Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 30
Kitta og Óli gengu fyrst saman inn kirkjugólfið á fermingardaginn á sumardaginn fyrsta 1981 eins og sjá má á þessari ein- stöku mynd sem náðist af þeim í Bústaðakirkju. Séra Geir Waage giftir þau í Reykholtskirkju í dag. MYND/ÚR EINKASAFNI Mér fannst ég loksins komin heim,“ segir Krist-jana Laufey Jóhannsdótt- ir um þann örlagaríka dag þegar hún hitti æskuástina aftur eftir aldarfjórðung. Kitta, eins og hún er kölluð, hafði þá þegið heimboð Péturs Ólafs Péturssonar, eða Óla, í sumarhús hans í Skorradal. Þá var niðamyrkur í október 2011. „Óli var á vörubíl í Skorra- dalnum og til að vísa mér veginn í kvöldsortanum hafði hann kveikt á „hálfvitunum“ þannig að tvö blikkandi ljós voru minn áttaviti. Við féllumst í faðma í dyragætt- inni og þótt mér hafi ekki þótt það borðleggjandi í fyrstu kvikn- aði fljótt í gömlum glæðum,“ segir Kitta og brosir að minningunni. Ástarsaga Kittu og Óla nær aftur til unglingsáranna þegar þau voru kærustupar um tíma. Síðar héldu þau hvort í sína áttina og eignuðust maka og fjölskyldur. Þegar leiðir lágu saman á ný hafði Kitta búið flest sín fullorðinsár á Skagaströnd og í Danmörku, fjarri dagleiðum Óla. „Það var mjög sérstakt að sjá Kittu aftur,“ segir Óli um þeirra fyrstu endurfundi í Skorradal. „Mér fannst hún ekkert hafa breyst og hjarta mitt tók kipp. Mér leið eins og ég hefði aldrei kvatt hana. Kitta hefur alltaf átt stað í mínu hjarta og mér hefur þótt gríðarlega vænt um hana.“ Óli og annar bræðra Kittu eru gamlir vinnufélagar og hafði Óli reglulega fengið fréttir af Kittu í gegnum tíðina. „Svo var það veturinn 2011 að hann segir mér að Kitta sé flutt til Íslands og spyr hvort ég biðji ekki að heilsa henni. Jú, jú, sagði ég og hugsaði ekkert meira um það. Svo líður tíminn og stefnt er að endurfundum okkar árgangs úr Hólabrekkuskóla. Þá fer einn vina minna að djöflast í mér og segir Kittu mæta til endurfundanna en ég gaf því lítinn gaum,“ segir Óli sem var alls ekki á þeim buxum að finna sér konu því hann hafði misst eiginkonu sína um sumarið. „Síðan fæ ég pata af því að gaml- ir skólafélagar hefðu líka spjallað við Kittu og ýmislegt baukað á bak við tjöldin. Ég afréð því að hringja í hana og þegar hún spurði mig frétta, svaraði ég og gat ekki annað: „Ég er enn þá þessi asni sem þú kysstir þá.“ Kitta skellti upp úr og það endaði með því að ég bauð henni til mín í bústaðinn. Þar náðum við strax saman og þar var bara gengið frá þessu,“ segir Óli og hlær við, en saman mættu þau Kitta sem par til endurfunda við gömlu skólasystkinin, rétt eins og í gamla daga. Guðs gjöf að hittast á ný „Óli hafði búið um mig í gestaher- berginu þegar ég kom í Skorradal- inn. Við áttum ekki endilega von á að ástin byggi enn í brjóstum okkar,“ segir Kitta um samfundina en þau Óli hafa verið saman allar götur síðan. „Ég fann strax að mig langaði að hitta hann aftur þótt ég hefði kannski ekki trú á að sam- band okkar gengi upp.“ Kitta vísar til þess að bæði hafi þurft að sýna aðgát vegna barna og unglinga í lífi þeirra beggja. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 „Eftir kvartöld vorum við orðnar allt aðrar og lífsreyndari manneskjur og þess vegna gekk þetta í upphafi ekki jafn vel og í Rauðu ástarsögunum. Óli var ekkill með sín ungmenni og ég frá- skilin með mín en þetta gekk vel og gengur alltaf betur og betur.“ Undir það tekur Óli. „Það er lyginni líkast hvernig allt hefur gengið upp. Mín börn voru í sorg vegna móðurmissisins og eðli- lega ekki tilbúin að fá aðra konu í líf sitt. Við Kitta fórum því ekki að búa nærri strax. Ég hefði hins vegar aldrei kynnt þau fyrir ann- arri konu en Kittu því ég þekki hjartalag hennar og fagra per- sónu. Þegar hún kom svo inn í líf barnanna var það það besta sem gat komið fyrir þau og ekki síst fyrir dóttur mína sem leitar nú til Kittu með allt sem maður leitar til mömmu sinnar með. Þá dýrka barnabörnin mín litlu ömmu Kittu sem sannarlega hefur reynst þeim hin besta amma.