Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 32
Það er gríðarlegt áfall að vera búinn að koma sér vel fyrir í fallegu húsi með fjölskyld- unni þegar í ljós kemur að húsið er óíbúðarhæft og dæmt ónýtt. Ingvar segir líðanina ólýsanlega. Þau standa í sömu sporum núna og þegar þetta mál komst fyrst í fréttir. Ekkert hefur gerst og þau vita því ekki nákvæmlega í hvaða sporum þau standa. „Málið kom upp þegar ég fór að slípa parketið hjá okkur,“ segir Ingvar sem er lærður smiður. „Þarna voru gamlar furufjalir í gólfi sem voru orðnar götóttar. Það var sem sagt búið að naga viðinn. Veggjatítlur sækja í mjúkan og rakan við, furan hentar því vel fyrir þær. Þetta getur gerst hvar sem er, í nýjum sem gömlum húsum, ef raki er í þeim. Veggjatítlur sækja í raka eins og myglan. Það eru þrjár leiðir fyrir veggjatítlu að berast, það er með húsgögnum, þær geta borist með smíðavið sem er uppsláttar- efni og svo geta þær flogið á milli húsa í tvær til þrjár vikur á ári. Það er yfirleitt í miðjum júní,“ útskýrir Ingvar. Falið vandamál „Veggjatítlan er yfirleitt staðbundin og hún þarf ekki að vera mjög hættuleg. Hún heldur sig gjarnan þar sem leki hefur verið, í bestu skilyrðum, mjúkum rökum viði í 20-24 stiga hita. Við sáum aldrei nein ummerki um veggjatítluna fyrr en framkvæmdirnar hófust. Þá kom einnig í ljós mikil mygla í þakinu. Húsið var tekið í gegn árið 1995 og hefur verið vel haldið við en svo virðist sem þakið hafi ekki loftað nægilega vel,“ segir Ingvar og bendir á að veggjatítlur geti líka komið upp í þaki á steinhúsum. „Þetta geta verið mjög falin vanda- mál.“ Ingvar bendir á að í gömlum, fúnum gluggum geti leynst veggja- títlur eða í hurðakörmum. Hann segist aldrei hafa séð veggjatítlur fyrr þótt hann hafi komið víða við í starfi sínu sem smiður. „Ég hef séð myglusvepp en ekki títlur. Ég veit að tvö hús hafa verið rifin í Hafnarfirði vegna veggjatítlu en oftast er hægt að gera við húsin. Það fer svolítið eftir því hvar þær hafa komið sér fyrir í húsnæðinu. Það er ekki örugg aðferð að eitra. Ég hef heyrt að það sé hægt að hita svæðið upp í 55 gráður og við það ættu þær að drepast. Einnig væri mögulegt að frysta í -25 gráður. Það er samt ekki hægt að gera við heilt hús. Þetta eru samt ekki 100 prósent öruggar aðferðir.“ Flókið ferli Ingvar og Anna hafa tekið ákvörð- un um að rífa húsið. „Við þurfum leyfi frá fjórum til fimm aðilum áður en ráðist verður í það. Húsið er friðað og það er alls konar vesen sem fylgir því. Lögum samkvæmt má ekki rífa hús fyrr en búið er að teikna nýtt á lóðinni. Eini mögu- leiki okkar í stöðunni er að rífa húsið og byggja nýtt eða fara á erfiðan leigumarkað. Húsgögnin ætlum við að setja í frystingu. Það sem okkur finnst verst er að það er engin viðbragðsáætlun til fyrir veggjatítlu. Ef húsið brennur eða verður fyrir snjóflóði eða öðrum hamförum fer ferli í gang. Við fáum hvergi svör hvert sem við leitum. Þetta er mjög flókin staða. Við höfum misst aleiguna og það er ekkert sem tekur við. Hafnarfjörður ætlar að styrkja okkur til að rífa húsið og fyrir nýju deiluskipulagi eða um 3,7 milljónir. Við vitum ekki hvað verður um lán sem hvílir á húsinu. Ef við fáum það ekki niðurfellt verður erfitt að byggja nýtt hús. Þetta er því mikil óvissa og mikið álag á okkur. Við ákváðum að fara til sálfræðings og fá áfallahjálp sem var mjög gott. Öll skref sem við höfum tekið hafa verið eigin frumkvæði. Nú gerist allt á snigilhraða og enginn talar við okkur að fyrra bragði. Fjármála- ráðherra sagði í viðtali að hann vilji skoða þetta mál. Við bíðum eftir símtali frá honum.