Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 46
46 Bókasafnið
Menntun og starfsfólk í námi til prófgráðu 1989,
2001 og 2014
Menntun starfsfólks var fjölbreytt. Árið 1989 var upplýsing-
um safnað um fjölda starfsmanna og stöðugilda miðað við
menntun í bókasafnsfræði, með annað háskólapróf, starfs-
menn í háskólanámi, bókavarðamenntun, kennaramenntun
frá Kennaraskóla Íslands7, ófaglærða, aðra menntun, og
ólaunaða sjálfboðaliða8. Árið 2001 bættist við skjalastjórnar-
menntun og árið 2014 bókasafnstæknimenntun.
Tafla 8. Starfsfólk í námi til prófgráðu
Ár Fjöldi í námi alls Fjöldi launaðs starfsfólks í námi
Fjöldi starfsfólks
almenningsbóka-
safna í námi
Hlutfall launaðs
starfsfólks
almenningsbóka-
safna í námi
Í námi erlendis
1989 51 7.7% 28 54.9% 10.0%
2001 81 8.5% 26 32.1% 6.2%
2014 130 13.6% 24 18.5 % 2.3%
Flest var starfsfólk almenningsbókasafna í námi árið 1989.
Þá var hlutfall starfsmanna almenningbókasafna í námi
hærra en sem nam hlut þeirra af heildarfjölda launaðra
starfsmanna, en nálægt honum ef sjálfboðaliðar voru teknir
með í reikninginn. Árið 2014 var hlutfall starfsmanna al-
menningsbókasafna í námi um helmingi lægra en sem nam
hlut þeirra af heildarfjölda starfsmanna. Þá voru hlutfallslega
flestir skjalastjórnarstarfsmenn í námi. Athygli vekur að sífellt
hærra hlutfall starfsmanna stundar nám og samtímis voru
sífellt færri í námi erlendis 1989-2014 eftir því sem náms-
framboð og fjarnám á Netinu jókst hérlendis (sjá töflu 8).
Viðtalskönnun 2005
Töluverðar breytingar áttu sér stað frá 1989 til 2001 á fram-
boði starfa og vinnuumhverfi. Ljóst var að til skamms tíma
réðst þróunin af viðhorfum forstöðumanna á rannsóknar-
sviðinu. Ákveðið var að gera viðtalsrannsókn meðal þeirra
2005. Talað var við þrettán valda forstöðumenn sem starfað
höfðu lengi sem slíkir og við tvo notendur sem höfðu bæði
reynslu af þekkingaröflun af pappírs- og rafrænum miðlum.
Ekki er fjallað um notendaviðtölin hér. Spurningarnar tóku
mið af kenningunum sem lagðar voru til grundvallar. Þær
snerust um breytingar á eðli starfa á rannsóknarsviðinu,
framboði starfa og vinnuumhverfi, annars vegar vegna sí-
felldra breytinga svo sem lagabreytinga og hins vegar vegna
byltingakenndra breytinga þegar nýr miðill og nýtt táknkerfi
var þróað fyrir vistun, geymd og miðlun þekkingar. Slíkt
hefur örsjaldan gerst í sögu mannkyns. Eftirfarandi var
meðal þess sem fram kom í viðtölunum við forstöðumenn.
Lagabreytingar og opinber stefnumörkun voru af flestum
viðmælendum talin hafa mikil áhrif. Sams konar niðurstöður
höfðu fengist erlendis (Myers, 1986; Rowley, 1989; Slater,
1979; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a, bls. 270-273; Sutton,
1999). Almennings- og skólabókasöfn voru stofnuð með
lagasetningum. Þær voru taldar hafa áhrif á framboð starfa í
þessum tegundum bókasafna og einnig á framboð starfa við
skjalastjórn. Auk þess voru þær taldar hafa áhrif á hvernig
menntunar var krafist af starfsmönnum. Lagabreytingar á
sviði skjalastjórnar leiddu gjarnan til þarfar á menntuðum
skjalastjórum og hertu eftirliti við skjalastjórn9. Einnig kall-
aði sameining stofnana og fyrirtækja, sem kom til í kjölfar
lagabreytinga á aukinn aga við skjalastjórn að mati viðmæl-
enda. Staðlar voru álitnir mjög mikilvægir við skjalastjórn og
skjalavörslu. Þeir virkuðu sem rammi utan um verksviðið og
voru leiðbeinandi um hvaða verkefni skyldi vinna þar10.
Áhrif byltingarkenndrar tækniþróunar voru talin gríðarleg
bæði á bóka- og skjalasöfnum. Netið var notað til sam-
skipta innan stofnana sem út fyrir þær, bæði innanlands og
milli landa. Á einu bókasafni hafði Netið dottið niður eftir
hádegi. Þá lagðist starfsemin af. Senda þurfti starfsfólk heim.
Það var óstarfhæft án Netsins. Í sumum bókasafnanna voru
starfsmenn sjaldan beðnir um aðstoð við leitir í rafrænum
gagnasöfnum en þegar það gerðist var safngestum kennt á
leitarkerfið í því skyni að gera þá sjálfbjarga við leitirnar. Það
stuðlaði enn frekar að því að starfsfólk hafði minna að gera
við upplýsingaöflun fyrir safngesti í rafrænum gagnasöfnum.
7. Kennarar frá Kennaraháskóla Íslands töldust með þeim sem höfðu annað háskólanám en bókasafnsfræði eða skjalastjórnarmenntun.
8. Margir þeirra höfðu ýmis konar menntun á öllum skólastigum, jafnvel doktorspróf.
9. Dæmi: Lög um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985, sem ollu á sínum tíma straumhvörfum á sviðinu, Upplýsingalög nr. 50/1996, Lög
um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000, og Stjórnsýslulög nr. 37/1993.
10. Dæmi: Staðlarnir ÍST-ISO 15489 Upplýsingar og skjalfesting, Skjalastjórn I og II, ÍST-BS Stjórnkerfi upplýsingaöryggis, ÍST-ISO
Heimildaskráning og ÍST-EN-ISO 9000 gæðastjórnarstaðlar voru helst nefndir.