Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 17

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 17
Bókasafnið 41. árg – 2017 17 svæði mið af því. Það var því nóg um að vera og vorum við svo heppnar að vinna miða í happadrætti á hafnaboltaleik sem við brugðum okkur á eitt kvöldið. Það var upplifun út af fyrir sig! Sem fulltrúar Upplýsingar höfðum við einnig formlegum skyldum að gegna og var þar margt áhugavert, gagnlegt og skemmtilegt í boði. Það er venja að haldinn sé svokall- aður svæðisfundur Norrænu bókavarðafélaganna (Caucus: Nordic Countries) og var hann haldinn laugardaginn 13. ágúst. Norrænu bókavarðafélögin skiptast á að halda fund- inn og í ár voru það tvö félög sem héldu fundinn saman, norska bókavarðafélagið og hið íslenska, Upplýsing. Nýr aðalritari IFLA, Gerald Leitner, ávarpaði fundinn og Maria Carme Torras Calvo, fulltrúi Norðurlandanna í stjórn IFLA sagði frá því sem er á döfinni hjá samtökunum. Í lokin var svo boðið upp á léttar veitingar og gafst þá tækifæri fyrir viðstadda til að hitta gamla félaga og kynnast nýjum. Full- trúar norrænu bókavarðafélaganna hittust svo á hádegis- verðarfundi og ræddu um þau mál sem eru á döfinni hjá félögunum og bókasöfnum almennt í hverju landi en það Bókasafnssjálfsali sem sýndur var á kynningu framleiðanda gagna og búnaðar fyrir bókasöfn Einn af fjölmörgum kynningarbásum á sýningu framleiðanda gagna og búnaðar fyrir bókasöfn Einn af mörgum stórum göngum ráð- stefnuhallarinnar er hefð fyrir því að fulltrúar félaganna hittist einu sinni á ári á IFLA og svo skiptast félögin á að bjóða á fund í sínu heimalandi og eru þeir fundir einnig einu sinni á ári. Til gamans má geta að fulltrúar norrænu bókavarðafélagana hittust í Reykjavík í febrúar 2016 og á þessu ári hittumst við í Stokkhólmi í Svíþjóð. Sem fulltrúar Upplýsingar fórum við einnig á fund fastanefndar IFLA um stjór- nun bókavarðafélaga og var það mjög gagnlegur fundur. Einnig sátum við aðalfund IFLA þar sem gengið var til atkvæða um nokkur málefni en Upplýsing á atkvæðisrétt þar. Heimsráðstefna IFLA er stór og vegleg ráðstefna með ógrynni af fyrirlestrum og uppákomum og er óhætt að segja að það sé ekki raunhæft að komast á alla þá fyrir- lestra sem maður hefur áhuga á að sjá. Einnig getur úrvalið virkað oft yfirþyrmandi og ekki laust við að maður upplifi örlitla ofgnótt upplýsinga! En það er mikil og góð upplifun að fara á IFLA ráðstefnu, lykilatriðið er að vera skipulagður, sætta sig við að það er bara til eitt eintak af manni sjálfum og þar af leiðir getur maður ekki séð og upplifað allt. Næsta IFLA ráðstefna verður haldin í Wroclaw í Póllandi dagana 19. – 25. ágúst á þessu ári og er það svo sannarlega þess virði að skrá sig og skreppa. Það jafnast á við gott endurmenntunarnámskeið að fara á IFLA ráðstefnu og kemur maður margfalt fróðari til baka. Einnig kynnist maður og myndar tengsl við kollega frá ýmsum löndum og maður kemst að því að nafnspjöldin lifa enn góðu lífi. En munið, það er engin ein leið til að IFLA rétt! Ef þið eigið einhvern tímann leið á IFLA ráðstefnu veljið þá það sem þið teljið gagnast ykkur að sjá, ekki hika við að fara af fyrirlestrum ef þeir heilla ekki og á þann næsta og passið ykkur að vera sveigjanleg og tilbúin til að breyta plani ykkar ef þörf krefur. Nánari upplýsingar um næstu ráðstefnu IFLA má finna á slóðinni http://2017.ifla.org.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.