Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 52
Alien: Covenant
HHHHH
Leikstjóri: Ridley Scott
Framleiðendur: Ridley Scott, David
Giler, Walter Hill
Handrit: John Logan, Dante Harper
Aðalhlutverk: Michael Fassbender,
Katherine Waterston, Billy Crudup,
Danny McBride
Í kvikmyndasögunni eru fáar geim-
verur sem eiga sér álíka goðsagna-
kennda hönnun og „xenomorph“
veran frá málaranum H. R. Giger
heitnum, sem fyrst birtist í hinni
upprunalegu klassík Ridleys Scott
frá 1979.
Alien-myndabálkurinn hefur
síðan þá farið í gegnum margar
stökkbreytingar en ekki getið af sér
neitt sem teljast mætti stórkostlegt
frá því að James Cameron tók við.
Þó hafa ýmsar afbrigðilegar og sér-
stakar tegundir hugmynda sprottið
upp úr þessari seríu.
Scott hafði ekki komið að
vísindaskáldsögu í áratuga-
raðir þegar hann sneri svo
aftur til seríunnar árið
2012 með upphafssög-
unni Prometheus.
Sú reyndist vera allt
öðruvísi kvikindi en
aðdáendur áttu von á;
hlaðin vangaveltum
um trú, guði og tengsl
manneskjunnar við
slíka þætti svo dæmi
séu nefnd. Eftir að
myndin hlaut vægast
sagt umdeildar við-
tökur var ljóst að bæði
leikstjórinn og fram-
leiðendur ákváðu að
nálgast framhaldið með
gamla vinklinum.
Í byrjun þessarar
sögu vakna áhafnar-
meðlimir nýlenduskipsins
Covenant fyrir mikla tilviljun
af völdum stjörnublossa og
verða stuttu síðar varir við
skilaboð frá óþekktri plánetu.
Þessi umrædda pláneta virðist
við fyrstu sýn geta boðið upp
á ný heimkynni, þannig að
ákveðið er að taka áhættuna
og kanna umhverfið nánar. En
hvað það er sem gæti þarna
beðið þeirra er auðvitað bara
byrjunin á gleðskapnum.
Með myndinni Alien:
Covenant er reynt að brúa
bilið á milli forverans, Prom-
etheus, og fyrstu Alien-
myndarinnar. Í henni er allt
reynt til að láta hana fylgja
formúlu upprunalegu
myndarinnar en í senn
halda áfram að stúdera sömu
hugmyndir og Prometheus
gerði. Alien: Covenant spilast
á margan hátt út eins og tvær
bíómyndir sem hefur verið
klesst saman í eina; Prom-
etheus framhaldið og Alien
„endurgerðin“.
Margt væri hægt að nefna
sem fór úrskeiðis með
útkomuna á Prometheus, en
leikstjórinn spurði stórrar
spurningar og hafði góða
hugmynd um hvernig sögu
hann vildi segja. Þegar Alien:
Covenant er sett fram sem
beint framhald af henni er
hugað að þemum eins og
sköpun, dauðanum, fjölskyldu-
tengslum og mannlegu leitinni að
eigin tilgangi.
Þegar gamla uppskriftin tekur
við breytist þetta í staðlaða
skrímslamynd, sem dregin er niður
af grunnum persónum sem taka oft
á tíðum óskiljanlegar ákvarðanir.
Yfirleitt er viss greindarskerðing
fígúra eðlilegur fylgihlutur hryll-
ingsmynda en í undanförnum
Alien-myndum hefur þetta verið
sérlega áberandi vandamál.
Subbuskapurinn er til staðar
en gæsahúðin takmörkuð. Það
breytir því samt ekki að Scott, sem
í ár stígur á níræðisaldurinn, hefur
engu tapað hvað auga og hæfileika
varðar og skapar stóra, flotta bíó-
heima og þrúgandi andrúmsloft.
Scott sækir auðvitað í öll brögðin
sem hann kom sjálfur með við
upphaf seríunnar en daðrar einn-
ig við lífsspeki og þemu sem minna
gjarnan á Blade Runner. Afþrey-
ingargildið í heildina sér annars
vegar um að bæta upp fyrir holur
handritsins og aðra hnökra, þó ekki
allar. Lokahlutinn er reyndar örlítið
flýttur og fyrirsjáanlegur, þó segja
megi – án þess að spilla – að blá-
endirinn sé hressilega djarfur.
Katherine Waterston er sterk og
sannfærandi í hlutverki sem er til
þess sniðið að kalla eftir saman-
burði við Sigourney Weaver, en
það hefði verið fínt að fá að kynn-
ast persónunni betur. Svipað má
segja um stórgóðan Billy Crudup,
eða jafnvel Danny McBride, sem
kemur á óvart með mýkri,
viðkunnanlegri hlið eftir að
hafa sérhæft sig í hlutverki
skíthæla.
Enginn kemur betur út
úr þessari mynd heldur en
Michael Fassbender og tveir
af honum eru víst betri en
einn. Þetta er algjörlega hans
saga og hann er stórkostlegur
sem gervimennin Walter, sá
hlýðni, og hinn óútreiknan-
legi David.
Bestu augnablikin í Alien:
Covenant eru samt ekki
skrímslasenurnar, heldur
þessar litlu, hljóðlátu þar sem
Fassbender veltir lífinu og til-
verunni fyrir sér, stundum á
móti sér sjálfum. Súra sjónin
að sjá einn Fassbender kenna
öðrum á flautuna sína er tær
hápunktur, af hæfilega tví-
ræðum ástæðum.
Tómas Valgeirsson
NiðurstAðA: Þunn blanda af
gömlum brögðum og nýjum hug-
myndum, en myndin er hröð, myrk,
listilega gerð og Fassbender er hrein
gersemi.
Töff skepnur og gervimenni í tilvistarkreppu
Alien: Covenant fær þrjár af fimm
stjörnum. NORDICPHOTOS/AFP
Danny McBride
sýnir nokkuð
mjúka hlið í
þessari mynd.
NORDICPHOTOS/
AFP
Michael Fass-
bender er
stórkostlegur í
hlutverki sínu
sem Walter. NOR-
DICPHOTOS/AFP
NICOTINELL LYFJATYGGIGÚMMÍ
Ertu að hætta að reykja?
Veistu hvaða bragðtegund hentar þér?
Nicotinell Classic/Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis
eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Nicotinell-6-bragdtegundir-5x10 copy.pdf 1 11.5.2017 09:54
2 5 . m A í 2 0 1 7 F i m m t u D A G u r32 m e N N i N G ∙ F r É t t A B L A ð i ð
Bíó
1
3
-0
6
-2
0
1
7
1
0
:5
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
1
6
-E
2
1
4
1
D
1
6
-E
0
D
8
1
D
1
6
-D
F
9
C
1
D
1
6
-D
E
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
4
5
2
0
1
7
C
M
Y
K