðrum
flokkum og þeir sem aldrei hafa haft
formlega aðkomu flokkum.
„Þetta mun allavega nýtast mér í
starfi stjórnmálamanns og ég hlakka
til að fara á fundi með flokksmönn-
um í kjördæminu til að ræða nýjar
lausnir,“ segir Sigmundur.
Alþekkt er að þingflokkur Fram-
sóknar hefur ekki siglt lygnan sjó
undanfarið, eða allar götur síðan Sig-
urður Ingi Jóhannsson hafði betur
í formannskjöri gegn Sigmundi í
október í fyrra. Þá var hart tekist á
á miðstjórnarfundi flokksins síð-
asta laugardag.
Sjálfur hefur
S i g m u n d u r
sagt flokkinn
laskaðan eftir
átökin undan-
farið.
– ósk
Segir félagið
ekki nýjan
stjórnmálaflokk
slys Litlu munaði að verkamaður
á vegum fyrirtækisins Garðvíkur á
Húsavík stórslasaðist eða léti lífið
í fyrradag þegar hann rak steypu-
styrktarjárn í gegnum rafmagnskap-
al í bænum. Rafmagnskapall Rarik lá
átta sentimetrum undir malbiki en
á samkvæmt reglugerðum að vera á
tíu sinnum meira dýpi, eða á 70-90
sentimetra dýpi.
Guðmundur Vilhjálmsson, eig-
andi fyrirtækisins, er að vonum
ósáttur við að starfsmenn hans hafi
verið í stórhættu þegar atvikið varð.
„Mínir menn voru að vinnu við
að laga kantstein á Húsavík þegar
þetta átti sér stað. Við Baughól 52
erum við að reka steypujárn niður,
nokkra sentimetra ofan í jörðina,
þegar hann fer í gegnum þennan raf-
magnskapal,“ segir Guðmundur. Og
segir manninn heppinn að vera á lífi.
„Það má í sjálfu sér furðu sæta að
bani hafi ekki hlotist af, strengurinn
er 400 volt og 250 amper á strengn-
um. Það sem varð manninum til lífs
var að hann var í einangruðum skóm
og gúmmíhandfang var á sleggjunni
þegar hann rak í sundur strenginn.“
Strengurinn þessi liggur frá tengi-
virki að spennistöð og á að vera
á miklu meira dýpi. Steingrímur
Sigurður Jónsson, yfirmaður net-
reksturs RARIK á Norðurlandi, segir
fyrirtækið hafa tekið yfir rekstur raf-
veitu á Húsavík á sínum tíma og því
ekki lagt strenginn. Samt sem áður sé
ábyrgðin þeirra. „Við munum taka til
skoðunar þetta mál í heild sinni og
skoða raflagnir á Húsavík. Það sem
gerist þarna er að gatan er lækkuð á
einhverju tímabili og því færist gatan
nær strengnum,“ segir Steingrímur.
Hann beinir einnig þeim til-
mælum til fólks að hafa samband
áður en farið er í framkvæmdir.
„Það er nokkuð algengt að farið sé í
gegnum strengi og við erum boðnir
og búnir til að aðstoða. Við mælum
með að einstaklingar hafi samband
við okkur og við skoðum stöðu
strengja svo hægt sé að varast þá,“
bætir Steingrímur við.
sveinn@frettabladid.is
Illa staðsettur kapall á
Húsavík olli lífshættu
Heppnin ein réð því að starfsmaður Garðvíkur gekk ómeiddur frá því að reka
steypustyrktarjárn í gegnum rafmagnskapal RARIK. Kapallinn var á átta senti-
metra dýpi. Lá þannig mun grynnra undir malbiki en reglugerðir segja til um.
Eins og sjá má á þessari mynd lá strengurinn aðeins rétt undir götunni.
Mynd/GuðMundur VilhjálMsson
Dómsmál Hæstiréttur staðfesti
í gær dóm Héraðsdóms Reykja-
víkur í máli sem kona höfðaði
gegn íslenska ríkinu. Krafðist við-
komandi þess að íslenska ríkið
viðurkenndi skaðabótaskyldu
vegna líkamstjóns sem hún varð
fyrir á hægri hendi í kjölfar læknis-
meðferðar á Landspítalanum árið
2001.
Sýknaði héraðsdómur ríkið af
kröfunni í fyrra en málskostnaður
var felldur niður, bæði í héraði og
Hæstarétti.
Í dómi Hæstaréttar var vísað til
þess að í matsgerð tveggja dóm-
kvaddra manna hefði því verið
lýst að haga hefði mátt meðferð
konunnar á annan hátt en gert
var. Þó hafi sönnun á því að mis-
tök sem gætu leitt til skaðabóta-
skyldu hefðu verið gerð ekki falist í
áliti mannanna, fremur en í öðrum
gögnum málsins. – þea
Ríkið ekki
skaðabótaskylt
2 5 . m a í 2 0 1 7 F I m m t u D a G u r2 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a ð I ð
1
3
-0
6
-2
0
1
7
1
0
:5
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
6
-C
E
5
4
1
D
1
6
-C
D
1
8
1
D
1
6
-C
B
D
C
1
D
1
6
-C
A
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
2
4
5
2
0
1
7
C
M
Y
K