Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 12
12 Bókasafnið og innihald hennar frábær eða góð og 96% mátu ráðstefnusvæðið frábært eða gott. Einnig var mikil ánægja með veitingar, móttökur og lokahóf. 94% gáfu ráðstefnunni í heild einkunnina frábært eða gott. Af þemum ráðstefnunnar var mest ánægja með þemað mat á upplýsingalæsi (assessment of IL). Þá virðist einnig hafa verið mikil ánægja með fyrirlesara og fyrirlestra. Einna helst voru þátttakendur óánægðir með möguleika á tengslamyndun (networking) , en þess ber þó að geta að stýrihópurinn lagði upp með að hafa fyrirlestrana stutta (2x20 mín) með góðum hlé- um inn á milli fyrir spjall og samskipti. 62 af 73 svöruðu spurningunni um hvort ráðstefnan hefði staðist væntingar þeirra á jákvæðan máta, aðeins 11 komu með athugasemdir sem teljast geta neikvæðar. Helstu ábendingar um það sem betur mætti fara voru varðandi spurningar og umræður eftir hvern fyrirlestur – þátttakendum fannst mörgum að sá tími hefði verið of stuttur og að hann hefði mátt lengja á kostnað kaffipásanna. Fyrirlesurum ráðstefnunnar var boðið að birta útdrætti sína eða greinar í sérhefti tímaritsins Nordic Journal of Information Literacy in Higher Education (NORIL) sem fyrirhugað er að komi út í lok ársins 2016. Á endanum bárust sjö grein- ar og 19 útdrættir til birtingar í ritinu af þeim 32 erindum sem flutt voru á ráðstefnunni. Ýmsan lærdóm mátti draga af undirbúnings- vinnunni allri. Meðlimir stýrihópsins tóku, ásamt fleirum, að sér fundarstjórn á ráðstefnunni, en það er samdóma álit stýrihópsins að fundarstjórn eigi ekki að vera í höndum undirbúningshópsins, enda voru ýmis önnur verkefni sem hann þurfti að sinna á meðan á ráðstefnunni stóð. Einnig er hópurinn samdóma um að ráðning ráðstefnu- þjónustu til verksins hafi verið mjög af hinu góða og létt mikið undir við allan undirbúning. Stýrihópurinn kom hokinn af reynslu undan undirbúningsvinnunni og hefur bætt miklu í þekkingarbankann þegar kemur að ráðstefnu- haldi og er sammála um að öll samvinna hafi tekist afburða vel og er ánægður og stoltur með „barnið“. Næsta Creating Knowledge ráðstefna, CKIX, verður haldin í Danmörku árið 2018. Fyrir hönd stýrihóps CKVIII Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir Veggspjöld á Hilton Nordica Ráðstefnan var haldin á Hilton Hotel Nordica Hátíðarkvöldverður í Hörpu – Fiðlusveitin Slitnir strengir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.