“ Eftir löng og erfið veikindi eiginkonu sinnar segir Óli það hafa verið létti þegar hvíldin kom. „Þess vegna var ég kannski tilbúinn fyrr en aðrir. Margir eru lengi að vinna sig út úr sorg og söknuði en ég ákvað að dvelja ekki við sársaukann og fór til dæmis að vinna úti í Skorradal eftir útförina. Lífið heldur víst áfram og það veit Guð að við urðum fyrir miklu láni þegar Kitta kom inn í líf okkar á þessum tíma.“ Gaman í lífsins melódí Óli bað Kittu á Þorláksmessu fyrir jólin 2013. „Það var nú ekkert flókið,“ segir Kitta. „Hann birtist bara heima í vinnugallanum; lopa- peysunni og með óveðurshattinn, bar upp hringinn og bað mín. Ég var vitaskuld fullviss í hjarta mínu og játaðist honum strax.“ Þau Kitta og Óli verða bæði fimmtug á árinu, hann átti afmæli í apríl og hún verður fimmtug á morgun, 25. júní. Því slógu þau saman brúðkaupi og 100 ára afmæli í Lundarreykjadal í dag. „Það kom ekki annað til greina en að halda sveitabrúðkaup. Óli er sveitalubbi í húð og hár og ég dreifbýlistútta líka. Það að brúð- kaupið beri upp á Jónsmessu hefur enga sérstaka þýðingu en hver veit nema brúðkaupsgestir striplist og velti sér upp úr Jónsmessudögg- inni,“ segir Kitta hlæjandi. Hún segir auðvelt að þekkja til- finninguna sem fylgir þeirri vissu að lífsförunauturinn sé kominn. „Maður bara finnur það, þessa tilfinningu öryggis og vissu. Ég vona að okkur endist líf og heilsa til að njóta lífsins saman. Óli hefur alltaf unnið mikið en vonandi getur hann farið að slaka aðeins á og við verið meira í sveitinni. Skorra- og Lundarreykjadalir eru okkar staðir, þar kviknaði ástin að nýju og þar líður okkur best.“ Þau Kitta og Óli trúa og treysta á Guð; föður, son og heilagan anda. „Ég vil ekkert að lifa í synd. Maður er búinn að syndga nóg!“ segir Óli og hlær hamingju- hlátri. Hann bætir við að heilagt hjónband leggi einnig grunn að lagalegum rétti beggja ef annað fellur frá. „Það er glaðværðin og góð- mennska Kittu sem gerir hana að draumadísinni. Hún er kát og skemmtileg en líka íhugul og sannur og traustur vinur. Maður treystir ekki hverjum sem er fyrir sínum innstu tilfinningum en því sem Kittu er treyst fyrir meðal vina og vandamanna fer aldrei lengra. Þá er hún gullfalleg ásýndum er ekki síður fögur að innan. Eftir því sem árin færast yfir hugsar maður meira inn á við og þá stendur innri fegurð mann- eskjunnar upp úr.“ Kitta veit líka upp á hár hvers vegna hún vill gefast Óla. „Óli býr yfir mannkostum sem ég sækist eftir. Hann er traustur og gæðin í gegn, kletturinn í mínu lífi og hefur reynst mér og mínum einstaklega vel. Ég hef kynnst honum upp á nýtt en samt er hann alltaf sá sami. Óli hefur alltaf verið góður gæi, hjartalag hans og tryggð heilla mig, og hann er ákaflega skemmtilegur og róman- tískur. Hann ber mig alla daga á höndum sér og er alltaf að bæta í þar. Þá hefur mér alltaf þótt hann rosalega sætur, með geislandi falleg augu.“ Þau bíða þess í ofvæni að vera gefin saman í Reykholtskirkju, frammi fyrir Guði og mönnum. „Að vakna á 50. afmælisdegi Kittu á morgun, og vera orðinn eiginmaður hennar, verður dýrðin ein,“ segir Óli. „Árni Johnsen vinur minn skrifar alltaf í jólakortin: „Höfum gaman í lífsins melódí.“ Það finnst mér góður punktur. Eftir alla lífsreynsluna er maður þakklátur fyrir hvern dag og að allir séu heilir og hraustir. Ég er líka sérstaklega þakklátur fyrir að verða fimmtugur. Margir kvíða því en það er gleðin ein. Við komum öll nakin og allslaus í heiminn, og erum öll jöfn. Því skipta veraldleg gæði engu; lífið með ástvinum er það eina sem skiptir máli.“ Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is Framhald af forsíðu ➛ Ég vil ekkert lifa í synd. Maður er búinn að syndga nóg! Óli Maður bara finnur að þetta er lífsföru- nauturinn; þessa tilfinn- ingu öryggis og vissu. Kitta Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 25% afsláttur af öllum vörum frá ZHENZI og ZE-ZE Vikuna 19. - 24. júní Netverslun á tiskuhus.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 25% afsláttur af öllum vörum frá ZHENZI og ZE-ZE Vikuna 19. - 24. júní 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . j ú n Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 C -8 2 4 0 1 D 2 C -8 1 0 4 1 D 2 C -7 F C 8 1 D 2 C -7 E 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.