Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 18
18 Bókasafnið
Bókasafn Hafnarfj arðar hefur undanfarin ár boðið upp á foreldramorgna á bókasafninu fyrir nýbakaða eða verðandi foreldra. Um er að ræða samverustund
annan hvern þriðjudag frá kl. 10-12 yfi r vetrartímann en
auk þess er boðið upp á fyrirlestra og ráðgjöf um alls kyns
málefni sem brenna á foreldrum.
Hvers vegna foreldramorgnar?
Hugmyndin um foreldramorgna er ekki ný af nálinni en
þeir höfðu þó ekki staðið áður til boða á Bókasafni Hafnar-
fj arðar eða nágrannasöfnum okkar. Eitt af meginmark-
miðum bókasafnsins er að vera íbúum bæjarins miðstöð
upplýsinga, menntunar, menningar og afþreyingar og
sjáum við foreldramorgnana sem hluta af þeirri þjónustu.
Hér er verið að miðla upplýsingum um ákveðin málefni til
bæjarbúa auk þess sem foreldramorgnarnir eru vettvangur
fyrir áðurnefnda hópa að koma saman, deila reynslu og eiga
samverustund.
Hvað er gert á foreldramorgnum?
Á foreldramorgnum koma foreldrar og verðandi foreldrar
saman, spjalla og eiga huggulega samverustund. Einu sinni
í mánuði höfum við einnig boðið upp á fyrirlestra af ýmsu
tagi sem tengjast foreldrahlutverkinu, uppeldi og þess háttar.
Núna fyrir áramót fengum við til okkar þrjá fyrirlesara sem
fj ölluðu um ungbarnanudd, líkamsbeitingu og svefn ungra
barna. Við hófum dagskrána á heimsókn frá Hrönn Guð-
jónsdóttur heilsunuddara sem var með verklega kennslu í
ungbarnanuddi þar sem foreldrar tóku þátt með börnum
sínum. Foreldrar gátu því farið heim að loknum tímanum
og nuddað. Því næst kom Hafdís Sverrisdóttir iðjuþjálfi
og vinnuvistfræðingur sem ræddi um mikilvægi góðrar og
meðvitaðrar líkamsbeitingar, bæði á meðgöngu og eftir
fæðingu barns. Hafdís hefur einnig sérhæft sig í hreyfi -
þroska barna og fór hún yfi r mikilvægi hreyfi ngar fyrir ung
börn. Að síðustu kom til okkar Soff ía Bæringsdóttir doula
sem var með svefnráðgjöf þar sem farið var yfi r svefn og
svefnþarfi r barna, hvað teljist eðlilegt svefnmynstur og benti
á leiðir til þess að skapa heilbrigt svefnumhverfi . Í öllum
tilfellunum var rými fyrir spurningar og umræður sem gáfu
góða raun.
Hvernig hafa viðtökurnar verið?
Mæting á fyrirlestrana hefur alltaf verið góð. Í fyrra var til
dæmis mikil aðsókn að fyrirlestri um skyndihjálp barna
og áttum við í vandræðum með að koma öllum fyrir. Við
brugðum því á það ráð að halda annan samskonar fyrirlestur
stuttu seinna. Í óformlega kaffi spjallið hefur mæting verið
misgóð en þó hefur alltaf verið ákveðinn kjarni af foreldrum
sem mætir reglulega.
Hvað er svo á döfi nni hjá ykkur?
Það verður heilmikið um að vera hjá okkur í ár og mun þar
kenna ýmissa grasa, allt frá mataræði til kynlífs. Mánaðar-
legir fyrirlestrar vorannar (sjá að neðan) munu að öllum
líkindum að mestu hafa farið fram við útkomu blaðsins
en að þeim loknum fara foreldramorgnarnir í sumarfrí og
við hefj um leik aftur í haust, fersk og full af nýjum hug-
myndum!
• Skyndihjálp ungbarna - 24. janúar 2017
Rauði krossinn í Hafnarfi rði kemur og fer yfi r mikilvæg
atriði í skyndihjálp barna.
• Stjúptengsl – hvað auðveldar aðlögun fj ölskyldumeð-
lima? – 21. febrúar 2017
Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi hjá Stjúp-
tengslum (www.stjuptengsl.is) kemur til okkar og spjallar
um hin ýmsu atriði sem þarf að hafa í huga og geta
komið upp þegar nýr einstaklingur fæðist í stjúpfj öl-
skyldum.
Foreldramorgnar á
Bókasafni Hafnarfjarðar
Edda Hrund Svanhildardóttir, MLIS og starfar sem deildarstjóri á Bókasafni Hafnarfj arðar.
Eva Dögg Diego Þorkelsdóttir, MLIS og starfar sem deildarstjóri á Bókasafni Hafnarfj arðar.
Linda Rós Arnarsdóttir, BA í frönsku og starfar sem deildarstjóri á Bókasafni Hafnarfj arðar.
Sigrún Sigurjónsdóttir, sveinspróf í gull- og silfursmíði og starfar sem bókavörður á Bókasafni Hafnarfj arðar.