Fréttablaðið - 24.06.2017, Síða 64

Fréttablaðið - 24.06.2017, Síða 64
Sjö ára fangelsi? BBC segir að ástæðuna fyrir aðgerðum saksóknara nú megi rekja til svokallaðrar Beckham- löggjafar sem komið var á árið 2003 þegar David Beckham gekk til liðs við Real Madrid. Var er- lendum leikmönnum á Spáni þá gert að greiða helmingi minni skatt en innfæddum. Þau lög voru hins vegar afnumin árið 2010 og í kjölfarið hafa rann- sakendur komist á snoðir um aflandsfélög sem leikmenn og umboðsmenn þeirra nota til þess að komast hjá því að greiða skatt. Fæstar knattspyrnustjörnur sem hafa verið ákærðar og jafn- vel sakfelldar munu þó þurfa að sitja inni fyrir brot sín. Á Spáni gildir hin óskráða regla að fangelsisdómar undir tveimur árum séu skilorðsbundnir. Hins vegar er aðra sögu að segja um Ronaldo. Þrír ákæruliðir af fjórum í máli hans bera tveggja ára lág- marksrefsingu. Verði hann því dæmdur sekur fyrir fleiri en einn ákærulið gæti hann þurft að sitja inni í allt að sjö ár. Nú virðist sem skjólstæðingar umboðsmanns Ronaldo, Jorge Mendes, séu sérstök skotmörk spænskra saksóknara. Hafa meðal annars Pepe, Jose Mour- inho, Fabio Coentrao og Falcao einnig verið sakaðir um skattsvik. Falcao hefur sjálfur sagt Mendes aðalsprautuna á bak við skatt- svikin. Í desember greindu blaða- menn Der Spiegel, El Mundo, Sunday Times og NRC frá því að þeir hefðu undir höndum skjöl sem sýndu fram á að Mendes hefði stungið milljörðum undan skatti fyrir skjólstæðinga sína. Því hefur Mendes þó neitað. Síðasta ár hefur verið við-burðaríkt hjá Cristiano Ronaldo. Hann hefur unnið Meistaradeildina tvisvar, Evrópukeppnina í Frakklandi, verið kos- inn bestur í heimi, unnið spænsku deildina og fleira og fleira. Trúlega þyrfti auka blaðsíðu bara til að telja upp afrek hans undanfarið ár. Hann eignaðist meira að segja skyndilega tvíbura með aðstoð staðgöngu- móður, er hæst launaði íþrótta- maðurinn á plánetunni jörð og lífið leikur svo sannarlega við hann. En þá komu fréttir um að hann hefði skotið 13 milljónum punda undan skattinum á Spáni og það er ólög- legt. Þá þurfa menn nefnilega að svara til saka eins og Lionel Messi þurfti að gera. Ronaldo var ekki sáttur og eins skyndilega og tvíburarnir hans fæddust þá fóru að birtast fréttir um að Ronaldo vildi fara frá Real Madrid. Fyrst var það aðeins í gulu pressunni en síðan fóru stóru miðlarnir að birta fréttir um að hann væri virkilega óánægður og vildi komast burt. Þegar svo sjálfur Íþróttastjóri BBC, Dan Roan, fór að skrifa frétt um að Ronaldo vildi fara var ljóst að orðrómurinn væri eitt- hvað meira en bara gott slúður úr heitu pottunum í Laugardalnum. Ronaldo hefur unnið Meistara- deildina í þrígang og La Liga, spænsku deildina, tvisvar með Real Madrid síðan hann kom til félags- ins árið 2009 fyrir um 80 milljónir punda. BBC sagði í frétt sinni að ráðgjafar Ronaldo muni ráðleggja honum að halda sér í Evrópu og eru þá tvö félög helst Sögusagnir eða granítharður sannleikur Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is Fáir ef einhverjir íþ róttamenn rífa sig oftar úr að ofan en Ronaldo. NoRdicphotos/ Getty cristiano Ronaldo með syni sínum c ristiano Ron­ aldo yngri á frums ýningu myndarinn ar Ronaldo. oft hefur verið sk rifað um kynhneig ð Ronaldos en eitt er víst að hann er vinsæll