Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 10
Samanlagður eignarhlutur einka- fjárfesta og hlutabréfasjóða í VÍS, þegar aðeins er litið til þeirra hlut- hafa sem eiga eitt prósent eða meira í tryggingafélaginu, er um 38 prósent á meðan lífeyrissjóðir eiga samtals um 35 prósenta hlut. Á sama tíma og sumir lífeyrissjóðir hafa upp á síð- kastið verið að minnka eignarhlut sinn í félaginu, fyrst og fremst Gildi, þá hafa einkafjárfestar og erlendir hlutabréfasjóðir gert sig meira gild- andi innan hluthafahópsins. Á meðal einkafjárfesta sem hafa nýlega bæst í hluthafahóp VÍS er Sigurður Sigurgeirsson, fyrrverandi byggingaverktaki í Kópavogi, en hann á 1,2 prósenta hlut í VÍS í gegn- um félagið NH fjárfestingu, sam- kvæmt lista yfir alla hluthafa trygg- ingafélagsins síðastliðinn mánudag, sem Fréttablaðið hefur séð. Það gerir hann að 21. stærsta hluthafa VÍS og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins er sá hlutur metinn á rúm- lega 310 milljónir. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins eignaðist Sig- urður hlutinn fyrr í þessum mánuði. Það er hins vegar innkoma erlendra hlutabréfasjóða sem hefur sett hvað mest mark sitt á hluthafa- hóp VÍS á undanförnum mánuðum. Samkvæmt nýjasta hluthafalista VÍS eiga sjö erlendir sjóðir, sem eru á vegum þriggja eignastýringar- fyrirtækja, samanlagt um 6,2 pró- senta hlut í tryggingafélaginu. Þar munar mestu um sjóði í stýringu Eaton Vance og Miton Group, sem hafa verið umsvifamiklir í fjárfest- ingum í mörgum skráðum félögum í Kauphöllinni á síðustu mánuðum og misserum, en auk þess á sjóður á vegum Pacific Life Fund 0,65 pró- senta hlut í VÍS. Enginn þessara sjóða var á hluthafalista VÍS í árslok 2016. Samanlagt markaðsvirði þess hlutar sem er í eigu erlendra hluta- bréfasjóða er um 1.600 milljónir. Selja vegna stjórnarhátta Miklar deilur hafa staðið yfir innan stjórnar og hluthafahóps VÍS í kjöl- far þess að Svanhildur Nanna Vig- fúsdóttir felldi Herdísi Fjeldsted úr stóli stjórnarformanns eftir aðalfund VÍS í mars síðastliðnum. Þau átök hafa öðrum þræði snúist um ólíkar áherslur annars vegar fulltrúa líf- eyrissjóðanna og hins vegar helstu einkafjárfesta félagsins. Tveimur vikum eftir aðalfund sagði Herdís, sem var studd af Lífeyrissjóði versl- unarmanna, sig úr stjórn félagsins. Í kjölfarið lét hún hafa það eftir sér að sú ákvörðun hefði verið vegna ágreinings um vinnubrögð og stjórn- arhætti og sagði að nýr stjórnarfor- maður hefði viljað að stjórnin myndi hafa aukna aðkomu að einstökum fjárfestingum félagsins. Svanhildur hefur sagt þær ásakanir „rakalausar“. Brotthvarf Herdísar hefur haft eftirmála en Gildi lífeyrissjóður, sem var þangað til fyrir skemmstu einn af stærstu hluthöfum VÍS, hefur að undanförnu minnkað hlut sinn í félaginu úr 7,1 prósenti í 2,7 prósent og hefur framkvæmdastjóri sjóðsins sagt að það hafi verið gert vegna þess að honum „hugnaðist ekki stjórnar- hættir sem höfðu viðgengist í VÍS“. Á meðal þeirra sem hafa keypt hluti af Gildi er Arion banki en þegar listi yfir 20 stærstu hluthafa VÍS var birtur í lok síðustu viku var bankinn þar skráður með 2,45 prósenta hlut. Á síðustu vikum hafa fjárfestar, sem samanstanda einkum af einka- fjárfestum, falast eftir því að kaupa stóran hluta af bréfum Lífeyrissjóðs verslunarmanna í VÍS en sjóðurinn er stærsti einstaki hluthafi félags- ins með 9,7 prósenta hlut. Þann- ig greindi Vísir frá því síðastliðinn fimmtudag að lífeyrissjóðurinn hefði fengið kauptilboð í 100 millj- ónir hluta í eigu sjóðsins, eða sem jafngildir 4,3 prósenta hlut í VÍS, en því var hins vegar hafnað. Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, lét hafa það eftir sér í Við- skiptaMogganum fyrr í þessum mánuði að það væri „engin launung á því að við höfum verið hugsi yfir stöðu mála í VÍS“ og vísaði þá til ummæla Herdísar Fjeldsted, fyrr- verandi stjórnarformanns, um óeðli- lega stjórnarhætti innan félagsins. Hafa notið stuðnings Stefnis Stærstu einkafjárfestarnir í VÍS eru hjónin Svanhildur og Guðmundur Örn Þórðarson, Sigurður Bollason og fjárfestingatfélagið Óskabein. Þessi hópur, sem náði að tryggja sér meiri- hluta í stjórn eftir síðasta aðalfund, á um 22 prósenta hlut í VÍS en hann hefur einnig meðal annars notið stuðnings sjóðastýringarfyrirtækis- ins Stefnis en sjóðir þess eiga tæplega sex prósent í VÍS. Rétt er að geta þess að sumir einkafjárfestar í VÍS eiga talsverða hlutafjáreign í gegnum safnreikning Virðingar sem er skráð með 6,9 prósenta hlut í félaginu. hordur@frettabladid.is Einkafjárfestar og sjóðir stærstir í VÍS Einkafjárfestar og hlutabréfasjóðir eiga samanlagt 38 prósent í tryggingafélaginu þegar litið er til hluthafa með meira en eitt prósent í VÍS. Erlendir sjóðir eignast sex prósent á árinu. Sigurður Sigurgeirsson er kominn í hóp stærstu hluthafa eftir kaup á 1,2 prósenta hlut. markaðurinn Í hópi stærstu hluthafa VÍS eru einkafjárfestar og hlutabréfasjóðir umsvifa- meiri en lífeyrissjóðir. Fréttablaðið/anton brink HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæwww.volkswagen.is Við látum framtíðina rætast. Passat GTE. Hlaðinn fjölskyldubíll með fimm ára ábyrgð. Volkswagen Passat GTE er jafnvígur á rafmagn og bensín. Þú kemst flestra þinna ferða á raforkunni einni saman, en í langferðum tekur sparneytin bensínvélin við. Snerpan og mýktin sem hann býr yfir gerir aksturinn að hreinni skemmtun. Láttu framtíðina rætast og skiptu yfir í Passat GTE. Verð frá 4.770.000 kr. Rafmagn, bensín og hrein skemmtun. 2 5 . m a í 2 0 1 7 F I m m T U D a G U R10 F R é T T I R ∙ F R é T T a B L a ð I ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 7 -0 4 A 4 1 D 1 7 -0 3 6 8 1 D 1 7 -0 2 2 C 1 D 1 7 -0 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 4 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.