Fréttablaðið - 24.06.2017, Qupperneq 70
Lestrarhestur vikunnar - Katla Kristín Kristinsdóttir
Daníel Kjartan Smart er með
smá lit á puttunum þegar ég hitti
hann. „Ég er svo oft að teikna,“
útskýrir hann og sýnir mér karl
sem prýðir vinstra handarbakið.
Hann hefur engar áhyggjur af
því þó hann hverfi. „Ég hef hann
bara þangað til hann fer,“ segir
hann.
Sennilega er stutt í að teikningin
hverfi því Daníel Kjartan er á
förum til Spánar og þar fara flest-
ir á ströndina á þessum árstíma.
„Það verður örugglega heitt en
það verður vatnsgarður nálægt
staðnum sem við verðum á,“
segir hann og kveðst hlakka til.
Hefurðu farið áður til Spánar?
„Já, ég hef farið einu sinni áður,
ég var á síðasta ári í leikskóla þá.
Núna er ég tíu ára.“
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera? „Að leika úti með vinum
mínum og vera með fjölskyld-
unni.“
Hvaðan kemur eftirnafnið þitt
Smart? „Það er skoskt og kemur
frá afa mínum. Ég á tvær mömm-
ur, báðar íslenskar en önnur á
skoskan pabba.“
Heldur þú upp á einhvern
sérstakan tónlistamann? „Já,
Eminem, hann er rappari.“
Kanntu einhverja texta með
honum? „Ég kann Lose your-
self og smá í Not afraid. Vinur
minn er líka hrifinn af Eminem
og við ætlum að verða rapparar
þegar við verðum stórir. Við
erum búnir að ákveða nöfn.
Hann heitir Emminemmi og ég
Demmi nemm og við röppum
saman.“
Eruð þið byrjaðir að æfa? „Nei,
við ætluðum að æfa okkur eftir
eitt afmæli en svo breyttist
planið og hann fór til Danmerk-
ur en hann kemur aftur.“
Ertu eitthvað í íþróttum? „Já, ég
æfði körfubolta, breikdans og
klifur í vetur. Ég parkoura líka og
er örugglega að fara að æfa það í
haust.“
Hvað er parkour? „Það er svona
stökkíþrótt, þeir sem eru komnir
langt stökkva milli bygginga.“
Ætlar að verða
rappari
Hann Daníel Kjartan Smart er tíu ára og hefur gaman af því að
teikna. Svo æfir hann körfubolta, breikdans, klifur og parkour.
“Ég parkora líka og ætla örugglega að fara að æfa það í haust,” segir Daní el
Kjartan Smart. FrÉttablaðið/Eyþór ÁrnaSon
Hvað ertu gömul Katla Kristín?
Ég er níu ára.
Hvað er skemmtilegast við
bækur? Mér finnst skemmtilegt
að lesa þær og það sem getur
gerst í sögum.
Hvað bók lastu síðast og um
hvað var hún? Grimmi tann-
læknirinn. Hún var um strák sem
var í skóla svo er nýr tannlæknir
sem var vondur.
Manstu eftir fyrstu bókinni sem
var í uppáhaldi hjá þér? Vonda
frænkan, sem er eftir sama höf-
und og Grimmi tannlæknirinn.
Hvernig bækur þykja þér
skemmtilegastar? Fyndnar
bækur.
Í hvaða skóla gengur þú? Rima-
skóla.
Ferðu oft á bókasafnið? Eins oft
og ég kemst.
Hver eru þín helstu áhugamál.
Ég æfi fimleika og svo er ég líka
stundum að lesa heima hjá mér.
Katla Kristín var glöð að fá nýja bók
í verðlaun.
Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til sumarlesturs meðal barna. Fyrir hverja
lesna bók skrá lesendur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða, búa til úr þeim skutlur og skutla
þeim í net sem eru í öllum söfnum Borgarbókasafns. Vikulega er einn þátttakenda útnefndur lestrarhestur
vikunnar og sá eða sú hlýtur bók að launum frá Forlaginu.
Bragi Halldórsson
255
Þar sem Konráð og Lísaloppa voru á gangi í kjarrlendi sáu þau eitthvert
lítið dýr skjótast um í kjarrinu. „Hvað var þetta?“ spurði Konráð.
Þá sáu þau dýrið hoppa grein af grein og sáu að þetta var pínulítill
fugl með skemmtilega uppsperrt stél. „Þetta er örugglega einn minnsti
fugl sem ég hef séð,“ sagði Lísaloppa. „Já, hann er mjög lítill,“
sagði Konráð og bætti við: „Hvað skyldi hann heita?“
Veist þú hvað þessi fugl
heitir? Er þetta:
A. Rauðbrystingur
B. Maríuerla
D. Músarrindill
SVAR: D
Við erum búnir að
áKVeða nöfn. Hann
Heitir emminemmi og ég
Demminemm og Við röppum
Saman.
Upp fyrir öllum!
Þetta er hópleikur með frekar
lítinn bolta og leiksvæðið
getur verið tún, malar-
völlur eða annað autt
svæði.
Stjórnandi leiksins
kastar upp boltanum
og kallar: Upp fyrir
öllum! Allir þátttakend-
ur reyna að grípa boltann
og sá sem nær honum
nefnir nafn einhvers í hópnum,
kallar til dæmis: Upp fyrir Írisi! Þá
á Íris að reyna að grípa boltann,
kasta honum upp og nefna nafn
einhvers annars í hópnum.
En ef Írisi tekst ekki að
grípa boltann hlaupa allir
í burtu þangað til hún
nær boltanum og kallar
„stopp“. Þá stoppa
allir á punktinum og Íris
reynir að hitta einhvern.
Ef henni tekst það er
sá sem hún hitti úr leik
en annars er það hún sjálf.
Þannig gengur leikurinn þar til einn
stendur eftir sem sigurvegari.
Leikurinn
ALLTAF
VIÐ HÖNDINA
... allt sem þú þarft
Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni
á Vísi og í Fréttablaðs-appinu
2 4 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R38 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð
2
4
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:1
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
2
C
-8
2
4
0
1
D
2
C
-8
1
0
4
1
D
2
C
-7
F
C
8
1
D
2
C
-7
E
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
8
8
s
_
2
3
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K