Fréttablaðið - 30.09.2017, Page 12
Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2018
Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til
heilsueflingar og forvarna á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar og
tannverndar auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna.
Áhersla er lögð á eftirfarandi:
• Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu.
• Árangursríkar áfengis, vímu- og tóbaksvarnir.
• Árangursríkar forvarnir sem tengjast kynheilbrigði.
• Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði svefni og hreyfingu.
• Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu.
• Verkefni sem tengjast nýsköpun á sviði forvarna og heilsueflingar.
Við úthlutun verður tekið mið af lýðheilsustefnu velferðarráðuneytisins, sbr. skjalið
Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi –
með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. (Útg. 2016)
Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang:
- Verkefni sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í samfélaginu.
- Verkefni með eigin fjármögnun og/eða aðra fjármögnun.
Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið.
Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila
framvinduskýrslu að verkefni loknu.
Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2017 og skal sótt um á vefsvæði
Lýðheilsusjóðs, http://lydheilsusjodur.sidan.is/pages/.
Nánari upplýsingar í síma 510 1900 eða á vef Embættis landlæknis.
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins.
Embætti landlæknis - Barónsstíg 47 - 101 Reykjavík - Sími 5101900 - lydheilsusjodur@landlaeknir.is - www.landlaeknir.is
MjanMar Talið er að um sextíu
flóttamenn af þjóðflokki Rohingja
hafi farist þegar báti þeirra hvolfdi
við strönd Bangladess. Rohingjarnir
voru að reyna að flýja til Bangla-
dess frá Mjanmar en samkvæmt
Sameinuðu þjóðunum gerir ríkis-
stjórn Mjanmar um þessar mundir
þjóðernishreinsanir á Rohingjum,
sem eru múslimar, í Rakhine-héraði
ríkisins.
Sameinuðu þjóðirnar greindu
frá slysinu í gær og sagði talsmaður
þeirra að staðfest væri að 23 hefðu
farist. Fjörutíu væri enn saknað og
þeir því taldir af.
Tugir til viðbótar hafa dáið undan-
farnar vikur á leiðinni til Bangladess
en nærri hálf milljón Rohingja hefur
flúið til ríkisins frá því átök brutust
út í Rakhine-héraði þann 25. ágúst
síðastliðinn. Gerðu skæruliðar úr
röðum Rohingja þá árás á herstöð og
svöruðu jafnt almennir borgarar, sem
flestir eru búddistar, og hermenn
árásinni með því að brenna bæi
Rohingja og taka þá af lífi án dóms
og laga, að því er mannréttindastjóri
Sameinuðu þjóðanna hefur haldið
fram.
Rohingjar hafa lengi sætt mis-
munun í Mjanmar. Er þeim neitað
um ríkisborgararétt og þeir álitnir
ólöglegir innflytjendur, burtséð frá
því hvort þeir hafi fæðst í Mjanmar
eða ekki.
Joel Millman, talsmaður Alþjóða-
flóttamannastofnunarinnar, sagði í
samtali við BBC í gær að um áttatíu
hefðu verið í bátnum. „Þeir sem lifðu
slysið af segjast hafa verið í sjónum
í alla nótt, án matar og drykkjar,“
sagði Millman og bætti því við að
nokkur börn hefðu verið á meðal
hinna látnu.
Í samtali við Reuters sagði Abdul
Kalam, einn flóttamannanna að eig-
inkona hans, tvö börn og eitt barna-
barn hefðu drukknað. Þau hefðu
ákveðið að flýja frá Rakhine-héraði
eftir að vopnaðir búddistar stálu búfé
þeirra og matarbirgðum.
Greint var frá því í gær að ríkis-
stjórn Mjanmar hefði frestað
heimsókn diplómata Sameinuðu
þjóðanna til ríkisins um viku. Skýr-
ingin var sú að slæmt veður byði ekki
upp á annað.
Ríkisstjórn Mjanmar hefur alfar-
ið hafnað öllum ásökunum um að
standa að þjóðernishreinsunum en
alþjóðasamfélagið er á öðru máli.
Nikki Haley, sendiherra Banda-
ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum,
kallaði eftir því á fimmtudag að ríki
heimsins ættu að hætta allri vopna-
sölu til Mjanmar þar til ríkisstjórnin
tekur ábyrgð á gjörðum sínum. „Það
ætti að koma þeim frá völdum sem
hafa verið sakaðir um þessi brot og
sækja þau til saka,“ sagði Haley.
