Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 26

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 26
26 Bókasafnið Þann 24. október 2014, á degi Sameinuðu þjóðanna, var landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi stofnuð. Stofnfundurinn fór fram í Þjóðminjasafni Íslands og kom þar saman fj ölmennur hópur fólks sem starfar að varðveislu menningarminja ásamt fulltrúum Almannavarna, Landsbjargar, Rauða krossins og ráðuneyta. Hvað er Blái skjöldurinn? Blái skjöldurinn er menningunni það sem Rauði krossinn er mannúðar- og hjálparstarfi . Markmið hans að vernda menningarverðmæti þegar hættuástand skapast vegna nátt- úruhamfara og átaka m.a. með áætlunum og viðbrögðum þegar vá steðjar að og stuðningi þegar hættuástandi lýkur. Landsnefndum Bláa skjaldarins hefur verið komið á fót um allan heim og þær hafa víða unnið mikilvægt starf við verndun menningarverðmæta. Íslendingar þekkja vel afl náttúrunnar og þær hamfarir sem geta orðið af hennar sökum á mannlegt samfélag. Alþjóðasamtök Bláa skjaldarins - International Committee of the Blue Shield - voru stofnuð árið 1996 til að vinna að verndun menningararfs sem er í hættu vegna náttúruham- fara og stríðsátaka. Markmið Bláa skjaldarins er að vinna að verndun menningararfs heimsins með því að samhæfa viðbragðsáætlanir þar sem hættuástand verður. Grundvöllur í starfi Alþjóðanefndar Bláa Skjaldarins er Haag-sáttmál- inn frá 1954. Alþjóðanefnd Bláa skjaldarins hefur aðsetur í París en landsnefndir starfa víða um heim. Nafnið Blái skjöldurinn vísar til bláa litarins í merki því sem menningarminjar, sem njóta verndar samkvæmt Haag- sáttmálanum, eru auðkenndar með. Blái skjöldurinn er UNESCO og öðrum alþjóðlegum samtökum til ráðgjafar og innan vébanda hans eru sérfræðingar með fj ölbreytta þekkingu á sviði varðveislu menningararfs. Það gerir sam- tökunum kleift að safna og deila upplýsingum um ógn við menningarminjar um allan heim og vera til ráðgjafar um viðeigandi ráðstafanir þar sem verða vopnuð átök eða nátt- úruhamfarir og senda sérfræðinga á vettvang. Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi Aðild að Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi eiga félög og fulltrúar sem eru aðilar að alþjóðasamtökum safna, menn- ingarminjastaða, bókasafna og skjalasafna. Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi er því samvinnuverkefni Íslandsdeildar ICOM - International Council of Museums, Íslensku ICO- MOS nefndarinnar - International Council on Monuments and Sites, viðurkenndra fulltrúa Alþjóðaskjalaráðsins á Ís- landi ICA: International Council on Archives og viðurkenndra fulltrúa Alþjóðasamtaka bókasafna á Íslandi - IFLA: Inter- national Federation of Library Associations. Framangreindir fj órir aðildarfélagar eru aðilar að Landsnefnd Bláa skjaldar- ins á Íslandi á jafnréttisgrundvelli. Í nefndinni sitja fj órir fulltrúar og fj órir eru skipaðir til vara af aðildafélögum. Ný landsnefnd var skipuð í byrjun árs og tók hún við störfum 15. febrúar 2017. Nýja landsnefnd skipa Karen Sigurkarls- dóttir fyrir hönd viðurkenndra fulltrúa Alþjóðaskjalaráðsins á Íslandi, Jóna Kristín Ámundadóttir fyrir hönd Alþjóða- samtaka bókasafna á Íslandi, María Karen Sigurðardóttir fyrir hönd Íslensku ICOMOS nefndarinnar og Nathalie Jacqueminet fyrir hönd Íslandsdeildar ICOM og er hún nýr formaður nefndarinnar. Störf nefndarinnar Markmiðið með stofnun nefndarinnar er meðal annars að auka fagþekkingu þeirra sem starfa á menningarsöfnum um vernd menningararfsins með tilliti til þeirrar vár sem kann að steðja að honum. Má þar nefna til dæmis viðbrögð við náttúruvá, svo sem jarðskjálftum og öskufalli vegna eldgosa, sem við höfum upplifað á síðustu árum. Í þessu tilliti skiptir einnig miklu að huga að fyrirbyggjandi vernd menningar- minja, svo sem á jarðskjálftasvæðum. Þá er það einnig verk- efni nefndarinnar að beita sér fyrir að unnið verði fræðslu- efni, koma upp vefsíðu, standa fyrir námskeiðum og vinna viðbragðsáætlanir um hvernig skuli haga björgunarstarfi þegar vá ber að hendi. Blái skjöldurinn – samstarf um verndun menningarverðmæta Njörður Sigurðsson er með M.A. próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hann starfar sem sviðsstjóri upplýsinga- og skjalasviðs Þjóðskjalasafns Íslands ásamt því að sinna stundakennslu í skjalfræði við sagnfræði- og heimspekideild HÍ. Skrifað undir stofnsamþykkt landsnefndar Bláa skjaldarins á Íslandi 24. október 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.