meðal b eggja kynja. Cristiano Ronaldo, besti knattspyrnu- maður heims um þessar mundir, mun mæta fyrir rétt á Spáni þann 31. júlí í tengslum við grunað skattaundan- skot sitt. Sagt er að Ronaldo vilji fara frá Real Madrid en flestir eru á því að hann sé aðeins að nota félagið til þess að setja pressu á spænsk yfirvöld. nefnd til sögunnar; Paris St-Germain eða að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og klæðast hinni rauðu treyju Manchester United á ný. Florentino Pérez, sem á dögunum var endurkjörinn forseti Real Madrid til ársins 2021, sagði í vikunni að hann væri ekki einu sinni að íhuga að selja Ronaldo. „Ég þekki Cristi- ano. Hann er frábær strákur og fullkominn atvinnumaður. Allt þetta mál er mjög skrítið,“ sagði Pérez í viðtali við útvarpsstöðina Onda Cero. „Ég hef ekki talað við Ronaldo síðan eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Allt sem ég hef heyrt er í gegnum fréttirnar. Hvorki ég né nokkur annar tengdur Real Madrid erum einu sinni að íhuga það að Ronaldo gæti yfirgefið félagið. Við erum alveg slakir yfir þessu öllu. Ég hef ekki talað við neitt annað félag og okkur hefur ekki borist tilboð í hann.“ sagði forsetinn sposkur. Samkvæmt Pete Jensson, blaða- manni sem búsettur er í Madríd og skrifar fyrir BBC, mun spænska stórveldið þó ekki standa í vegi fyrir Ronaldo. Munu þeir horfa til framtíðar og kaupa Kylian Mbappe frá Mónakó í staðinn. „Ronaldo hefur áður beðið um að fara. Árið 2012 fannst honum stjórnarmenn félagsins ekki sýna sér nægilegan stuðning,“ skrifaði Jensson og benti á að ekkert lið sé að fara punga út þeim 874 millj- ónum punda sem duga til að rifta samningi hans við Real Madrid. Þá á hann eftir að fá öll launin sín sem nema um 600 þúsund pundum á viku. Það gera um 78 milljónir í hverri einustu viku, en þess má geta að í maí birtist frétt um að Hring- urinn hefði styrkt barnaspít- alann um 78 millj- ónir frá áramótum. Íslandsvinurinn og fyrrverandi forseti Real Madrid, Ramon Calde- ron, maðurinn sem keypti Ronaldo til félagsins, benti á í vikunni að sé leikmaður búinn að ákveða að fara þá sé erfitt að breyta þeirri ákvörð- un hans. „Þetta er svipuð staða og kom upp þegar hann vildi fara frá Manchester United. Hann frestaði því um eitt ár því Sir Alex Ferguson var eins og faðir í hans augum. Hann elskaði félagið, stuðnings- mennina, borgina og ég úti- loka ekki að hann snúi aftur. Auðvitað vona ég að hann vilji vera áfram hjá Real en ef hann er búinn að ákveða sig þá verður erfitt að breyta því.“ Hvort sem þetta er orðrómur eða granít- harður sannleikur er ljóst að ákveði Ronaldo að skipta um lið yrðu það ein stærstu félagsskipti allra tíma í íþróttaheim- inum. En á meðan hann spriklar með Portúgal í Álfukeppninni og hefur ekki sagt stakt orð um vistaskiptin er þetta enn bara orðrómur, hvort sem BBC skrifar um hann eða ekki. Og á meðan svo er, er hann leikmaður Real Madrid. löggjöf fRá 2003 sem kennd eR við david BeCkham og geRði eR- lendum leikmönnum kleift að gReiða helmingi minni skatt en innfæddiR vaR af- numin áRið 2010. 2 4 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R32 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 2 C -A E B 0 1 D 2 C -A D 7 4 1 D 2 C -A C 3 8 1 D 2 C -A A F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.