Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 35
Líklega myndu fæstir láta bjóða sér að drekka drulluskítugt vatn en þegar kemur að lofti virðist allt annað vera uppi á teningnum. Kannski vegna þess að skíturinn er ekki jafn sýnilegur í lofti. Samt sem áður þá hefur það loft sem við öndum að okkur bein og varanleg áhrif á heilsu okkar,“ segir Tómas Hafliðason, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Íshússins. Íshúsið er með eitt mesta úrval landsins af viftum og loftræstingum og hefur yfir 30 ára reynslu í þessum málum. Tómas segir hreint loft inni á vinnustöðum og inni á heimilum fólks grundvallaratriði sem eigi að vera gefið en sé það mjög oft ekki. Oft sé það í höndum starfsmanna að krefjast úrbóta. „Við eigum langt í land með að átta okkur á þeim áhrifum sem myglusveppur og önnur uppleyst efni í loftinu geta haft á heilsuna. Þrátt fyrir mikla vitundurvakningu, þá vantar að gripið sé til aðgerða. Það er ekki nóg að ræða bara um hlutina, það þarf að framkvæma. Það loft sem við öndum að okkur skiptir máli og mun hafa áhrif á heilsu okkur um aldur og ævi. Við myndum aldrei láta bjóða okkur skítugt vatn á vinnustaðnum, af hverju þá óhreint loft? Mygla er bara ein lítil birtingarmynd af óheil- brigðu lofti, fyrst og fremst vegna þess að við sjáum hana. Hvað með allt það sem við sjáum ekki? Skortur á viðhaldi eins og það sem við höfum séð í opinberum bygg- ingum hefur mikil áhrif á loftgæði í þeim og það er umhugsunarefni að við bjóðum fólki upp á þessar aðstæður. Það er löngu kominn tími á aðgerðir og þær þurfa ekki að vera dýrar, sé gripið nógu snemma inn í aðstæður.“ Loftræsting bjargar Tómas segir hægt að koma í veg fyrir gríðarlega mikil fjárútlát vegna raka og myglu með því að setja upp jafnvel bara einfalt loft- ræstikerfi, bæði á heimilum og á vinnustöðum. Það þurfi ekki að vera flókin aðgerð. „Málið er að í þeim tilfellum þar sem myglusveppur er þegar kominn fram erum við alltaf að tala um margfalt dýrari aðgerðir heldur en að vera einfaldlega með hlutina í lagi frá upphafi. Ef það eru ekki utanaðkomandi lekar sem þarf að eiga við þá er einfaldlega góð loftræsting númer eitt, tvö og þrjú sem skiptir máli. Þetta virðist verða sérstaklega mikið vandamál í húsnæði byggðu eftir 2000 og í húsnæði sem hefur verið tekið í notkun fyrir Airbnb. Við fáum daglega inn fólk sem er að koma til okkar of seint,“ segir Tómas. Einfalt rör flytur ferskt loft „Fólki finnst oft að það hljóti að vera flókin aðgerð að setja upp loft- ræstikerfi og miklar það fyrir sér. Loftræstikerfi sé eitthvað stórt og og fyrirferðarmikið en það þarf alls ekki að vera – þótt oft sé það nauð- synlegt. Einfaldasta loftræstikerfið sem við bjóðum upp á í Íshúsinu er í daglegu tali bara kallað Rörið, enda er það bara rör. Það eina sem þarf að gera er að koma því fyrir í útvegg, tengja það við rafmagn og allt er klárt. Kerfið dælir fersku lofti inn í rýmið í 60 sekúndur og dælir svo óhreina loftinu út í aðrar 60 sek- úndur, með því að nota varmann þá endurnýtir kerfið allt að 90% af varmanum. Viðkomandi fær ferskt loft inn án þess að tapa miklum hita. Hægt er að setja upp eitt eða mörg rör, eftir stærð og því sem við á. Með þessu er dregið úr raka og uppleyst eiturefni eru fjarlægð.“ Fjárfesting sem borgar til baka „Til langs tíma er loftræsting fjár- festing sem borgar sig alltaf marg- falt til baka, ekki bara í krónum og aurum, heldur líka heilsufarslega séð. Það er fljótt að hafa áhrif enda dveljum við 80% tímans innan- dyra,“ segir Tómas. „Rörið hentar best í minni rými en við eigum lausnir í öllum stærðum. Hvort sem þú þarft að þurrka, hreinsa, blása eða bæta loftið þá eigum við lausn. Við erum eiginlega með allt sem þú þarft á einum stað,“ segir Tómas. Tæki og tól fyrir verktaka Hafi hins vegar mygla þegar myndast býður Íshúsið tæki og tól til aðgerða fyrir verktaka. „Þá skiptir miklu máli að ganga strax til aðgerða og vera með réttu tækin ef komin er mygla. Verktakar verða að gæta sín á að dreifa mygl- unni ekki um allt hús og því eigum við til fyrir þá undirþrýstingsblás- ara og HEPA síur og annað, svo það sé hægt að framkvæma hreinsun án þess að valda meira tjóni og dreifa óþverranum,“ segir Tómas. Íshúsið er til húsa að Smiðjuvegi 4a Við eigum langt í land með að átta okkur á þeim áhrifum sem myglusveppur og önnur uppleyst efni í loftinu geta haft á heils- una. Þrátt fyrir mikla vitundarvakningu, þá vantar að gripið sé til aðgerða. Það er ekki nóg að ræða bara um hlutina, það þarf að framkvæma. Málið er að í þeim tilfellum þar sem myglusveppur er þegar kominn fram erum við alltaf að tala um margfalt dýrari aðgerðir heldur en að vera einfaldlega með hlutina í lagi frá upphafi. Ef það er ekki utanað- komandi leki sem þarf að eiga við þá er einfaldlega góð loftræsting númer eitt, tvö og þrjú sem skiptir máli. „Það loft sem við öndum að okkur skiptir máli og mun hafa áhrif á heilsu okkur um aldur og ævi. Við myndum aldrei láta bjóða okkur skítugt vatn á vinnustaðnum, af hverju þá óhreint loft?“ segir Tómas Hafliðason, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Íshússins. mynd/AnTon Brink myndir þú drekka óhreint vatn? Íshúsið býður úrval loftræsti- kerfa. Tómas Hafliðason seg- ir hreint loft jafn nauðsyn- legt og hreint drykkjarvatn. Koma má upp loftræstingu á einfaldan máta. kynninGArBLAÐ 7 F i m mT U dAG U r 2 5 . m a Í 2 0 1 7 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -E 7 0 4 1 D 1 6 -E 5 C 8 1 D 1 6 -E 4 8 C 1 D 1 6 -E 3 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 4 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.