“ Ending og umfang viðhalds húsnæðis hefur alla tíð skipt húseigendur miklu máli, en í seinni tíð hefur áhersla á innivist og áhrif húsnæðis á notendur þess verið vaxandi og er það ekki að ástæðulausu. „Hjá Mannviti lítum við á mygluvandamál sem hluta af loftgæðum innivistar en hún uppgötvast til dæmis oft vegna ólyktar,“ segir Kristján Guðlaugs- son, verkfræðingur hjá Mannviti. „Mygla er sjaldan ein á ferð og má líta á hana sem sjáanlega merkið um að aðstæður séu ekki eins og við viljum hafa þær.“ Áhrif raka „Með mikilli einföldun má segja að forsenda myglu sé raki. Ef allt er þurrt myglar ekkert. Það er mjög mikilvægt að fylgjast með raka í húsnæði, í hvaða formi sem hann kann að vera. Allir vita að vatn má ekki flæða um allt, en færri vita að þótt rakinn sé loftraki í ósýnilegu gufuformi getur mygla farið af stað í byggingarefnum,“ segir Kristján. Loftun húsnæðis mikilvæg „Gæði inniloftsins eru gríðarlega mikilvæg og hafa áhrif á heilsu okkar og velferð. Til að viðhalda gæðum innilofts er ekki hægt að gera of mikið úr mikilvægi þess að lofta húsnæði. Æskilegt er að loft- ræsta vel, með notkun vélrænnar og/eða náttúrulegrar loftræstingar. Með loftun bætum við meðal annars andrúmsloft, minnkum loftraka og mengun frá byggingar- efnum, myglu og fleiru,“ segir Alma Dagbjört Ívarsdóttir, sérfræðingur á sviði innivistar og hönnunar sjálfbærra bygginga. Viðbrögð og aðgerðir „Þegar fyrirtæki eða stofnanir leita til okkar byrjum við á því að spyrja notendur um líðan í húsnæðinu, hversu duglegir þeir eru að lofta og fleira í þeim dúr,“ segir Kristján. „Síðan eru mælitæki notuð til að leita að raka og annarri mengun. Þá eru niðurstöðurnar greindar og lagt faglegt mat á uppruna vandans. Lagðar eru fram tillögur að lagfæringum á húsnæðinu sem taka mið af notkun húsnæðisins. Þær taka bæði til hreinsunar og uppbyggingar skemmds efnis, en einnig getur til dæmis þurft að setja upp lágmarks loftræstingu til þess að tryggja loftun hús- næðisins.“ Þau Kristján og Alma segja líklega aldrei hægt að fullyrða að húsnæði sé alveg laust við myglu. „Það er ljóst að fyrir suma er mygla mikið vandamál og þess vegna leggjum við til að eftir að húsnæði hefur verið tekið aftur í notkun sé reglulega fylgst með líðan not- endanna. Verði einhvers óeðlilegs vart sé brugðist við með viðeigandi ráðstöfunum.“ Mygla er sjaldan ein á ferð og má líta á hana sem sjáanlega merkið um að aðstæður séu ekki eins og við viljum hafa þær. Elín Albertsdóttir elin@365.is Þau Alma og Kristján segja mikilvægt að fylgjast með líðan fólks í hverskyns húsakynnum. MYND/ERNIR Innivist er margþætt Mannvit veitir ráðgjöf á sviði mygluvandamála og bættrar innivistar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Lagt er mat á vandann og tillögur lagðar fram. Ingvar Ari Arason segir að hann og eigin- konan, Anna Gyða, hafi þurft áfallahjálp þegar uppgötvaðist að þau voru búin að missa aleiguna. MYND/ ANTON BRINK Húsið var gert upp árið 1995, það er friðað en er núna ónýtt vegna meindýra og myglu. Allt gerist á snigilhraða Ingvar Ari Arason og eiginkona hans, Anna Gyða Pétursdóttir, þurftu áfallahjálp þegar í ljós kom að einbýlishús þeirra í Hafnar- firði var ónýtt vegna veggjatítla og myglu. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . M A í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -D 3 4 4 1 D 1 6 -D 2 0 8 1 D 1 6 -D 0 C C 1 D 1 6 -C F 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 4 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.