Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 26
Það tók smá tíma að útfæra þau þar til ég varð sátt við útkom- una enda hafði ég gengið með þessa hugmynd í maganum lengi. Jóhanna Ey Harðardóttir Starri Freyr Jónsson starri@365.is Litfögur bindi úr fiskileðri voru meðal þeirra hönnunarvara sem voru til sýnis á Handverki og hönnun sem haldin var í Ráð- húsi Reykjavíkur í upphafi þessa mánaðar. Bindin eru hugarfóstur fatahönn- uðarins Jóhönnu Eyjar Harðardóttur sem útskrifaðist frá Köbenhavns mode- og design- skole árið 2009. Undanfarin ár hefur hún hannað ýmsar flíkur á borð við kjóla og kápur en fyrir þremur árum hóf hún að prófa sig áfram með nýtingu á fiskileðri. „Ég hef alltaf verið að vinna með fiskileður inn á milli en á þessum tímapunkti fór ég að skoða hvaða möguleikar væru í stöðunni varðandi leðrið. Síðasta haust fór ég að vinna að sniði á bindi og prófa mig áfram með mismunandi týpur af leðri. Öll bindin eru úr laxaleðri, fóðruð með hrásilki. Það tók smá tíma að útfæra þau þar til ég varð sátt við útkomuna enda hafði ég gengið með þessa hugmynd í maganum lengi.“ Góðar móttökur Í febrúar árið 2010 tók Jóhanna Ey þátt í Bridge to Innov- ation sem var liður í tískuviku Kaupamannahafnar fyrir unga og upprennandi hönnuði. „Þar sýndi ég fyrstu línuna sem ég hannaði og kynnti hana einnig á Handverki og hönnun í nóvember sama ár. Sú lína fékk góðar móttökur og voru kápurnar í þeirri línu sérstaklega vinsælar. Vorið 2011 tóku barn- eignir við og þá tók ég aðeins að mér sérverkefni eins og útskriftar- og brúðarkjóla. Veturinn 2015 til 2016 byrjaði ég svo af fullum krafti að vinna meira að fatahönnun aftur.“ Full af hugmyndum Jóhanna Ey segist alltaf hafa haft þörf fyrir að skapa og kanna nýjar slóðir. Nú stundar hún nám í hús- gagnasmíði og líkar afar vel við námið. „Þegar ég sótti um fata- hönnunarnámið datt mér ekki í hug að þetta væri eitthvað sem ég gæti svo unnið við í framtíðinni. Frekar tengdi ég námið við áhuga minn á því að sauma, teikna og skapa nýja hluti. Þegar ég byrjaði í skólanum áttaði ég mig á því að námið var mikið meira en bara það, mér finnst þetta svo ótrúlega gaman að ég hef ekki viljað gera annað síðan.“ Hún stefnir á að koma með fleiri vörur á markað úr fiskileðri á næstunni. „Svo er kollurinn upp- fullur af spennandi hugmyndum og munu einhverjar þeirra líta dagsins ljós á næstunni.“ Hönnun Jóhönnu má skoða á www.jey.is. Kannar nýjar og spennandi slóðir Bindin, sem eru unnin úr laxaleðri og fóðruð með hrásilki, eru falleg og litrík. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Jóhanna Ey Harðardóttir fatahönn- uður. MYND/GUNNHILDUR GÍSLADÓTTIR Fatahönnuðurinn Jóhanna Ey hefur lengi unnið með fiskileður. Síðasta haust hóf hún að hanna bindi úr laxaleðri sem eru fóðruð með hrá- silki. Bindin sýndi hún á Handverki og hönnun. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Sumar Buxur :-) Kvartbuxur kr. 6.900.- Str. 36-52 2 litir Síðar buxur Kr. 7.900.- Str. 36-52 7 litir ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum Fa rv i.i s // 0 51 7 KRINGLUNNI | 588 2300 KJÓLL 5.995 Til í s vör tu, hvítu og coral 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . m a í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 7 -0 E 8 4 1 D 1 7 -0 D 4 8 1 D 1 7 -0 C 0 C 1 D 1 7 -0 A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 2 4 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.