Antonio Guterres, framkvæmda-
stjóri SÞ, tjáði sig um ástandið á alls-
herjarþinginu fyrr í mánuðinum.
Sagði hann að ofbeldið í Mjanmar
væri orðið að algjörri martröð og
kallaði eftir bættu aðgengi hjálpar-
og mannúðarsamtaka að svæðinu
en eins og er er það aðgengi verulega
takmarkað. thorgnyr@frettabladid.is
Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta
Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess.
Nærri hálf milljón Rohingja hefur flúið ofsóknir í Rakhine-héraði Mjanmar og tugir hafa farist á leiðinni til Bangladess undanfarið.
Sorgin heltók þennan Rohingja-múslima þegar hann sat yfir líki ungrar dóttur sinnar sem hafði drukknað á leiðinni frá
Mjanmar til Bangladess, en nokkur börn voru á meðal þeirra sem létust þegar bátnum hvolfdi. NoRdicphotoS/AFp
Spánn Nærri öruggt þykir að meiri-
hluti kjósenda muni greiða atkvæði
með því að lýsa yfir sjálfstæði þegar
Katalónar ganga til kosninga á
morgun.
Er það vegna þess að flokkar sem
andvígir eru sjálfstæði, og hafa um
fjörutíu prósent þingsæta, hafa hvatt
stuðningsmenn sína til að sniðganga
kosningarnar.
Lítið er um skoðanakannanir í
málinu en sú nýjasta sem Frétta-
blaðið fann birtist á katalónsku
fréttasíðunni Ara þann 16. septem-
ber síðastliðinn. Sögðust 44,1 pró-
sent vilja sjálfstæði en 38,1 prósent
ekki.
Spánverjar hafa ítrekað lýst því
yfir að kosningar morgundagsins
séu ólöglegar og verða niðurstöður
kosninganna því ekki virtar.
Jafnframt hafa Spánverjar sent
þúsundir lögreglumanna til Kata-
lóníu og hefur lögreglu verið skipað
að gera öll kjörgögn upptæk.
Katalónar halda hins vegar
ótrauðir áfram og reyna sjálfstæðis-
sinnar að verja kosningarnar.
Til að mynda keyrði dráttarvéla-
lest inn í höfuðborgina Barcelona í
gær og veifuðu bændurnir sem óku
vélunum kjörseðlum og fána Kata-
lóníu til þess að hvetja fólk til þess að
mæta á kjörstað.
Bændurnir ætla sér að leggja drátt-
arvélum sínum fyrir utan kjörstaði
víðs vegar um borgina á morgun.
Hyggjast þeir gera það í þeim tilgangi
að hindra aðgerðir lögreglu svo hún
geti ekki gert kjörgögn upptæk.
Í ljósi sniðgöngu sambandssinna
og aðgerða lögreglu má búast við því
að kjörsókn verði dræm en, eins og
áður segir, stórsigri sjálfstæðissinna.
Samkvæmt katalónskum lögum
er yfirvöldum héraðsins heimilt að
lýsa yfir sjálfstæði allt að 48 klukku-
stundum eftir að niðurstöður kosn-
inganna koma í ljós.
Carles Puidgemont, forseti Kata-
lóníu, sagði við BBC að ekki væri úti-
lokað að sjálfstæði yrði ekki lýst yfir.
„Ef til vill reynum við að setjast niður
með spænsku ríkisstjórninni.“ – þea
Meirihluti kýs sjálfstæði
dráttarvélalest ók inn í Barcelona til þess að hvetja borgara til þess að kjósa.
NoRdicphotoS/AFp
23
fórust þegar báti Rohingja
á flótta hvolfdi við strendur
Bangladess.
Vegna fréttar sem birtist í
Fréttablaðinu á bls. 8 þann 29.
september undir fyrirsögninni
„RÚV-sátt dýrari en allir
meiðyrðadómar“ skal það tekið
fram að fyrirsögnin vísaði til
meiðyrðamála síðustu fimm ára, en
ekki frá upphafi.
árétting
3 0 . S e p t e M b e r 2 0 1 7 L a U g a r D a g U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
3
0
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
0
F
B
1
3
6
s
_
P
1
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
1
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
1
-A
9
B
8
1
D
E
1
-A
8
7
C
1
D
E
1
-A
7
4
0
1
D
E
1
-A
6
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
A
F
B
1
3
6
s
_
2
9
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K