Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 49

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 49
Bókasafnið 41. árg – 2017 49 á bókasöfnum, sérstaklega sérfræðibókasöfnum sem hafa víða verið lögð niður og óðal þeirra minnkað. Fagvinnu á skjalasöfnum er ekki hægt að deila að sama marki. Þar hefur aukning orðið bæði á fjölda þjónustueininga og fjölda stöðugilda. Fram til 2001 fækkaði karlmönnum í starfi á rannsókna- sviðinu hlutfallslega en fjölgaði aftur til 2014. Erfitt er að sjá hvað veldur hækkun á aldri starfsfólks. Það gæti tengst því að menntunarstig hefur hækkað og bókasafns- og upp- lýsingafræðingum með meistaragráðu hefur fjölgað. Það að færa upplýsingafræðinámið alfarið á meistarastig er líklegt til þess að valda frekari hækkun á meðalaldri starfsfólks en þess ætti ekki að hafa verið farið að gæta á rannsóknartíma 2014. Fækkun sjálfboðaliða um 90.5% frá 1989-2014 á sér tvenns konar skýringar. Annars vegar fækkaði sjálfboðaliðum á fyrra könnunartímabilinu vegna þess að litlum fjárvana lestrarfélögum og almenningsbókasöfnum aðallega á lands- byggðinni fækkaði vegna sameiningar þjónustueininga. En á seinna könnunartímabilinu einnig vegna þess að bóka- safnsþjónusta við sjúklinga og vistmenn stofnana lagðist víða af og lítil almenningsbókasöfn og lestrarfélög voru ekki með í 2014-könnuninni. Námsframboð hefur þróast í samræmi við breytingar á starfsumhverfi með aukinni áherslu á skjalastjórn og flutn- ingi námsins alfarið á meistarastig þar sem önnur menntun verður undirstaða upplýsingafræðinámsins. Í grunnnáminu munu nemendur sérhæfa sig í þeirri grein sem gagnleg verður á því sviði sem þeir hyggjast starfa á í framtíðinni eftir að hafa bætt við sig meistaragráðu í upplýsingafræði. Auk skjalastjórnar ættu upplýsingafræðingar að leggja áherslu á að auka hlut sinn í þekkingarstjórn hvers konar. Samantekt Á rannsóknartíma fækkaði einingum almennings-, grunn- skóla- og framhaldsskólabókasafna aðallega vegna áhrifa af lagabreytingum og stefnumörkun stjórnvalda. Einnig fækkaði sérfræðibókasöfnum, ástæðu þess má rekja til áhrifa nýrrar tækni við vistun, geymd og miðlun þekkingar og upplýsinga. Þá jókst mikilvægi skjalastjórnar meðal annars vegna lagabreytinga og eftirspurn eftir bókasafns- og upp- lýsingafræðingum til skjalastjórnarstarfa virtist festast í sessi. Samkvæmt kenningu Abbott (1988) er það dæmi um yfirfærslu þekkingar við vistun, geymd og miðlun þekkingar og upplýsinga á bókasöfnum yfir á svið skjalastjórnar. Fækkun safnategundanna var ekki söm og jöfn allt rann- sóknatímabilið. Á fyrri hluta þess (1989-2001) fækkaði hreinum almennings- og sérfræðibókasöfnum en almenn- ingsbókasöfnum sem sameinuð höfðu verið öðrum safn- ategundum og einnig sameinuðum sérfræðibókasöfnum og skjalastjórnareiningum fjölgaði. Á seinna hluta rannsóknar- tímabilsins (2001-2014) fækkaði almennings-, grunnskóla-, framhaldsskóla og sérfræðibókasöfnum verulega en skjala- stjórnareiningum fjölgaði. Stefnumörkun á almenningsbókasöfnum varð til þess að þar fækkaði bókasafnsfræðingum í stjórnunar- og stefnu- mótunarstöðum en starfsfólki með aðra háskólamenntun fjölgaði, að því er virtist vegna aukinnar áherslu á miðlun annars konar menningar en bókmenningar. Þar sem þetta á við virðist um einhliða ákvörðun stjórnenda almennings- bókasafna að ræða vegna þess að könnun höfundar á óskum almennings um þjónustu almenningsbókasafna 2015 leiddi í ljós að almenningur mat hefðbundna bókasafnsþjónustu mikilvægasta. Að hluta til má ætla að það hafi verið vegna áhrifa starfsfólks með aðra háskólamenntun en bókasafns- og upplýsingafræði. Ákvörðun um breytta starfsmanna- stefnu virðist tekin einhliða án þess að hugað sé að hvernig manna þarf störf til þess að geta boðið upp á þá þjónustu sem almenningur telur mikilvægasta, nefnilega bókasafns- og upplýsingaþjónustu. Skortur á hæfu starfsfólki til þess að sinna bókasafns- og upplýsingaþjónustu skerðir aðgang að þekkingu og upplýsingum og veldur því að hæfni al- menningsbókasafna til þess að sinna einu helsta hlutverki sínu, því að standa vörð um lýðræðið minnkar (Thorhauge, Larsen, Thun, Albrechtsen, 1997, viii-ix). Það er ógn við lýðræðið. Námsframboð hefur þróast í samræmi við breytingar á starfsumhverfi með aukinni áherslu á skjalastjórn og flutningi námsins alfarið á meistarastig þar sem önnur menntun verður undirstaða upplýsingafræðinámsins. Auk skjalastjórnar ættu upplýsingafræðingar að leggja áherslu á að auka hlut sinn í þekkingarstjórn hvers konar. Heimildir 100 stærstu [fyrirtækin] 1987. (1988). Ár mikilla tækifæra: Frjáls verslun birtir árlega lista yfir 100 stærstu fyrirtæki á Íslandi. Frjáls verslun, 1988 (9), 18-64. Abbott, A. (1988). The system of professions: An essay on the division of expert labor. Chicago: University of Chicago Press. Alda Davíðsdóttir. (2016). Viðhorfskönnun meðal íbúa Vesturbyggðar fyrir bókasafns og upplýsingaþjónustu. Reykjavík: Háskóli Íslands. Loka- verkefni til MIS gráðu í upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Sótt 9.9.2016 af http://skemman.is/stream/get/1946/24297/55371/1/ MIS_ritger%C3%B0_Alda_Dav%C3%AD%C3%B0sd%C3%B3ttir.pdf. Borgarbókasafnið menningarhús. (2016, 8. október). Safnstjóri Borgarbókasafnsins Grófinni. Morgunblaðið, Atvinna bls. 14. Bókasafnalög nr. 150/2012, breytt með lögum nr. 115/2015. Bókavarðafélag Íslands. Skráningarnefnd. (1970). Skráningarreglur bókasafna. Reykjavík: [s.n.]. Dewey, M. (1970). Flokkunarkerfi fyrir íslenzk bókasöfn: Þýtt og staðfært eftir Dewey Decimal Classification. Reykjavík: Bókafulltrúi ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.