Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 22

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 22
22 Bókasafnið úrslitum varðandi þessa niðurstöðu. Miklu skipti að Over- Drive leggur mikla áherslu á að rafbókaveitan sé þægileg í notkun fyrir almenning og að notendaviðmót og þjónusta sé í stöðugri þróun í takt við væntingar fólks. Einnig vóg það þungt að OverDrive lausnin er í notkun í mörgum löndum og á fjölda bókasafna og hefur verið leiðandi á þessu sviði um árabil. Fyrirtækið sem rekur OverDrive raf- bókaveituna, Overdrive Inc4 hefur jafnframt gott orð á sér. Rétt er að taka fram að OverDrive rafbókaveitan er ekki eingöngu útlánakerfi heldur einnig innkaupavefur rafrænna bóka fyrir bókasöfnin sjálf. OverDrive gerir samninga við útgefendur og býður bækur til sölu á innkaupavef á því verði og með þeim skilyrðum sem hver útgefandi ákveður. Kerfið býður einnig upp á þann möguleika að hlaða inn á vefinn staðbundnum safnkosti sem ekki er í boði á inn- kaupavef OverDrive. Haldnir voru símafundir með sölumönnum OverDrive Inc. og á IFLA þingi sem haldið var í Columbus Ohio í ágúst 2016 gafst framkvæmdastjóra Landskerfisins tækifæri á að hitta forstjóra og stofnanda OverDrive Inc., Steve Potash og sölumenn fyrirtækisins. Í upphafi var reynt að ná samningi fyrir öll aðildarsöfn Gegnis en það reyndist ekki mögulegt. Ástæðan var sú að samningar OverDrive Inc. við útgefendur eru oft einskorðaðir við útlán til ákveðinna tegunda safna. Ef rafbókasamlagið hefði verið opnað fyrir allrar gerðir bókasafna hefðu valkostir í bókakaupum á inn- kaupavefnum því verið heldur rýrir. Niðurstaðan varð því sú að samlagið næði einungis til almenningsbókasafna. Ekkert er því til fyrirstöðu í sjálfu sér að síðar megi stofna samlög fyrir aðrar safnategundir reynist áhugi á slíku. Í Ohio var gengið frá drögum að samningi á milli Lands- kerfis bókasafna, Borgarbókasafns Reykjavíkur og Over- Drive Inc. og var hann undirritaður 17. október 2016. Í samningnum var kveðið á um að Overdrive rafbókaveitan yrði innleidd fyrir rafbókasamlag almenningsbókasafna á grunni aðildar þeirra að Landskerfi bókasafna hf. Lands- kerfið hefur kerfislega umsjón með OverDrive rafbókaveit- unni og greiðir kostnað við þann þátt auk þýðingar rafbóka- veitunnar á íslensku. Borgarbókasafnið sér um öll efniskaup á innkaupavef rafbókaveitunnar og greiðir kostnað vegna þeirra í fyrstu, eða þar til fleiri söfn bætast í hópinn. Auk þess sér Borgarbókasafnið um notendaþjónustu við sína lánþega. Borgarbókasafnið og Landskerfið gerðu samning sín í millum sem tekur á þessari verkaskiptingu við rekstur Rafbókasafnsins. Ákveðið var að Borgarbókasafnið yrði fyrst almennings- bókasafna á Íslandi til að taka Rafbókasafnið í notkun, en þegar verkefnið verður komið á góðan skrið verður öðrum almenningsbókasöfnum boðið að bætast í hópinn. Þetta var gert til að flýta fyrir framgangi verkefnisins og sníða af hugsanlega agnúa. Verkefnahópur undir stjórn verkefnastjóra hjá Landskerfinu sá um innleiðingu rafbókaveitunnar en hún fékk heitið Rafbókasafnið. Starfsmenn Borgarbókasafns og Lands- kerfis báru hitann og þungann af verkefninu en fleiri lögðu hönd á plóg svo sem starfsmenn Landsbókasafns Íslands- Háskólabókasafns. Huga þurfti að fjölmörgum atriðum í verkefninu svo sem hönnun vörumerkis, bókakaupum, samþættingu innskráningar við leitir.is, þýðingu á íslensku, hleðslu MARC færslna í Gegni og birtingu þeirra á leitir.is, þjálfun starfsfólks auk prófana af ýmsu tagi. Íslenskir útgefendur hafa fengið kynningu á Rafbóka- safninu og möguleikum á sölu á íslenskum rafbókum á innkaupavef OverDrive. Það er von þeirra sem standa að Rafbókasafninu að samningar náist og að boðið verði upp á íslenskar rafbækur í safninu í náinni framtíð. Framtíðin Líta má á fyrstu mánuðina eftir að Rafbókasafnið opnar sem eins konar reynslutíma. Á meðan á honum stendur verða mótaðar leikreglur varðandi daglegan rekstur og hugað að inntöku nýrra almenningsbókasafna í samstarfið. Ákveða þarf greiðslulíkan fyrir uppgjör vegna efniskaupa en rætt hefur verið um að íbúafjöldi sveitarfélaga verði lagður til grundvallar því. Stofnuð verður innkaupanefnd almenn- ingsbókasafna sem kjósa aðild að Rafbókasafninu en hún verður undir forystu Borgarbókasafnsins. Nefndin fær það hlutverk að sjá um öll innkaup efnis í Rafbókasafnið. Huga þarf að kennslu fyrir starfsmenn safna, notendaþjónustu og áframhaldandi markaðssetningu Rafbókasafnsins á meðal landsmanna. Áfram verður unnið að því að vinna íslensku efni brautargengi í Rafbókasafnið. Á það einkum við um útgefnar raf- og hljóðbækur á íslensku. Teningnum hefur verið kastað, íslensk rafbókaveita er orðin að raunveruleika. Sveinbjörg Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Landskerfis bókasafna hf. Reykjavík, 3. febrúar 2017. 4. Overdrive fyrirtækið, http://company.overdrive.com/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.