Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 8
8 Bókasafnið Námskeið fyrir starfsfólk bóksafna án háskólaprófs eru því miður af skornum skammti hér á landi. Hvatinn til að mennta sig, fyrir utan ef lagt er í há- skólanám, virðist ekki vera mikill heldur, því það skilar sér sjaldan í hærri tekjum eða betri stöðu. Ég er bókavörður á Bókasafni Hafnarfj arðar og rakst fyrir nokkrum árum á austurríska og þýska heimasíðu þar sem í boði var athyglisvert fj arnám fyrir faglært og ófaglært starfsfólk bókasafna, svo sem námskeið á sviði barna- og unglingabókmennta (www.stube.at og www.bibweb.de). Háskólanám var ekki skilyrði til innskráningar. Þar sem ég er fædd og uppalin í Þýskalandi var þetta tilvalið nám fyrir mig. Hér á eftir langar mig að kynna stuttlega námsefnið: Námskeiðið „Fokus Kunde” (viðskipavinurinn í öndvegi): - hverjir eru viðskiptavinir okkar, hvaða væntingar hafa þeir - hvernig kynnumst við viðskiptavinum okkar betur, greining markhópa, skoðanakannanir og svo framvegis - markmiðasetning - hvað geta bókasöfn boðið viðskiptavinum sínum - hvernig náum við til viðskiptavina - markaðssetning Námskeiðið „Fokus Jugend” (unglingar í öndvegi): - skilgreina til dæmis hegðun í frítíma, áhrif fj ölmiðla og svo framvegis - hvernig náum við til unglinga, SVÓT-greining, áætl- anagerð - hvaða markmiðum geta bókasöfn unnið að - hvað geta bókasöfn boðið ungum viðskiptavinum - áætlunargerð, þróun, dæmi frá erlendum bókasöfnum - úttektir – Hvenær er bókasafn gott bókasafn? Gæðin eru betri en magnið Námskeiðið „Fokus Kind” (börn í öndvegi): - kynnast börnum til 8 ára aldurs sem markhópi: þroska- stigin, framboð gagna, markaðssetning - dæmi um uppákomur fyrir börn 0-3 ára, 3-6 ára, 6-8 ára - samvinna við ýmsa aðila til dæmis leikskóla, grunnskóla, lækna, foreldra - barnadeildin: hönnun, innréttingar og fl eira - gagnaframboð: bækur, myndir, tímarit og fl eira - dæmi úr öðrum bókasöfnum innlendum sem erlendum Námskeiðið „Barna- og unglingabókmenntir”: - nota hugmyndafl ug gegn hversdagslegum ótta - nóttin í ungbarnabókmenntun - trén sem sögusvið í barna- og unglingabókmenntum - lestrarörvun - kynning á frægum barnabókahöfundum og mynd- skreytum - sögulegar barna- og unglingarbókmenntir, glæpasögur, fantasíubókmenntir, ungbarnabækur, ævintýri, ljóð - almenn staða barnabókamenningar Námskeið „Die Welt erlesen” (Að uppgötva heiminn í gegnum lestur): - að segja frá til að muna - fi nna og fi nna upp - frá konum og körlum - tilgangur og hamingja - gagnrýninn lestur og fl eira Námið var afar fróðlegt og skemmtilegt en því miður hefur þetta nám ekki gagnast mér mikið í starfi . Bókaverðir mega afgreiða og raða í hillur en fá sjaldan tækifæri til að taka þátt á öðrum sviðum í starfi bókasafna. Þeir hafa oft á tíðum ýmis konar bakgrunn, menntun, áhuga og hæfi leika en sjaldan er tekið tillit til þess í dalegu starfi . Markmið bókasafna ætti að vera að virkja allt starfsfólk, hvort sem það hefur lokið háskólanámi eður ei, til samvinnu og nýta þá hæfi leika sem það hefur til að gera vinnuna skemmtilega og árangursríka. Það mun líka skila sér til viðskiptavina og kemur í veg fyrir stöðnum. Hvaða möguleika hafa bókaverðir á Íslandi til að mennta sig? Brigitte Bjarnason er með smásölu/verslunarpróf og próf sem skrifstofutæknir. Hún starfar sem bókavörður í Bókasafninu í Hafnarfi rði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.