Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 29

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 29
Bókasafnið 41. árg – 2017 29 upplýsandi hátt“ (Sigurður Gylfi Magnússon, 2004, bls. 146). Sagnfræðingurinn Irina Paperno (2004) hefur bent á að sú athöfn að rita dagbók sé náin samskipti dagbókar- höfundar við sjálfan sig. Hún skilgreinir dagbókina sem „texta skrifaðan í fyrstu persónu í aðskildum lotum, helst daglega og að því er virðist til að segja frá daglegri reynslu þess sem skrifar, þó ekki endilega fyrir neinn annan en dag- bókarritarann sjálfan“ (Paperno, 2004, bls. 562). Ástralski fræðimaðurinn Andrew Hassam hefur rannsakað dagbækur og bendir á að eina tryggingin fyrir því að dagbók sé ekki lesin af öðrum en eiganda hennar sé að eyða henni (Hassam, 1987). Hann segir einnig að það að lesa dagbækur annarra fylli lesandann sektarkennd, jafnvel þótt þær hafi verið gefnar út í bók. Einn viðmælenda, skjalamyndarinn Ægir, ræddi mikið um dagbækur. Hann sagðist ekki skrifa dagbækur í dag en gerði það frá fermingaraldri og fram til tvítugs. Áratugum síðar hélt hann dagbók í nokkur ár. Seinna fór hann í gegnum dagbækurnar sínar og komst að þeirri niðurstöðu að hann vildi ekki varðveita þær; þær væru hvorki áhugaverðar né vel skrifaðar. Hann útskýrði það nánar með þeim orðum að það sem fólk skrifaði í dagbækur um menn og málefni líðandi stundar væru skoðanir hvers tíma: Ég mundi ekki vilja í mínu tilfelli láta liggja eftir mig kannski dagbókarskrif, kannski einhverja áratugi og svo þegar upp væri staðið væri ég í raun og veru, hafi ég þroskað mig upp þannig að ég hafi, mér hafi þurft ég þurfa að endurskrifa dagbækurnar. Ægi fannst ekki góð tilhugsun að skoðanir hans á ákveðn- um tíma gætu legið skjalfestar og óbreytanlegar í dag- bókum hans á skjalasafni, að því leyti væru dagbókarskrif „dálítið varasöm“ að hans mati. Fríða var í hópi aðstandenda en hún afhenti skjalasafn móður sinnar sem innihélt gögn um faglegt ævistarf hennar. Dagbókum hélt hún hins vegar eftir. Þær spönnuðu áratugi, allt frá því að móðir hennar var 13 ára og þar til rétt áður en hún lést. Fríða var ekki búin að taka ákvörðun um hvað yrði um dagbækurnar en hún var ekki tilbúin að láta þær frá sér á sama tíma og hin skjölin því „þetta er náttúru- lega mjög persónuleg tjáning [...] ég veit ekki hvort maður, hvort að manni finnist það einhver svik við manneskjuna eða eitthvað svoleiðis að vera að opinbera [þær]“. Hún hafði sjálf aðeins lesið í dagbókunum en þótt það „pínulítið óþægilegt“ og er það í samræmi við orð Hassam um sektar- kenndina sem lesendur finna til við lestur dagbóka annarra. Vala var í hópi skjalamyndara og meðal þess sem hún afhenti voru eigin dagbækur. Ekki var um heildstæð dagbókarskrif að ræða heldur dagbækur frá ákveðnum tímabilum. Vala hafði ekki áhyggjur af því sem skjalasafn hennar innihélt nema einna helst þessum dagbókum, að þar gæti verið eitthvað vandræðalegt að finna: „Þá er maður dálítið svona… maður er kannski dramatískur eða eitthvað svoleiðis vandræðalegt.“ Sendibréf Sendibréf voru í öllum þeim skjalasöfnum í eigu skjala- myndara sem rætt var við. Í safni Ragnars var mjög umfangsmikið bréfasafn hans og konu hans sem spannaði rúmlega 60 ára tímabil. Hann varð var við áhuga starfs- manns skjalasafns á sendibréfunum: „Hún talar mikið um það að sendibréfin séu, að það sé sko gríðarleg verðmæti í því fólgin að varðveita góð sendibréf milli fólks.“ Aðspurð sagðist Sigrún, sem var í hópi aðstandenda í rann- sókninni geyma eigin sendibréf og myndir í konfektkössum uppi í skáp. Hún vissi ekki hvort hún vildi að einkaskjölin hennar færu á skjalasafn, henni fannst hún þurfa að spyrja dætur sínar „því þetta eru ástarbréf“:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.