Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 18
Það er fagnaðarefni að Samtök atvinnulífsins hafi áhuga á að stytta bilið á milli þeirra níu mánaða sem foreldrar fá í fæðingar­ orlofi og þess tíma sem börn þeirra komast inn á leikskóla. En það er miður að eina lausnin sem samtökin koma auga á sé að setja níu mánaða gömul börn á leikskóla í stað þess að styðja augljósar leiðir til að lengja þann tíma sem ungbörn fá með for­ eldrum sínum í fæðingarorlofi. Markmiðin með lögum um fæð­ ingarorlof er tvíþætt. Annars vegar tryggja lögin réttindi barna til sam­ vista við báða foreldra sína. Ég efast um að margir séu þeirrar skoðunar að það sé betra fyrir níu mánaða gömul börn að fara strax á leikskóla frekar en að vera áfram í umsjá for­ eldra sinna. Hins vegar eiga lögin um fæð­ ingaroflof að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Því markmiði hafa lögin ekki náð og með niðurskurði undanfarinna ára hafa þau færst fjær því mikilvæga markmiði. Raunin er sú að núverandi skipan fæðingaror­ lofs og framboð dagvistunarúrræða þegar orlofinu lýkur leiðir til þess að konur axla meginábyrgðina á umönnun ungra barna, í stað þess að foreldrarnir deili þeirri ábyrgð jafnt. Rannsóknir sýna að þetta hefur ótví­ rætt neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum um fæðingar­ orlof eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða fæðingarorlofi. Bæði mæður og feður eiga rétt á þremur mánuð­ um hvort, en að auki fá foreldrarnir svo þrjá mánuði sem þeir geta ráð­ stafað að vild. Almennt taka mæður sína þrjá mánuði og að auki alla þrjá sameiginlegu mánuðina. Aðeins um þrír af hverjum fjórum feðrum taka fæðingarorlof yfir höfuð. Þeir sem það gera taka að meðaltali einungis um 2,5 mánuði, samkvæmt bráða­ birgðatölum frá Fæðingarorlofssjóði. Margra mánaða óvissa eftir fæðingarorlofið Að loknu fæðingarorlofi tekur við bið þar til börnin komast að á leik­ skóla, svokallað umönnunarbil. Ríkið hefur hingað til skilað auðu þegar kemur að leikskólavist. Engar kvaðir eru settar á sveitarfélögin um hversu gömul börn á að taka inn á leikskóla. Að meðaltali eru börn um 20 mánaða þegar þau komast inn á leikskóla. Umönnunarbilið er mis­ langt eftir því hvar á landinu fólk er búsett. Áætla má út frá tölum frá Hagstofu Íslands að börn séu að meðaltali 12 til 15 mánaða þegar þau komast í dagvistun hjá dagforeldrum eða á leikskóla. Samanlagt fæðingarorlof foreldra er hins vegar aðeins níu mánuðir. Bilið sem foreldrar þurfa að brúa er því að meðaltali þrír til sex mánuðir og í sumum tilfellum, til dæmis hjá einstæðum foreldrum, mun lengra. Ekki aðeins taka mæður almennt lengra fæðingarorlof en karlar, þær axla einnig frekar ábyrgðina á því að brúa þetta umönnunarbili en karlar. Ef barn fær dagvistun strax við 12 mánaða aldur má gera ráð fyrir því að móðirin hafi verið frá vinnu í 9,5 mánuði en faðirinn einungis í 2,5 mánuði. Sé stjórnvöldum alvara með áherslu á kynjaða hagstjórn og sé fjárlagagerð raunverulegt tæki til að ná fram jafnrétti kynjanna er augljóst að verulegar úrbætur á fæðingarorlofsmálum og framboði dagvistunar að loknu orlofi hljóta að vera brýnt verkefni stjórnvalda. Lengjum fæðingarorlofið og eyðum umönnunarbilinu Kröfur BSRB eru skýrar. Lengja þarf fæðingarorlofið í 12 mánuði og tryggja öllum börnum öruggt dag­ vistunarúrræði að því loknu. Þetta er ekki aðeins krafa BSRB heldur einnig krafa allra heildarsamtaka launafólks, fjármála­ og efnahags­ ráðuneytisins, mennta­ og menn­ ingarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og velferðar­ ráðuneytisins. Það kemur skýrt fram í skýrslu starfshóps um framtíðar­ stefnu stjórnvalda í fæðingarorlofs­ málum sem kom út í mars 2016. Með þessum breytingum væri hægt að stíga mikilvæg skref í átt að fjölskylduvænna samfélagi. Þannig yrðu réttindi barna og foreldra þau sömu og í þeim velferðarríkjum sem við viljum bera okkur saman við á Norðurlöndunum. Reynslan sýnir að það hefur reynst vel að deila fæðingarorlofinu niður á báða foreldra, að því gefnu að hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi séu nægilega háar. Lengra orlof feðra myndi því skila jafnari skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra. Það er lykillinn að því að jafna ábyrgð foreldra þegar kemur að umönnun barna og mun stuðla að því að fjarvera karla og kvenna frá vinnumarkaði vegna barneigna verði jafn löng og áhrifin af tíma­ bundnu brotthvarfi af vinnumarkaði þau sömu. Engin önnur úrræði eru í sjón­ máli sem geta haft sömu áhrif. Það er óásættanlegt að fjarvera kvenna frá vinnumarkaði í hálft ár eða meira vegna fæðingarorlofs þyki sjálfs­ sögð en viðhorfið virðist ekki jafn jákvætt gagnvart körlum. Eru karlar meira ómissandi af vinnumarkaði en konur? Eru karlar meira ómissandi af vinnumarkaði en konur? Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Kröfur BSRB eru skýrar. Lengja þarf fæðingarorlofið í 12 mánuði og tryggja öllum börnum öruggt dagvistunar­ úrræði að því loknu. Fyrrverandi ríkisstjórn Fram­sóknar og Sjálfstæðisflokks gumaði mikið af því, að hún gerði einhver ósköp fyrir aldraða og öryrkja frá áramótum. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem voru í hjónabandi og sambúð hækkaði þá um 12 þúsund krónur á mánuði og um 23 þúsund á mánuði hjá ein­ hleypum öldruðum. Hér er átt við þá, sem hafa eingöngu tekjur frá TR. Ég hef kallað þessar „kjarabætur“ hungurlús. Töldu hungurlúsina of mikla kjarabót En stjórnvöld töldu þessa hungurlús of mikla kjarabót. Hún var því tekin strax til baka, m.a. með skerðingu húsaleigubóta. Fyrir áramót var hámark húsaleigubóta 22.000 kr. Þeir sem voru með tekjur sínar eingöngu eða að stærstum hluta frá TR voru með óskertar húsaleigu­ bætur, þar sem greiðslur skv. lögum um almannatryggingar skertu ekki bæturnar. Því var breytt frá ára­ mótum. Þá var farið að reikna allar greiðslur frá Tryggingastofnun til líf­ eyrisfólks með tekjum við útreikn­ ing húsaleigubóta. Öll áramótakjarabótin tekin aftur Í dag er upphæð húsaleigubóta 31.000 kr. fyrir einn í heimili. Tekjuskerðing byrjar við 281.083 kr. á mánuði. Eldri borgari hafði samband við mig og skýrði mér frá stöðunni hjá sér. Hann hækk­ aði í 230 þúsund á mánuði frá TR um áramót (um 23 þús.). Auk þess hefur hann greiðslu úr lífeyris­ sjóði sem er talsvert innan við 100 þúsund á mánuði. Maður þessi var með húsaleigubætur en vegna aukinnar skerðingar frá áramótum sætti hann niðurskurði húsaleigu­ bótanna, þannig að ríkisvaldið tók alla „kjarabótina“ af honum. Þannig fór um áramótakjarabótina hans. Vaxtabætur (og barnabætur) lækkaðar um 57,7 milljarða Ákvæði um hærri vaxtabætur féllu úr gildi 1. janúar 2014. Alls lækkuðu vaxtabætur (og barnabætur) um 57,7 milljarða 2014. Framangreind­ ar breytingar hafa leitt til þess, að fjölmargir aldraðir og öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu og miklu meiri en nemur þeim litlu kjarabótum sem þeir hafa fengið. Sem dæmi má nefna, að lífeyris­ þegi var með tæpar 200 þúsund í vaxtabætur en í dag fær hann engar vaxtabætur. Þær hafa verið þurrk­ aðar út. Þetta er veruleg kjaraskerð­ ing hjá honum. Það sem hér hefur verið rakið um aukna skerðingu húsaleigubóta og lækkun vaxtabóta hefur valdið öldr­ uðum verulegri kjaraskerðingu. Auk þess hafa komugjöld í heilbrigðis­ þjónustu aukist, meira að segja eftir að nýtt greiðsluþak tók gildi. Dæmi um slíka hækkun: Eldri borgari þurfti að greiða 6.600 kr. fyrir við­ tal við sérfræðing og blóðrannsókn eftir að nýja kerfið tók gildi. Það var 77% hækkun frá því hann fékk síðast slíka þjónustu. Ríkið tók alla „kjarabótina“ til baka! Björgvin Guðmundsson viðskipta­ fræðingur Ákvæði um hærri vaxta­ bætur féllu úr gildi 1. janúar 2014. Alls lækkuðu vaxta­ bætur (og barnabætur) um 57,7 milljarða 2014. Framan­ greindar breytingar hafa leitt til þess, að fjölmargir aldr­ aðir og öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu og miklu meiri en nemur þeim litlu kjarabótum sem þeir hafa fengið. 2 5 . m a í 2 0 1 7 F I m m T U D a G U R18 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð I ð Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? GUM eru hágæða tannvörur tannlæk nar mæla m eð GUM tannvör um ... fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum allar upplýsingar á www.icecare.is Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is ÁRGERÐ 2017 Á FRÁBÆRU VERÐI! ALLT FYRIR HEIMILIÐ Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri - Vanræktu ekki viðhaldið - Allt til kerrusmíða 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -D 8 3 4 1 D 1 6 -D 6 F 8 1 D 1 6 -D 5 B C 1 D 1 6 -D 4 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 4 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.