Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 5
Bókasafnið 41. árg – 2017 5 Hvað virkar vel í náminu að þínu mati? Mér fi nnst þetta í heildina vera að ganga nokkuð vel. Við erum með starfsréttindanám, það er nám sem er með löggildingu. Algengt er með starfsréttindagreinar, eins og líka lögfræði og læknisfræði til dæmis, að lítið sé um val og það er eitthvað sem nemendur okkar þurfa að gera sér grein fyrir. Við erum með námið eingöngu á meistarastigi núna og mér fi nnst það hafa verið bót mála að því var breytt. Við erum í rauninni að útskrifa nemendur með mun meiri og haldbetri menntun heldur en þegar við vorum eingöngu með námið á BA-stigi. Nú er fólk annars vegar að koma úr öðrum greinum en upplýsingafræði og er þá með grunninn úr annarri grein og tekur þá upplýsingafræðina, MIS-nám, ofan á og hins vegar erum við með MA-nám en það sækja nemendur sem hafa lokið BA-prófi í upplýsingafræði. Þeir nemendur eru þá meira með einstaklingsbundið nám, velja námið og námskeið út frá lokarannsókn og þeir gera venju- lega stærri rannsókn heldur en MIS-nemarnir. Nemendur geta einnig komið til okkar í diplómanám á meistarastigi og algengt er að þeir sem því ljúka haldi áfram og útskrifi st með meistaragráðu í upplýsingafræði. Námið er þannig að koma þessum hópum mjög vel. Hvað varðar beint starfsnám eins og vettvangsnám; ég hefði viljað sjá meira af því þannig að nemendur gætu verið aðeins meira á vettvangi. Við erum með samninga við fj ölmörg bókasöfn um vettvangsnám og stóru opinberu skjalasöfnin hafa verið mjög liðleg varðandi það að taka nemendur í vettvangsnám og sama má segja um fj ölmargar stofnanir og fyrirtæki. Nemendur hafa yfi rleitt verið ánægð- ir með starfsnámið og fengið leiðsögn sérfræðinga á þessum stöðum við að vinna í eina viku á hverjum stað. Þegar ég kom til starfa við námsbrautina um aldamótin 2000, var engu vettvangsnámi til að dreifa. Mér fannst það ekki ganga. Þegar ég var í náminu hafði ég fengið vettvangs- nám sem dugði mér vel til þess að fá innsýn í starfi ð en ég vann um árabil hjá almennings- og skólasafni og setti upp fj ölmörg sérfræðibókasöfn hjá stofnunum og fyrirtækjum. Reyndar var starfsnámið ekki mikið, tvær vikur alls hjá mismunandi bókasafnstegundum. Ég hefði gjarnan viljað fá einhverja starfsþjálfun varðandi skjalastjórn en kennsla á því sviði var ekki fyrir hendi á þeim tíma. Þá menntun þurfti ég síðar að sækja til útlanda og starfsvettvangur minn varð á endanum að mestu á sviði skjalastjórnar. Námsvinnuna vantaði sem sagt þegar ég kom til starfa við Háskólann um 2000 og ég ákvað þá að fá fundi með for- stöðumönnum hinna ýmsu bókasafnstegunda. Ég, ásamt þáverandi deildarforseta, gerðum svo samninga við mörg bókasöfn um að veita nemendum aðgang að vettvangsnámi án þess að námsbrautin þyrfti að borga fyrir. Þess þurfti áður og það var, skilst mér, ástæðan fyrir því að vettvangs- námið var lagt niður á sínum tíma. Ég hef heyrt á þeim, sem tekið hafa nemendur í vettvangsnám, að það sé gagn- kvæmur ávinningur, bæði fyrir nemendur og vettvanginn. Mér fi nnst líka, þó svo að nemendur séu komnir með þann einingafj ölda sem þarf til þess að ljúka meistaraprófi , sjálf- sagt fyrir þá að bæta við sig vettvangsnámi, jafnvel á fl eiri en einum stað, og valnámskeiðum þó svo að þeir þurfi ekki á því að halda innan einingafj öldaviðmiða. Það nýtist þeim alltaf á endanum í starfi nu og/eða áframhaldandi námi. Við höfum sæmilega gott námsframboð miðað við allt og allt, þann fj árhagsramma sem við höfum. Við erum með fasta kennara hér en erum líka með talsvert af kennurum úr atvinnulífi nu sem er mjög gott, svo og kennurum frá stofnunum. Kennarar koma frá Þjóðarbókhlöðu og kenna á bókasafnskerfi n, Gegni og annað tengt. Við fáum einnig kennara til þess að koma inn í námskeið og kenna verklega tíma í rafrænum skjalastjórnarkerfum. Mér fi nnst þetta mikill kostur og við erum óendanlega þakklát þessu góða og færa fólki sem leggur svo mikið af mörkum til náms- greinarinnar. Fastir kennarar eru fj órir núna, tveir prófess- orar og tveir aðjúnktar. Auðvitað stefnum við að því að ráða fl eiri fasta kennara en eins og er leyfi r fj árhagurinn það ekki. Ég tel mikilvægt að fastir kennarar hafi góða starfs- reynslu í faginu þegar þeir koma að kenna hjá okkur, þetta er jú starfsnám. Það hefur þó æxlast þannig að þetta hefur verið svona upp og ofan, hvernig þessu hefur háttað í náms- greininni, og stundum ráðnir kennarar með litla eða enga starfreynslu. Einnig er jákvætt að við bjóðum upp á fj arnám og staðbundið nám samtímis í öllum námskeiðum. Það er jákvætt þar sem fólk utan af landi hefur viljað koma í námið til okkar og alloft höfum við verið með nemendur sem búa í útlöndum. Við getum allvel við unað hvað varðar aðsókn í námið. Við fáum inn nemendur jafnt og þétt og höfum ekki fundið fyrir eins mikilli nemendafækkun og sumar aðrar greinar við Háskólann. Mér fi nnst það einnig vera kostur að á end- Nám í upplýsingafræði við Háskóla Íslands frá sjónarhóli kennara Jóhanna Gunnlaugsdóttir hefur lokið BA í upplýsingafræði og sagnfræði frá Háskóla Íslands, MSc (Econ) frá Háskólanum í Wales í stjórnun og rekstri og PhD frá Háskólanum í Tampere í rafrænum skjalastjórnarkerfum. Hún starfar sem prófessor við námsbraut í upplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.