Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 25

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 25
Bókasafnið 41. árg – 2017 25 Árið 1991 birtist grein eftir Eggert Þór Bernharðs-son sagnfræðing (1958–2014) í Sögnum, tímariti sagnfræðinema, þar sem hann fj allaði um þá erfi ð- leika sem mættu oft fólki í heimildaleit. Tók hann dæmi af skýrslu um atvinnumál Reykvíkinga sem hann frétti að hefði komið út í upphafi átt- unda áratugarins. Eggert, sem þá vann að sögu Reykjavíkur, leitaði að skýrslunni á Borgar- skjalasafni Reykjavíkur, skjalasafni Alþingis, félagsmálaráðuneytinu, forsætisráðuneytinu, Þjóðhagsstofnun, Byggðastofnun og í Safna- húsinu þar sem hann heimsótti bæði Lands- bókasafn og Þjóðskjalasafn – en ekki fannst skýrslan. Komst Eggert að þeirri niðurstöðu að heimildarmann sinn hefði misminnt og að skýrslan hefði aldrei verið til! Markmið greinarinnar var meðal annars að vekja athygli á því hvað heimildaforði skjala- og bókasafna væri dreifður vítt og breitt og erfi tt að fi nna það efni sem leitað væri að, enda talaði Eggert um frumskóg heimilda í þessu tilliti. Hann vonaðist þó til þess að betri tíð væri í vændum: „Vonandi vænkast hagurinn þegar Þjóðar- bókhlaðan verður tekin í gagnið.“ Þjóðarbókhlaðan var opnuð örfáum árum síðar, eða 1. des- ember 1994, og með tilkomu veraldarvefsins um svipað leyti varð allt aðgengi að heimildum mun betra en áður. Fyrst í stað má telja vefi nn timarit.is sem var opnaður árið 2002, ári síðar opnaði Gegnir.is (hafði áður verið aðgengilegur um telnet), og svo ýmsir aðrir gagnabankar og vefsíður. Aðgengi að bókasafnskerfum, gömlum blöðum og tímaritum, hand- ritum og bókum varð þannig mun einfaldara en áður. Einn þáttur í bættu aðgengi að safnkosti bóka, hand- rita- og skjalasafna er aðgengi að einkaskjalasöfnum. Einkaskjalasöfn eru gögn einstaklinga, félagasamtaka eða fyrirtækja sem eru ekki skilaskyld á opinber skjalasöfn. Slík söfn félagasamtaka og fyrirtækja hafa yfi rleitt að geyma fundargerðarbækur, bréfasöfn og bókhaldsgögn sem eru mikilvægar heimildir um atvinnulíf og félagastarfsemi í landinu, en einkaskjalasöfn einstaklinga samanstanda oft af dagbókum, bréfum, skilríkjum og öðrum persónulegum gögnum sem eru einnig verðmætar heimildir um samtíma sinn og tíðaranda. Héraðsskjalasöfn, Þjóðskjalasafn og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn (Kvennasögu- safn og handritasafn) varðveita einkaskjalasöfn. Sum þeirra eru lítil að vöxtum, til dæmis örfá bréf eða ein dagbók, á meðan önnur fylla mörg vörubretti. Til skamms tíma voru upplýsingar um einkaskjala- söfn lítt aðgengilegar fyrir almenning. Þjóðskjala- safn gaf þó út skrá yfi r einkaskjalasöfn í sinni vörslu árið 1993 og í handritaskrám Lands- bókasafns (1918–1996) má fi nna upplýsingar um ýmis einkaskjalasöfn í vörslu handritasafns Landsbókasafns. Skrár yfi r einkaskjalasöfn voru þó oft aðeins til í vélriti eða í tölvuskrám í vörslu safna. Notendur þurftu því oft – eins og Eggert Þór áður – að hafa samband við mörg söfn í leit að viðkomandi einkaskjalasafni og hvað þar væri að fi nna. Á síðustu árum hefur verið unnið að bættu aðgengi að einkaskjalasöfnum innan Landsbókasafns Íslands og annarra safna. Á vefnum einkaskjol.is er unnið að því að setja inn upplýsingar um einkaskjalasöfn sem er að fi nna innan Landsbókasafns ásamt skrám yfi r söfnin. Með því móti verður mun einfaldara fyrir fólk að fi nna upplýsingar um einkaskjalasöfn sem varðveitt eru á Landsbókasafni, bæði í handritasafni, Kvennasögusafni og svo munnlegar heimildir í Miðstöð munnlegrar sögu. Safnið er einnig þátttakandi í vefnum einkaskjalasafn.is sem er samskrá yfi r einkaskjalasöfn á Íslandi. Þjóðskjalasafn, Landsbókasafn og fj ölmörg héraðskjalasöfn hafa sett þar inn upplýsingar um einkaskjalasöfn í þeirra vörslu, hvar þau sé að fi nna og í sumum tilfellum eru líka skrár yfi r söfnin. Einkaskjalasöfn eru því enn einn hlutinn af safnkosti ís- lenskra bóka, handrita- og skjalasafna sem verða aðgengi- legri notendum en áður, og það má því segja að nú sé orðið auðveldara að rata um frumskóg heimildanna. Heimildir Eggert Þór Bernharðsson, „Frumskógar samtímans. Hugleiðing um heimildavanda og samtímasögu.“ Sagnir 12 (1991), bls. 70-75. Aukið aðgengi að upplýsingum um einkaskjalasöfn Bragi Þorgrímur Ólafsson hefur lokið BA-gráðu í sagnfræði með bókasafns- og upplýsingafræði sem aukagrein og MPA-gráðu í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2003. Hann starfar sem fagstjóri hand- ritasafns Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.