Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Stærsta mál hverrar ríkisstjórnar er fjármálaáætlun sem er rammi utan um útgjöld og tekjuöflun samfélagsins til næstu fimm ára. Sú fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi afhjúpar dapra framtíðarsýn þess- arar óvinsælu stjórnar. Stjórnmálaflokkarnir fengu skýrar leiðbeiningar frá almenningi fyrir kosningar þegar ríflega 86.500 manns skrifuðu undir áskorun um verulega aukin framlög til heil- brigðisþjónustu. Því miður er þeirri áskorun ekki mætt. Til dæmis er ekki gert ráð fyrir að mæta uppsafnaðri viðbótar- fjárþörf Landspítalans þó að allar upplýsingar liggi fyrir um hana frá stjórnendum spítalans. Í staðinn leggur meirihluti fjárlaganefndar til að spítalanum verði skipuð pólitísk stjórn. Háskólarnir bera skarðan hlut frá borði. Fjármála- ráðherra hefur beinlínis lýst þeirri framtíðarsýn að stefnt verði að „heilbrigðri fækkun“ háskólanema. Aukning til háskólanna felur fyrst og fremst í sér nýja húsbyggingu sem hefði verið mun ódýrara að ljúka við fyrir nokkrum árum en aukningin verður engin árið 2018 og aðeins 2,1% árið 2019. Þetta er fjarri samþykktum markmiðum Vísinda- og tækniráðs. Þetta er líka fjarri því sem talað var um fyrir kosningar. Í ágúst síðastliðnum samþykkti þáverandi meirihluti Alþingis fjármálaáætlun. Tekist var á um margt í þeirri áætlun en þar var þó skýrt sagt að áætluð hagræðing vegna ákvörðunar ráðherra um að stytta nám til stúdentsprófs myndi skila sér til skólanna. Í núverandi áætlun verða þessi framlög orðin ríflega 1,4 milljörðum lægri árið 2021 en í síðustu áætlun. Varla þarf að taka fram að flokkarnir voru þöglir um þennan niðurskurð fyrir kosningar. Enn vantar fullnægjandi greiningu á áhrifum skatta- breytinga á ferðaþjónustu og varhugavert er að lækka efra þrep virðisaukaskatts í þeirri þenslu sem nú er í íslensku samfélagi. Í stuttu máli byggist þetta stærsta plagg ríkis- stjórnarinnar á veikum tekjugrunni og snýst um óboðaðan niðurskurð en ekki þá uppbyggingu íslensks velferðarsam- félags sem almenningur kallaði eftir í seinustu kosningum. Við Vinstri-græn leggjumst gegn þessari áætlun því að hún er ekki aðeins metnaðarlaus heldur beinlínis skaðleg. Við viljum samfélagsuppbyggingu fyrir alla og sanngjarna tekjuöflun. Það er hægt. Nefnd í stað fjármagns Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri-grænna Sú fjármála- áætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi afhjúpar dapra framtíðarsýn þessarar óvinsælu stjórnar. Allur borðbúnaður fyrir veitingahús gsimport.is 892 6975 Sveiflur eru óhjákvæmi- legur fylgi- fiskur ís- lensku krónunnar. Beint í vasa sveitarfélaganna Fasteignaverð á höfuðborgar­ svæðinu hefur hækkað um 23 prósent á síðustu tólf mánuðum. Þetta þýðir að íbúð sem kostaði 40 milljónir í maí í fyrra kostar í dag rétt innan við 50 milljónir. Á þessu græða helst fasteignasalar, verktakar og svo sveitarfélögin sem fá hærri fasteignagjöld með hækkun fasteignamats. Við hin, sem flest teljumst til millistéttar­ aulanna, borgum hins vegar brúsann. Það er á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga að bregðast við stöðunni. Þess vegna verður fróð­ legt að sjá hvaða aðgerðir verða kynntar í næstu viku til að takast á við þann vanda sem blasir við vegna skorts á íbúðarhúsnæði. Sigmundur á nýjum vettvangi Sigmundur Davíð Gunnlaugs­ son boðar stofnun nýs þjóð­ málafélags. Hann segir nýja félagið vera að „skapa vettvang fyrir frjálsa umræðu fyrir hin ýmsu samfélagsmál, þar sem hægt verði að koma á fram­ færi hugmyndum og lausnum við þeim vandamálum sem samfélagið stendur frammi fyrir …“, eins og