Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 31

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 31
Bókasafnið 41. árg – 2017 31 Inngangur Með birtingu þessarar yfi rlitsgreinar er gefi n innsýn inn í texta mun lengri greinar sem fyrir- hugað er að birta í rafrænu formi síðar. Um viðamikið og sérhæft verkefni er að ræða og eru gefnar lýsingar á vinnubrögðum við skráningu og skönnun landfræðilegra gagna- safna hjá opinberra skjalamyndurum. Elstu skjölin má rekja langt aftur í aldir en fl est eru frá 19. og 20. öld. Leiðbeiningar hafa verið af skornum skammti hingað til og nær ekkert verið skrifað um skjalfræðilega skráningu landfræðilegra heimilda hér á landi. Markmiðið með þessu yfi rliti, og síðar birtingu rafrænnar greinar í fullri lengd, er að bæta úr þeim skorti. (Heimildaskrá fylgir ekki hér). Til þess að stilla strengina er rétt að gefa lesendum strax í byrjun hugmynd um hvað felst í skilgreiningunni land- fræðilegar heimildir eða landfræðileg gögn, en það eru þau gögn, í hvaða formi sem er, sem gefa möguleika á að verða staðsett á yfi rborði jarðar. Höfundur vann viðamikla meistaraprófsrannsókn á land- fræðilegum heimildasöfnum í íslenskum ríkisstofnunum (svörun var 67%). Þjóðskjalasafn Íslands (eftirleiðis ÞÍ) var á meðal þátttakenda. Gagnaöfl un hófst á árinu 2010 og niður- stöður birtust í lokaverkefni 2013. Sem dæmi um niður- stöður, sem gáfu frekar dökka mynd af stöðu þess sögulega menningararfs sem gögnin eru, má nefna óvissu um magn (sem reyndist mjög mikið), óöryggi gagnanna, sem tengist aðgengi og geymslum og skort á þekkingu á gögnunum hjá þátttakendum. Um leið og vísað er í rannsókn höfundar og ritrýnda grein um hana í Bókasafninu 2015, er bent á lög um opinber skjöl og reglur og leiðbeiningar ÞÍ sem einatt eru til hliðsjónar. Landfræðileg gögn (skjöl) eru skjalfræðilega fl okkuð sem sérstakur skjalafl okkur í opinberum skjalasöfnum og þarfn- ast sértækra úrræða af ástæðum eins og formi, misstórum gagnastærðum, mismunandi efniviði og miklum fj ölda eintaka í stórum samstæðum söfnum. Sú staðreynd blasir við öllum sem að skráningu opinberra frumgagna koma, að þeir hafa í höndunum menningar- verðmæti og þjóðararf sem mikil ábyrgð fylgir. Gögnin segja merkilega sögu um framþróun og ákvarðanir sem teknar voru í tímans rás. Sú saga liggur dauð og ónothæf ef gögnin liggja misvel skráð og engum aðgengileg. Í meginmáli þessa yfi rlits verður farið yfi r nokkur grunnatriði sem taka þarf fyrir áður en að sjálfri skráningu gagnanna kemur. Því næst eru nokkur orð um tvenns konar for- könnun og loks er fj allað um skráningarferlið og skönnun gagnanna sem lokamarkmið fyrir skylduskil til ÞÍ. Endað er á hvatningarorðum. Sjö grunnatriði fyrir skráningu landfræðilegs heimildasafns Þegar ráðast á í það stóra verkefni að skrá landfræðilegt heimildasafn í opinberri stofnun stendur skrásetjarinn frammi fyrir því að þurfa að kynna sér uppruna safnsins. Elstu íslensku landfræðilegu frumskjölin má að miklu leyti rekja til eins og sama embættis, embættis landsverkfræðings. Skoða þarf upphaf skjalamyndarans (stofnunar), lög og aðrar sögulegar upplýsingar og leita til ÞÍ (ef einhverju hefur verið skilað þangað). Heimildasöfnin eru ekki stundarfyrirbæri, þau geyma upplýsingar sem hvergi fi nnast annars staðar og hafa langan líftíma sem rannsóknargögn. Eftirfarandi sjö grunnatriði skal taka gagngert fyrir við upphaf skráningar- vinnunnar (örstuttar skýringar fylgja hér): 1) Lög og reglur um stofnunina: Skrásetjari kynnir sér þau lög sem giltu þegar skjölin voru mynduð ásamt þá- verandi hlutverki stofnunarinnar, skráir hjá sér lykilfólk þess tíma og skoðar eldri útgefnar heimildir. Einnig kynnir hann sér þróun og breytingar á stofnuninni. 2) Lög og reglur um opinber skjöl (og Þjóðskjalasafn Íslands): Skrásetjarinn skal þekkja vel lög og skjalfræðilegar reglur sem gilda um heimildasöfnin og sem hann skal vinna eftir. Heimasafn skrásetjarans verður að starfa samkvæmt skjalavistunaráætlun, hafa skilgreinda skjala- fl okka og svo framvegis. Hafa skal í upphafi samband við ÞÍ og biðja um tengilið fyrir gagnkvæm samskipti. 3) Skyldur og hlutverk stjórnanda stofnunar: Skrásetjari verður að þekkja mun á sínum skyldum og skyldum stjórnanda stofnunar (samanber lög um opinber skjala- söfn). Stjórnandinn er lykilaðili þess að landfræðilegu frumgögnin verði afrituð og gerð notendum aðgengileg (vegna kostnaðar). Yfi rlitsgrein um skráningu og skönnun landfræðilegra frumheimilda – hvernig ber skrásetjarinn sig að? Þórunn Erla Sighvats hefur lokið B.Ed.-prófi , réttindanámi í bókasafns- og upplýsingafræði og MLIS-prófi . Hún starfar hjá Orkustofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.