Fréttablaðið - 24.06.2017, Qupperneq 28
við sama verkefnið aftur og aftur,
æfa sig eins oft og þarf til þess að
komast upp á lagið með það sem
þau eru að læra hverju sinni,“
segir Kristín Maríella og tekur
dæmi um það þegar barn er að
læra að skríða.
„Það tekur langan tíma í það að
finna jafnvægi á fjórum fótum, það
reynir aftur og aftur, það missir
jafnvægið, dettur á magann (eða
andlitið) en heldur alltaf áfram að
reyna þangað til það kemst upp á
lag með þessa nýju hreyfingu. Oft
finnst foreldrum erfitt að fylgjast
með barninu sínu glíma við ný
„verkefni“ því að ferlið felur í sér
margar misheppnaðar tilraunir og
oftar en ekki pirring og grát sem
getur komið upp hjá barninu. Þegar
barn verður pirrað og grætur þegar
púsluspilið sem það er að reyna við
passar ekki stökkvum við foreldrar
oft til og hjálpum barninu, við
smellum púslinu á réttan stað „Sko,
sjáðu! Komið!“. Þegar við „björgum“
börnum út úr aðstæðum þar
sem þau eru að reyna við og
æfa sig á nýjum verkefnum
og klárum verkefnin fyrir
þau þá sendum við þeim þau
skilaboð að okkur finnist óþægi-
legt þegar eitthvað gengur ekki upp
hjá þeim og að verkefnið þeirra
eigi helst að klárast strax. Með
þessu rænum við þau líka mik-
ilvægum þroskatækifærum en
það að „læra að læra“ er akk-
úrat gert í gegnum þessa ferla
– að fá að komast að því sjálf að til
þess að læra eitthvað nýtt, til þess
að klára verkefni, þarf að æfa sig,
það þarf að prufa aftur, okkur þarf
oft að mistakast og við þurfum að
þola pirringinn og komast í gegnum
hann til þess að komast þangað sem
við ætlum okkur, læra eða uppgötva
eitthvað nýtt eða klára verkefnið
sem við tókum okkur fyrir
hendur.“
Vá! Hvað þetta er flott!
Kristín Maríella segir að auki
að börn hafi miklu meiri
áhuga á ferlinu sem liggur að
því að læra eitthvað nýtt frekar en
útkomunni. Hins vegar sé því öfugt
farið hjá okkur fullorðna fólkinu.
„Tilhneiging foreldra til þess að
einblína á útkomu kemur sterkt
fram þegar við viljum hrósa eða
hvetja börnin okkar áfram. Við
finnum okkur flest knúin til þess
að hrósa fyrir það sem barn gerir
vel en langoftast, án þess að átta
okkur endilega á því, einblínum við
á útkomu verksins en ekki vinnuna
sem lá að baki verkefninu og leggj-
um oft einnig okkar persónulega
dóm á það sem um ræðir „Vá! hvað
þetta er flott mynd! Glæsilegt!“.
Það ætti að sjálfsögðu að vera
aukaatriði hvort mynd sem barn
teiknar sé falleg eða ekki. Hver erum
við að dæma um það að bláa mynd-
in sé betri eða fallegri en sú brúna?
Kannski fékk barnið miklu meira út
úr því að mála brúnu myndina þar
sem það var upptekið af að skoða
það hvernig litir blandast saman og
læra þar af leiðandi heilan helling í
leiðinni,“ bendir Kristín Mar-
íella á og segir að þegar barn
sé vant því að vera hrósað
mikið fyrir það sem það gerir
þá ýtum við undir það að barnið
hugsi meira um útkomuna en
það sem það gerir.
„Barn sem er heltekið af því
hvort það muni uppskera hrós
eða samþykki frá umhverfinu
þorir minna að taka áhættur
eða prufa sig áfram og verð-
ur hræddara við að mistakast
en barn sem vinnur út frá sinni
innri áhugahvöt og fær frelsi til að
sökkva sér í tilraunastarfsemi og
sköpun í verkefnum sem það tekur
sér fyrir hendur.“
Mistök eru frelsandi
Pálmar Ragnarsson körfubolta-
þjálfari segir mistök hvata að því að
leggja sig fram og ná meiri árangri.
