Fréttablaðið - 24.06.2017, Side 74

Fréttablaðið - 24.06.2017, Side 74
TónlisT HHHHH Kammertónleikar Verk eftir Pärt, Mozart og Stravinskí. Flytjendur: Lars Anders Tomter, Víkingur Heiðar Ólafsson, Julien Quentin, Rosanne Philippens, István Vardai og Sayaka Shoji. Norðurljós í Hörpu fimmtudaginn 22. júní Á opnunartónleikum Reykjavík Mid­ summer Music á fimmtudagskvöldið spurði sessunautur minn hvernig á því stæði að þessi árlega hátíð væri eiginlega orðin að því sem Lista hátíð í Reykjavík ætti að vera. Sú hátíð hefur óneitanlega drabbast niður og er aðeins skugginn af því sem hún var þegar Vladimir Ashkenazy var þar nánast allt í öllu. Á Reykjavík Mid­ summer Music er hins vegar sann­ kölluð hátíðarstemning, og henni vex stöðugt ásmegin. Ég hafði engin svör við þessu, nema þau að Víkingur Heiðar Ólafsson, list­ rænn stjórnandi hátíðarinnar, elskar greinilega tónlist, hefur á henni brenn­ andi áhuga og yfirgripsmikla þekkingu, og hann er sífellt að gera tilraunir. Hann ber á borð óvænta hluti og sam­ setningar, og það er sterkur þráður á milli verka á efnisskránni sem við fyrstu sýn virðast ekki eiga neitt sam­ eiginlegt. Þetta gerir hátíðina áhuga­ verða. Dagskráin á tónleikunum nú var gott dæmi. Þar var fyrst flutt Spiegel Im Spiegel eftir Arvo Pärt, Rondó í D­dúr eftir Mozart, og svo Fratres eftir Pärt í einni bunu og tónleikagestir beðnir um að klappa ekki á milli verka. Það kom merkilega vel út. Þótt himinn og haf skilji að þessi tvö tónskáld, þá er einfaldleikinn hjá þeim báðum í for­ grunni. Mozart var meistari í að skapa miklar tónsmíðar úr fábrotnum efni­ viði, sem oft er aðeins lítið stefbrot eða bara þríhljómur. Pärt, sem hóf feril sinn með því að semja gríðarlega flókna tón­ list eftir ströngum stærðfræðiform­ úlum, sagði fljótlega skilið við þær. Í staðinn byrjaði hann að búa til ofur­ einfalda tónlist sem byggist á náttúru­ hljómum og seiðandi endurtekningu. Munurinn á tónskáldunum er engu að síður sláandi. Á meðan tónlist Moz­ arts er aldrei kyrr, er kyrrstaðan alger í verkum Pärts. Þar er einhvers konar upphafin andakt sem er svo heillandi, stemningin er eins og í djúpri hug­ leiðslu. Mozart er hins vegar eins og spennutryllir með gamansömu ívafi. Rondóið var fallega leikið af Vík­ ingi, en það toppaði þó ekki tónlist Pärts sitthvorum megin við það. Frat­ res er ein fegursta tónsmíð tónbók­ menntanna, ótrúlega hrífandi í einfald­ leik sínum. Spiegel Im Spiegel var ekki síður áhrifamikið, og bæði verkin voru leikin af Lars Anders Tomter á víóluna og Víkingi á píanóið. Flutningurinn einkenndist af fínlega mótuðum blæ­ brigðum sem hæfðu tónlistinni full­ komlega. Kvartett fyrir píanó og þrjú strengja­ hljóðfæri í g­moll eftir Mozart var sömuleiðis líflegur og hnitmiðaður, en þar spiluðu Julien Quentin á píanó, Sayaka Shoji á fiðlu, Lars Anders Tom­ ter á víólu og István Várdai á selló. Sam­ spilið var þó fremur hrátt, þar vantaði fágun kammerhóps sem hefur leikið lengi saman. Minna sannfærandi var Larghetto & Allegro eftir Mozart fyrir tvö píanó sem þeir Víkingur og Quentin léku á. Kannski voru flyglarnir of mjúkir fyrir hljómburð Norðurljósa; heildarhljóm­ urinn var heldur loðinn, sem gerði tón­ listin dauflega. Summa eftir Pärt var aftur á móti frábær. Þetta er strengjakvartett og var flutt af Várdai, Tomter, Shoji og Rosanne Philippens. Annað eftir tón­ skáldið, Hymn to a Great City og hið svokallaða Mozart­Adagio (hugleið­ ing Pärts um Mozart) heppnaðist líka prýðilega á tónleikunum. Loks ber að nefna Elegíu eftir Strav­ insky sem hefði mátt vera nákvæmari í meðförum Tomter, en Konsert fyrir tvö píanó eftir sama tónskáld, sem var leikinn af fyrrnefndum píanistum, var magnaður. Hinn fyrrnefndi loðni hljómburður dró að vísu nokkuð úr snerpu tónmálsins, en túlkunin var engu að síður full af dirfsku og skaphita sem fór tónlistinni ákaflega vel. Jónas Sen niðursTaða: Tvö píanó saman hljóm- uðu ekki sérlega skýrt, en flest annað var skemmtilegt og verk eftir Arvo Pärt voru guðdómleg. Upphafin andakt, en líka spenna og fjör Lokatónninn sleginn. Sayaka Shoji á fiðlu, Julien Quentin á píanó, Lars And- ers Tomter á víólu og István Várdai á selló. MyNd/JóHANNA óLAFSdóTTIr Happy People er óvenjuleg sýning sem verður opnuð í Nýlistasafninu í dag en hún er saman­sett og henni stýrt af myndlistarmanninum Arnari Ásgeirssyni. Arnar hefur lengi búið í Amsterdam þar sem hann menntaði sig í myndlistinni en síðasta eina og hálfa árið eða svo segist hann hafa verið meira og minna hér heima. „Nýlistasafnið bauð mér að taka þetta verkefni að mér þó svo ég hafi reyndar aldrei fengist við sýningarstjórn áður. Þar sem ég er ekki sýningarstjóri að upplagi tók ég þá nálgun á þetta að búa til verk utan um önnur verk. Búa til eins konar ramma utan um verkin sem eru á sýningunni en þau koma frá fjölmörgum listamönnum, bæði íslenskum og erlendum.