Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 12
12 Bókasafnið
og innihald hennar frábær eða góð og 96% mátu
ráðstefnusvæðið frábært eða gott. Einnig var
mikil ánægja með veitingar, móttökur og lokahóf.
94% gáfu ráðstefnunni í heild einkunnina
frábært eða gott. Af þemum ráðstefnunnar var
mest ánægja með þemað mat á upplýsingalæsi
(assessment of IL). Þá virðist einnig hafa verið
mikil ánægja með fyrirlesara og fyrirlestra. Einna
helst voru þátttakendur óánægðir með möguleika
á tengslamyndun (networking) , en þess ber þó
að geta að stýrihópurinn lagði upp með að hafa
fyrirlestrana stutta (2x20 mín) með góðum hlé-
um inn á milli fyrir spjall og samskipti. 62 af 73
svöruðu spurningunni um hvort ráðstefnan hefði
staðist væntingar þeirra á jákvæðan máta, aðeins
11 komu með athugasemdir sem teljast geta
neikvæðar. Helstu ábendingar um það sem betur
mætti fara voru varðandi spurningar og umræður
eftir hvern fyrirlestur – þátttakendum fannst
mörgum að sá tími hefði verið of stuttur og að
hann hefði mátt lengja á kostnað kaffipásanna.
Fyrirlesurum ráðstefnunnar var boðið að birta
útdrætti sína eða greinar í sérhefti tímaritsins
Nordic Journal of Information Literacy in Higher
Education (NORIL) sem fyrirhugað er að komi
út í lok ársins 2016. Á endanum bárust sjö grein-
ar og 19 útdrættir til birtingar í ritinu af þeim 32
erindum sem flutt voru á ráðstefnunni.
Ýmsan lærdóm mátti draga af undirbúnings-
vinnunni allri. Meðlimir stýrihópsins tóku, ásamt
fleirum, að sér fundarstjórn á ráðstefnunni, en
það er samdóma álit stýrihópsins að fundarstjórn
eigi ekki að vera í höndum undirbúningshópsins,
enda voru ýmis önnur verkefni sem hann þurfti
að sinna á meðan á ráðstefnunni stóð. Einnig er
hópurinn samdóma um að ráðning ráðstefnu-
þjónustu til verksins hafi verið mjög af hinu góða
og létt mikið undir við allan undirbúning.
Stýrihópurinn kom hokinn af reynslu undan
undirbúningsvinnunni og hefur bætt miklu í
þekkingarbankann þegar kemur að ráðstefnu-
haldi og er sammála um að öll samvinna hafi
tekist afburða vel og er ánægður og stoltur með
„barnið“.
Næsta Creating Knowledge ráðstefna, CKIX,
verður haldin í Danmörku árið 2018.
Fyrir hönd stýrihóps CKVIII
Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir
Veggspjöld á Hilton Nordica
Ráðstefnan var haldin á Hilton Hotel Nordica
Hátíðarkvöldverður í Hörpu – Fiðlusveitin Slitnir strengir