Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 23
Bókasafnið 41. árg – 2017 23
Nýjar alþjóðlegar skráningarreglur, Resource Description
& Access (RDA), hafa rutt sér til rúms víða um heim á
undanförnum árum og ákveðið var að innleiða þær í Gegni,
samskrá bókasafna á Íslandi. Íslenskt heiti reglnanna er
Skráning viðfangs og aðgangur og lauk formlegri innleiðingu
þeirra í Gegni í maí 2016. Hér á eftir verður farið stuttlega
yfi r hvers vegna var ákveðið að innleiða RDA, innleiðinguna
sjálfa og hver er ávinningurinn af henni.
Hvers vegna að innleiða RDA?
Þær skráningarreglur, sem notaðar hafa verið á bókasöfnum
hér á landi, voru hugsaðar fyrir skráningu í spjaldskrá, þar
sem pláss til skráningar er takmarkað og leitarmöguleikar
fáir. Þessar reglur eru því úreltar og henta ekki nútíma
gagnasöfnum. Þar sem verið er að innleiða þessar reglur í
öðrum löndum er mikilvægt fyrir Ísland að taka þær upp til
að fylgja þessari alþjóðlegu þróun, til dæmis vegna þess að
um það bil 30% árlegra skráninga í Gegni eru færslur afrit-
aðar úr erlendum gagnagrunnum. Stóraukið gagnamagn
krefst samræmdra vinnubragða og hröð þróun á sér stað í
þessum efnum.
Innleiðingin
Formleg innleiðing RDA var viðamikið verkefni sem
stóð yfi r frá 1. janúar 2015 – 20. maí 2016. Fjallað var um
aðdragandann í Bókasafninu 39. árgangi 2015. Megin-
ábyrgð á ákvörðuninni og fj árhagslega ábyrgð á verkefninu
bar Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Önnur söfn
ásamt Landskerfi bókasafna lögðu til vinnu og/eða fj ár-
magn og sótt var um styrki til aðstoðar við fj ármögnun.
Rekstraraðili Gegnis er Landskerfi bókasafna og átti
það einnig stóran þátt í innleiðingunni. Skráningarráð á
vegum Landskerfi s sá um undirbúning og stofnaði teymi
og vinnuhópa. Auk skráningarráðs önnuðust þessi teymi
helstu verkefni við innleiðinguna ásamt kerfi steymi á vegum
Landskerfi s bókasafna. Stærsti fj árhagslegi stuðningurinn
kom frá svokölluðum skrásetjarasjóði en hann er hagnaður
af alþjóðlegu skráningaráðstefnunni Back to Basics – and
Flying into the Future sem haldin var í Reykjavík árið 2007.
Hvað var gert?
Þýddur var á íslensku inngangskafl i RDA og hluti af um-
fangsmiklum orðalista (Introduction og Glossary). Stefnt er
að því að láta ekki staðar numið en þýða meira eftir því sem
þörf krefur. Unnið var að því að tryggja kerfi slega undir-
stöðu skráningarþáttar Gegnis og safnagáttarinnar leitir.
is. Skjöl með leiðbeiningum um skráningu mismunandi
tegunda efnis voru unnin og birt í Handbóka skrásetjara
Gegnis (HASK) sem var uppfærð samkvæmt RDA. Áður-
nefndar þýðingar eru einnig birtar í HASK ásamt ýmsum
fróðleik um RDA. Handbókin er uppfærð reglulega til sam-
ræmis við þróun RDA og eftir því sem vinnu við leiðbein-
ingar á íslensku vindur fram. Einnig var búið til kennsluefni
um RDA á íslensku. Eitt af viðamestu verkefnum inn-
leiðingarinnar var kennsla og þjálfun í RDA skráningu fyrir
alla skrásetjara Gegnis. Í febrúar – apríl 2016 voru haldin
tíu námskeið fyrir 161 starfandi skrásetjara, átta stundir
hvert námskeið. Námskeiðin voru blanda af fyrirlestrum
og verklegum æfi ngum og haldin í tölvustofu þar sem hver
og einn hafði aðgang að tölvu. Einnig var fengin erlend
sérfræðiráðgjöf, sendar út þrjár kannanir og haldnir þrír
fræðslufundir fyrir skrásetjara á innleiðingartímabilinu.
Formlegri innleiðingu lauk 20. maí 2016 og frá þeim degi
eru allar nýskráðar færslur í Gegni samkvæmt RDA.
Hver er ávinningurinn af innleiðingunni?
RDA reglurnar innihalda leiðbeiningar og fyrirmæli um
hvernig á að skrá upplýsingar á þann hátt að það auðveldi
leit að gögnum. RDA reglurnar taka mið af nýjum miðlum,
nýrri tækni og fj ölbreyttri framsetningu gagna. Þeim er
ætlað að gilda um skráningu hvers kyns gagna í hinum
ýmsu gerðum safna. Notandinn er ávallt í fyrirrúmi og
mikið lagt upp úr tengslum gagna. Helsta markmiðið með
RDA reglunum er að auðvelda notendum aðgengi að upp-
lýsingum með því til dæmis að:
• leggja meiri áherslu en áður á samræmi milli skrán-
ingarfærslu og gagnsins sjálfs,
˚ Eldri reglur takmörkuðu magn upplýsinga sem mátti
skrá, til dæmis var bara leyfi legt að skrá þrjá höf-
unda en með nýju reglunum má skrá alla sem eru á
gagninu.
Af hverju að innleiða RDA á
Íslandi? - Hagurinn af nýju reglunum
Magnhildur Magnúsdóttir er með BA próf í bókasafns- og upplýsingafræði ásamt við-
bótar diplómanámi í upplýsinga- og skjalastjórn. Hún starfaði sem skrásetjari á Lands-
bókasafni Íslands – Háskólabókasafni og var verkefnisstjóri innleiðingar RDA. Magn-
hildur stundar núna nám í vefmiðlun við Háskóla Íslands.
Dæmi
Höfundar að bók eru : Jón Sigurðsson, Sigríður
Jónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Karl Loftsson,
Sigrún Játvarðsdóttir, Konráð Magnússon og Helena
Guðmundsdóttir
RDA: Jón Sigurðsson, Sigríður
Jónsdóttir, Kristín Guðmunds-
dóttir, Karl Loftsson, Sigrún
Játvarðsdóttir, Konráð Magnús-
son og Helena Guðmundsdóttir.
Eldri reglur:
Jón Sigurðsson,
Sigríður Jónsdóttir,
Kristín
Guðmundsdóttir.