“ Þessi rammi er fólginn í því að Arnar setti upp sérstaka reykstofu þar sem gestum gefst kostur á að reykja verkin á sýningunni. „Í reyk­ stofunni verða verk ýmissa lista­ manna reykt í gegnum sérsmíðaðar vatnspípur. En það sem er kannski soldið fyndið við þetta þegar upp er staðið er að ég er hvorki sýningar­ stjóri né reykingamaður,“ bætir Arnar við og virðist nánast vera hissa á að þetta hafi verið niðurstaðan. „Þannig að það er óhætt að segja að ég sé að henda mér út í óvissuna.“ En þarna ertu með verk eftir stór- an hóp listamanna. Eru þau verk þá sýnd sem hefðbundin samsýning? „Já, í rauninni, en svo býðst gestum að reykja ákveðinn hluta verkanna hverju sinni svona þegar reykstofan er opin. Að undanförnu er ég búinn að vera að fást við pípugerð sem áhugamaður og er búinn að smíða stórar plastpípur sem ég get sett skúlptúruna inn í. Sá sem reykir gerir það í gegnum vatnshólf og svo stígur reykurinn upp í gegnum við­ komandi verk inni í pípunni hverju sinni. Þannig að reykurinn svona mótar verkið á leið sinni upp í munn og niður í lungu.“ Arnar segir að það þurfi aðeins að hafa fyrir því að taka verkin úr og setja ný inn í pípuna og því hafi hann ákveðið að fara þá leið að vera með fimm verk inni í píp­ unni hverju sinni. „Við skiptum um verk einu sinni í viku en á opnuninni verða það verk eftir Hrein Friðfinnsson, Eggert Péturs­ son og Hrafnhildi Helgadóttur, auk Mehraneh Atashi, sem er listakona frá Íran, og loks verk eftir strák frá Kúbu sem heitir Loidys Carnero. Verk þessara listamanna verða reykt á opnuninni en svo verður þeim skipt út. Verkin sem er ekki verið að reykja hverju sinni eru svo sýnd svona til hliðar á sama tíma þannig að það sé hægt að skoða allt sem er á sýningunni.“ Arnar segir að þegar Nýlistasafn­ ið hafi haft samband hafi hann farið að velta fyrir sér ensku nafngiftinni á safninu The Living Art Museum og því sem það gefur til kynna. „Þess vegna vildi ég hafa þetta svona lif­ andi og að þetta fæli í sér ákveðna þátttöku gestanna. Pælingin er líka að á meðan þú ert að reykja verkin geti farið fram gjörningar og tón­ listaratriði á sama tíma. Á fyrstu reykingaseremóníunni verður t.d. fluttur þokukenndur gjörningur eftir Darra Lorenzen og vikulega í sumar verður eitthvað slíkt í gangi. Þetta er mín leið til þess að virkja gestina til þátttöku fremur en að þeir séu passívir og skoði aðeins verkin. Að reykja er ákveðið skref sem þú þarft að taka en svo er líka mjög gaman að horfa á fólk reykja. Ég hef verið að fá fólk til þess að prufa þetta fyrir mig og að fylgjast með fólki bjástra við þessa athöfn er eitthvað alveg sérstakt. Það er þó rétt að taka fram að ég keypti Shisha tóbak eins og er á arabískum reykingastofum. Það er mjög vægt og pípurnar eru þann­ ig að þú þarft að hafa fyrir því að reykja. Þú þarft að fylla rýmið sem verkið er í og svo er að reykja það. Það er lítill reykur af þessu og lítið sem ekkert nikótín í þessu heldur er þetta meira svona eins og ávaxta­ gufa. Þannig að sem flestir eiga að geta tekið þátt. Verk listamann­ anna eru líka valin inn aðeins út frá þessum gufu­ og vatnspælingum og blómin hans Eggerts eru einmitt eitthvað sem fellur vel að þessum hugmyndum þar sem dalalæðan liggur yfir íslenskri blómabreiðu.“ Að reykja listaverkin er leið til þess að taka þátt Sýningin Happy People verður opnuð í Nýlistasafninu í dag. Þar gefst gestum kostur á því að reykja verk fjölmargra snjallra listamanna þar sem reykurinn mótar verkin á leið sinni upp í munn og ofan í lungu. darri Lorenzen og Arnar fýra upp í listaverka- pípu í Nýlista- safninu. FréTTA- bLAðIð/STeFáN Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 2 4 . j ú n í 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r42 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 2 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 2 C -6 9 9 0 1 D 2 C -6 8 5 4 1 D 2 C -6 7 1 8 1 D 2 C -6 5 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.