hann orðaði það í samtali við blaðamann mbl.is. Sjálfur segist hann ekki ætla að stefna að klofningsframboði frá Framsóknarflokknum. Trúi því hver sem vill, en reynslumikill stjórnmálamaður í fullu fjöri hlýtur að stefna að einhverju öðru en að mynda kjaftaklúbb. jonhakon@frettabladid.is Svikalogn Það er eitt af fjórum yfirlýstum hagstjórnar-markmiðum ríkisstjórnarinnar að sporna gegn frekari styrkingu krónunnar. Þetta kemur fram í glærukynningu á ríkisfjár-málaáætlun 2018-2022 sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti hinn 31. mars síðastliðinn. Síðan þá hefur ráðherrann reglulega endurtekið þetta í viðtölum við fjölmiðla. Það er heiðarlegt af ráðherranum að segja beint út að ríkisstjórnin vilji vinna gegn frekari styrkingu krón- unnar. Þetta markmið endurspeglast líka í stefnunni. Þannig hefur fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu ekki þann tilgang einan að afla tekna í ríkissjóð heldur einnig að sporna gegn frekari gengisstyrkingu með því að hægja á örum vexti ferða- þjónustunnar. Hins vegar er ekki víst að meginþorri launafólks sé ráðherranum sammála. Það er nefnilega gott að hafa tekjur í íslenskum krónum í dag því inn- flutt vara og þjónusta er miklu ódýrari en hún var. Það er ódýrara að kaupa matvöru, fatnað og raftæki og það kostar minna að fara í frí til útlanda. Samtök atvinnulífsins hafa miklar áhyggjur af styrk- ingu krónunnar. „Ef þú ert staddur í miðju góðæri og ert með þrjár af stærstu greinunum, sjávarútveg, ferðaþjónustu og iðnað, í mjög erfiðu árferði, hver er þá undirstaða góðærisins? Ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri SA, í samtali við þetta blað í gær. Halldór vill sjá hraðari lækkun vaxta hjá Seðla- bankanum. Það myndi skapa hvata fyrir innlenda fjár- festa til að fara út með krónur sínar sem myndi sporna gegn innflæði gjaldeyris í hagkerfið. Áhyggjur framkvæmdastjóra SA eru skiljan- legar enda bitnar of mikil styrking krónunnar illa á útflutningsfyrirtækjum. Hins vegar er dálítið bros- legt að fylgjast með forsvarsmönnum fyrirtækja í stærstu útflutningsgreinunum kvarta yfir of mikilli gengisstyrkingu krónunnar. Íslenskur sjávarútvegur hagnaðist um 287 milljarða króna samtals á árunum 2009 til 2015. Ferðaþjónustufyrirtækin í landinu hafa á síðustu árum malað gull á vexti ferðaþjónustunnar. Þessi umræða um of mikla gengisstyrkingu krón- unnar og að grípa þurfi til aðgerða vegna hennar var fyrirsjáanleg. Þetta gerist alltaf þegar krónan sveiflast upp eða niður. Þá hefst umræða um að það þurfi að skipta um gjaldmiðil eða breyta um peningastefnu. Sveiflur eru óhjákvæmilegur fylgifiskur íslensku krónunnar. Stjórnvöld verða að virða sveiflurnar upp og niður ef það á að standa vörð um sjálfstæðan gjald- miðil. Það er engin sanngirni í því að beita hagstjórn- artækjum gegn frekari styrkingu þegar launafólk þessa lands hefur þurft að þola mörg ár af sársauka vegna veikrar krónu. Mörg fyrirtæki sem reiða sig á innflutn- ing vöru og þjónustu fóru illa út úr banka- og gjald- eyrishruninu. Þau fyrirtæki í útflutningsgreinum sem þola ekki tímabundna gengisstyrkingu krónunnar og eru ekki í stakk búin til að mæta sveiflunum eiga að mæta örlögum sínum án sérstakra inngripa ríkis- valdsins. Fyrirtækin í landinu og launafólk eiga að sitja við sama borð. 2 5 . m a í 2 0 1 7 F I m m T U D a G U R12 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð I ð SKOÐUN 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -F 0 E 4 1 D 1 6 -E F A 8 1 D 1 6 -E E 6 C 1 D 1 6 -E D 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 4 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.