„Það er ekki hægt að æfa íþróttir
án þess að gera mistök. Það er
heldur ekki hægt að þjálfa án
þess að gera mistök. Ég segi ungu
fólki oft sögur um eigin markmið.
Segi þeim frá settum markmiðum
og hversu mikla vinnu ég lagði í að
ná þeim. Spyr þau svo hvort þau
haldi að ég hafi náð þeim. Þau svara
iðulega játandi. En það er rangt, ég
næ oft ekki markmiðum mínum.
Maður þarf nefnilega að klikka
ansi oft áður en settu markmiði er
náð. Það að klikka og gera mistök
er mikilvægt, það er lærdómsferli.
Mistökin leiða mann áfram.“
Hann segir mistök frelsandi og
stuðla að bættri líðan. „Ég held að
það sé hollt og gott að gera mistök
reglulega. Að venjast tilfinn-
ingunni og þekkja hana. Þá
fellur fólk ekki saman þegar
það gerir mistök við mikil-
væg tækifæri. Sumir fara
í baklás þegar þeir gera
mistök og láta óttann stjórna sér
eftir það. Mér finnst mikilvægt að
leiðrétta það. Fólk hefur þá hug-
mynd að þegar maður gerir mistök
þá dæmi aðrir mann. Það er rangt.
Þegar við gerum mistök þá sam-
sama aðrir sig manni. Það hugsar:
Hann er ekki fullkominn, alveg
eins og ég. Fólk heldur miklu
meira með manni en maður
heldur. Meirihluti fólks
vill sjá manni ganga vel og
dæmir ekki þegar eitthvað
mislukkast eða fer illa.“
Rappaði við engar undirtektir
Á dögunum hélt Pálmar fyrirlestur
fyrir unglinga í Hagaskóla. Hann
lofaði krökkunum að ef tími gæfist
til í lok fyrirlestrar myndi hann
rappa fyrir þá. Það gerði hann svo
við litlar sem engar undirtektir. „Ég
geri í því að setja mig í vandræða-
legar aðstæður. Í þeim tilgangi að
líða óþægilega en sjá svo í kjölfarið
að það gerist ekkert hræðilegt. Ég
geri þetta stundum markvisst þegar
ég fer í búðir. Það er svo frelsandi að
sjá að fólki er bara alveg sama. Svo
kemur alltaf að því að það gerist
eitthvað óþægilegt í aðstæðum sem
þú ræður ekki við en þá býr maður
að því að vera óhræddur og kominn
með þá færni að taka sig ekki of
alvarlega. Ég myndi segja að í dag
væri mjög fátt sem gæti gert mig
vandræðalegan.“
Við að gera mistök og koma
illa fyrir þá komumst Við að
þVí að fólk er skilningsrík-
ara en maður heldur, Við
gefum færi á okkur þVí oft
bregst fólk Við með þVí að
koma manni til bjargar.
Sóley Dröfn Davíðsdóttir
barn sem er heltekið af þVí
hVort það muni uppskera
hrós eða samþykki frá um-
hVerfinu þorir minna að taka
áhættur eða prufa sig áfram
og Verður hræddara Við
að mistakast.
Kristín Maríella Friðjónsdóttir
Við eigum að gera tilraunir,
bera hjarta okkar, láta Vaða,
semja fleiri ljóð, kyssa fleiri
kossa, brenna fleiri gúrmet-
rétti og senda fleiri Vand-
ræðalega tölVupósta á alla
í fyrirtækinu.
Hallgerður Hallgrímsdóttir
ég geri í þVí að setja mig í
Vandræðalegar aðstæður.
í þeim tilgangi að líða óþægi-
lega en sjá sVo í kjölfarið að
það gerist ekkert hræðilegt.
ég geri þetta stundum mark-
Visst þegar ég fer í búðir.
Pálmar Ragnarsson
2 4 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R28 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð
2
4
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:1
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
2
C
-9
6
0
0
1
D
2
C
-9
4
C
4
1
D
2
C
-9
3
8
8
1
D
2
C
-9
2
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
8
8
s
_
2
3
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K