Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 9

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 9
Bókasafnið 41. árg – 2017 9 Brigitte Bjarnason er með smásölu/verslunarpróf og próf sem skrifstofutæknir. Hún starfar sem bókavörður í Bókasafninu í Hafnarfi rði. Í fyrra kom út hjá Forlaginu önnur bókin í vinsælum þríleik eftir bresku skáldkonuna Sally Green, Villta hliðin. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Forlagið mun ekki gefa út þriðju og síðustu bókina á íslensku. Það þýðir að ef lesendur þrí- leiksins vilja komast að því hvernig fer fyrir Nathan verða þeir einfaldlega að kaupa síðustu bókina á ensku. Það er í sjálfu sér ekkert mál fyrir þá sem skilja ensku vel en engu að síður er það leiðinlegt þegar ekki er hægt að þýða síðustu bókina í þríleik. Þetta er því miður alls ekkert einsdæmi. Árið 2011 kom bókin Græni Atlasinn út og framhald hennar, Annáll eldsins, kom út 2013. Bækurnar tvær eru, eins og áður sagði, hluti af vinsælum þríleik sem nefnist Bækur upphafsins. Nú eru liðin næstum þrjú ár og ekkert spyrst til þeirrar síðustu. Bókafl okkarnir hafa greinilega ekki verið nógu vinsælir. Sama má segja um bækurn- ar Órar og Óreiða sem stelpur á fermingaraldri gleyptu í sig. Þriðja bókin mun ekki koma út á íslensku. Það kemur einnig fyrir að einungis fyrsta bók þríleiks er þýdd. Það er eiginlega verra því þá er lesandinn skilinn eftir algjörlega í lausu lofti. Þannig er staða bókarinnar Blekhjarta eftir Corneliu Funke sem kom út hjá Bjarti árið 2008. Það er mikil synd að næstu tvær bækur hafi ekki verið þýddar því sagan er vel skrifuð og einnig mjög vel þýdd. Það var líka gaman að sjá barnabók eftir þýskan höfund koma út á íslensku. Margar stelpur kannast efl aust við bókafl okkinn Dagbók prinsessu eftir Meg Cabot. Bækurnar eru samtals tíu en einungis sex komu út á íslensku. Síðasta bókin sem kom út á íslensku, Prinsessa í framboði, var gefi n út hjá JPV útgáfu árið 2010. Íslenskir lesendur eru því engu nær hvort samband Míu og Michaels blessist nú eða hvort Mía kemst í gegnum prinsessuþjálfun hjá ömmu sinni. Þessar bækur eru gríðarlega vinsælar hjá stelpum og leitt að ekki koma fl eiri út á Íslandi. Sem bókasafnsstarfsmaður veit ég að það vantar ekki eftirspurnina eftir framhaldinu. Síðustu ár hefur læsi drengja verið mikið í umræðunni og gífurlegt átak var sett af stað til að auka lestur þeirra. Ef til vill vantar hreinlega bækur fyrir þennan markhóp, tíu ára stráka og eldri. Bækur Anthony Horowitz um njósnarann Alex Rider eru tilvaldar fyrir drengi, sem vantar drifkraftinn í að lesa, og raunar alla krakka sem hafa gaman af spennusögum. Það komu tvær Alex Rider bækur út á íslensku, Þrumufl eygur og Heljarþröm, en fl eiri voru ekki þýddar. Horowitz hefur skrifað fl eiri bókafl okka sem væru tilvaldir fyrir þennan svelta lesendahóp. Bækur rithöfundarins Rick Riordans henta líka vel fyrir krakka sem eru ekki áhugasamir um að lesa. Hann hefur skrifað fi mm bókafl okka um ævintýri, forna trú og út- sjónarsama krakka. Fyrstu tvær bækurnar í bókafl okknum hans um hálfguðinn Percy Jackson voru þýddar en þær eru alls fi mm. Bækurnar eru fyndnar og ná vel til ungra lesenda. Þessi afskipti lesendahópur, unglingar og sérstaklega strákar, er efni í aðra grein, langa grein. Það væri hægt að halda áfram og áfram um vænlega bókafl okka sem hefðu runnið eins og heitt súkkulaði ofan í krakka. Bókafl okka þar sem aðeins fyrsta eða fyrstu tvær voru þýddar, eða bókafl okka sem ekki voru þýddir en hefðu vakið lukku. Þegar bækur seljast ekki nóg er forlögunum nauðugur einn kostur að hætta í miðjum bókafl okki. Þau hafa hreinlega ekki efni á að halda áfram. Það eru vissulega vonbrigði þegar bókafl okkar, sem eru vinsælir erlendis og eru spennandi, seljast ekki nóg. En þegar hver bókafl okkurinn á fætur öðrum hættir í miðjum klíðum þá fer maður að spyrja sig hvað sé nóg. Þegar ég sendi Forlaginu tölvupóst fékk ég það svar að ég gæti pantað framhaldsbækurnar á ensku eða nálgast fl estar þeirra á bókasöfnum landsins, á ensku. Fyrst það er svona auðvelt að fá bækur á ensku, hver er þá tilgangurinn með því að gefa út bækur á íslensku? Að ég tali nú ekki bækur fyrir börn og unglinga. Þau skilja og tala hvort eð er ensku jafnvel betur en íslensku. Börn og unglingar eru sjálf byrjuð að uppgötva þenn- an möguleika og æ algengara er að sjá ungmenni lesa enskar bækur. Bókabúðir eins og Eymundsson og Nexus bjóða upp á fj ölbreytt úrval bóka á ensku, sérstaklega unglingabækur. Með því að kaupa bækur á ensku má líka auðveldlega fyrirbyggja pirringinn og aðskilnaðarkvíðann sem kemur þegar hætt er að gefa nýja uppáhaldsbókafl okkinn út á íslensku. Væri ekki langbest að hætta alfarið að gefa út barnabækur á íslensku? Það talar hvort eð er enginn tungumálið nema þessar 300.000 hræður sem búa á grjóthrúgu í hafi nu. Það væri kannski auð- veldast, en ef við viljum halda tungumálinu okkar lifandi þá verðum við að gera eitthvað í málunum. Við Íslendingar eigum mjög sterkt og gott tungumál. Ég álít að hluti af því hvers vegna íslenskan hafi haldið sér svona vel, sé vegna þess að við erum mjög dugleg við að þýða yfi r á móðurmálið okkar, og ekki bara bækur. Allar teiknimyndir sem eru gefnar út eru með íslensku tali og íslenskum söng- textum, sögupersónur og staðir fá íslensk nöfn, hugtök eru þýdd, og svo mætti lengi telja. Íslenskan er allsstaðar í kringum okkur en nú er það aðeins farið að breytast. Með bættu netað- gengi eru börn orðin jafnvíg á ensku og íslensku, stundum betri í enskunni. Kannski á tæknivæðingin sök á því hvers vegna bækur seljast ekki nóg eða kannski eru nýútkomnar bækur ekki kynntar nógu vel. Kannski þurfum við að hvetja börn og ungt fólk til að lesa meira og tryggja aðgengi þeirra að bókum sem þau vilja lesa, til dæmis með því að styrkja starfsemi bókasafna í skólum og almenningsbókasafna. Ég hef enga töfralausn á ástandinu en ég veit þó að á bak við hverja einmana bók er vonsvikinn lesandi. Einmana bækur Sigurlaug Björnsdóttir hefur lokið stúdentsprófi og hefur hafi ð nám í Listaháskólanum. Hún hefur starfað við héraðsbókasafnið á Egilsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.