Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 16

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 16
16 Bókasafnið og svo sannarlega þess virði að vera viðstaddur hana. Há- tíðin stóð í rúma tvo klukkutíma og brá þar meðal annars fyrir loftfimleikafólki, karlakór, lúðrasveit, Spiderman, dragdrottningu í hlutverki Adele og margt fleira. Að auki flutti Donna Scheeder, formaður IFLA, ávarp og kynnti fyrir ráðstefnugestum nýjan aðalritara IFLA, Gerald Leitner og hélt hann einnig ávarp. Eftir opnunarhátíðina tók alvaran við og fyrirlestrar hófust af alvöru. Ráðstefnan samanstóð af fyrirlestraröðum (ses- sions), vinnustofum og vinnufundum fastanefnda. Fyrir- lestraraðirnar voru mislangar og voru frá 3 uppí 8 fyrirlestr- ar í hverri röð. Einnig var talsvert af vinnustofum þar sem unnið var í hópum með ákveðið þema og vinna hvers hóps tekin saman í lokin. Á undan, eftir ráðstefnunni og meðan henni stóð, héldu fastanefndir IFLA vinnufundi sem öllum var frjálst að mæta á ef þeir svo kysu. Við sóttum fjölmarga fyrirlestra á meðan á ráðstefnunni stóð og stóðu þar eðlilega uppúr fyrirlestrar er tengdust norrænum söfnum og Íslandi. Við rákum til að mynda upp stór augu er við sáum að einn fyrirlesturinn fjallaði um íslensk almenningsbókasöfn en þar var á ferð Andrea Wyman sem rannsakað hefur íslensk almenningsbókasöfn og skoðað hvort og þá hvernig ís- lensk almenningsbókasöfn eru að fá fólk til að nýta söfnin og vekja athygli á mikilvægi þeirra og þörf í samfélaginu. Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og hélt Andrea sams- konar fyrirlestur á Landsfundi Upplýsingar sem haldinn var í Reykjanesbæ dagana 29.-30. september 2016. Einnig héldu norrænir kollegar okkar, Mariann Schjeide, formaður norska bókavarðafélagsins, og Jukka Relander, formaður finnska bókavarðafélagsins og formaður EBLIDA, sam- taka evrópskra bókavarða- og skjalastjórnunarfélaga, mjög áhugaverða fyrirlestra um hlutverk bókasafna í heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (The 2030 agenda) og hvað bókasöfn í þeirra löndum hafa gert til að sinna þeim hlutverkum. Marie Østergaard hélt svo fyrir- lestur um og kynnti Dokk1 sem er nýtt, framúrstefnulegt bókasafn í Århus í Danmörku en Dokk1 var einmitt valið sem almenningsbókasafn ársins 2016 á IFLA ráðstefnunni. Það kenndi ýmissa grasa í fyrirlestrum ráðstefnunnar og óhætt að segja að allir hafi geta fundið sér eitthvað við hæfi. Oft reyndist erfitt að velja á milli og stundum kom upp sú óskhyggja að geta skipt sér í tvennt, jafnvel þrennt til að geta séð allt sem áhuga vakti. Það voru þó ekki bara fyrirlestrar og eintóm vinna í boði. Fjölbreytt úrval af safnaheimsóknum voru í boði flesta dagana og talsvert var um svokallaðar „off-venue“ fyrir- lestraraðir og móttökur fyrir ráðstefnugesti. Ýmsar upp- ákomur voru á göngum ráðstefnuhallarinnar og komu til dæmis hundar sem ferðast á milli almenningsbókasafna í Columbus og leyfa börnum að lesa fyrir sig, í heimsókn. Í sérstökum sýningarsal höfðu rúmlega 90 framleiðendur gagna og búnaðar fyrir bókasöfn, ásamt útgefendum, komið sér fyrir og kynntu vörur sínar og þjónustu. Þar var hægt að sjá allt frá sjálfvirkum bókaútlánavélum til kynninga á gagnasöfnum. Í nánast hverjum einasta sýningarbás var verið að gefa hluti eins og bækur, penna, minnislykla og fleira og voru kynningaraðilarnir ansi spenntir fyrir því að maður færi með eitthvað frá þeim heim. Eitt kvöldið var svokallað menningarkvöld (cultural evening) þar sem boðið var uppá margskonar skemmtun og mat í COSI (Center of Science and Industry). Búið var að skipta COSI upp í nokkur svæði og var hvert svæði tileinkað ákveðnum hluta Bandaríkjanna og tóku skemmtiatriðin og maturinn á því Ráðstefnugögn og annað gagnlegt Af kynningu Andreu Wyman um rannsókn sína á íslenskum almenningsbókasöfnum Fulltrúar norrænna bókavarðafélaga áttu fund á IFLA heimsráðstefn- unni eins og venja er. Frá vinstri: Kristjana Mjöll J. Hjörvar, formaður Upplýsingar, Rauha Maarno, aðalritari finnska bókavarðafélagsins, Jóna Guðmundsdóttir, ritari Upplýsingar, Torbjorn Nilsson, varaformaður sænska bókavarðafélagsins, Marjann Schjeide, formaður norska bóka- varðafélagsins, Steen B. Andersen, formaður danska bókavarðafélagsins, Jukka Relander, formaður finnska bókavarðafélagsins, Calle Nathanson, formaður sænska bókavarðafélagsins, Michel Steen-Hansen, fram- kvæmdastjóri danska bókavarðafélagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.