Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2017, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 30.09.2017, Qupperneq 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Eins og knattspyrnu- þjálfarinn Alex Fergu- son sagði einhvern tíma um allt annan mann, þá virðist Sigmundur geta efnt til slagsmála í tómu húsi. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að nýr Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-sonar sé nú þegar orðinn stærri en Fram-sóknarflokkurinn. Hvað sem segja má um Sigmund verður ekki af honum tekið að hann vekur athygli hvað sem hann gerir. Enginn stjórnmálamaður hefur í seinni tíð, sennilega frá tímum Davíðs Oddssonar, haft sama lag á að gefa tóninn í umræðunni. Því verður þó ekki haldið fram að Sigmundur Davíð sé fullkominn stjórnmálamaður. Þvert á móti – hann er bæði þrasgjarn og hörundsár. Vilji hans til að kljúfa Framsóknarflokkinn sýnir jafnframt karaktereinkenni einleikarans. Framsóknarflokkurinn, sem Sigmundur hefur sagt að sé sér svo kær, er í hans huga ekki stærri en persóna Sigmundar Davíðs. Eins og knattspyrnu- þjálfarinn Alex Ferguson sagði einhvern tíma um allt annan mann, þá virðist Sigmundur geta efnt til slagsmála í tómu húsi. Það sem Sigmundur hefur hins vegar, og er sennilega ástæða þess persónufylgis sem hann þó nýtur, er pólitísk sýn. Hann setur fram stórar hugmyndir, færir fyrir þeim rök og beitir sér fyrir því að þær komist til framkvæmda. Nægir að nefna skuldaleiðréttingu heimilanna, sem margir töldu ómögulegt að framkvæma, harða afstöðu gagnvart kröfuhöfum bankanna og afnám gjaldeyrishafta. Allt flókin pólitísk viðfangsefni þar sem Sigmundur setti fram hugmynd og sá til þess að hún kæmist til framkvæmda – hvað sem fólki svo fannst um niðurstöðuna. Að því leyti er Sigmundur allt að því einstakur meðal íslenskra stjórnmálamanna. Því miður er alltof mörgum kollegum hans of tamt að gaspra eins og á sjálfstýringu í pólitísku tómarúmi. Þrasið er þrassins vegna, ekki til að finna lausnir. Nýlegt dæmi eru ásakanir Pírata um barnaníð í tengslum við samninga um dagskrá þingsins. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur, er eingöngu til þess fallinn að slá pólitískar keilur og þeim til vansa sem í hlut eiga. Sama tilfinning kom upp þegar hlustað var á Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, á dögunum býsn- ast yfir meintri hentistefnu lækna í kjaramálum. Honum fannst ósamræmi í því að læknar létu nú ekkert í sér heyra vegna þess að laun þeirra væru með því besta sem gerist í alþjóðlegum samanburði, ólíkt kveinstöfunum fyrir örfáum misserum þegar krónan var í lægð. Brynjar minntist ekki á fílinn í herberginu – íslensku krón- una. Örmyntina sem sveiflast eins og lauf í vindi og veldur því að forráðamenn íslenskra fyrirtækja geta aldrei gert vitrænar áætlanir. Sama á við um lækna. Laun þeirra sveiflast í takt við tiktúrur krónunnar. Læknar bera ekki ábyrgð á sveiflunum. Ábyrgðin er Brynjars og félaga hans á þingi. Tillaga að einfaldri lausn á þessu væri upptaka evru eða annars gjaldeyris. Þingmaðurinn, sem vafalaust vill halda í krónuna, minntist hins vegar ekkert á það og reyndi ekki að færa rök fyrir því hvers vegna krónan væri ákjósanlegur gjaldmiðill. Þras, þrassins vegna. Engar lausnir. Kannski væri betra fyrir okkur ef það væru Sigmundar í öllum flokkum. Simmar allra flokka Mín skoðun Logi Bergmann Stundum velti ég fyrir mér hvernig okkur tókst að móðgast fyrir tíma samfélagsmiðla. Getur verið að allir hafi bara verið meira og minna sammála og í mesta lagi hafi einn eða tveir rokið í fússi úr heita pottinum eða fermingarveislunni? Við verðum nefnilega svo reið. Svo rosalega reið og stundum ósanngjörn. Við vitum alltaf hvað einhver annar var í raun að segja og við finnum hjá okkur ríka þörf til að ráðast á hann og benda viðkomandi á það hvað hann sé rosalega mikill fáviti með svaka- lega rangar skoðanir. Það sem er verra, er að þetta er orðið eðlilegt. Það var ekki þannig. Mamma hefur oft sagt mér söguna af gömlum vini hennar sem henti í hana penna, rauk út og sagði að það væri ekki hægt að tala við hana af því að maðurinn hennar (pabbi minn) væri svo mikill kommúnisti. Yfirfært á samfélagsmiðla telst þetta bara eðlileg hegðun í dag. Hvað er það sem dregur fram í okkur þörfina til að trúa á það versta í fólki? Sú vissa að andstæðingar okkar eða sá sem er ekki sammála okkur, sé það vegna þess að hann sé vond manneskja? Þegar maður hugsar út í það, er þá ekki ólíklegt að vonda fólkið raðist alltaf á hinn enda pólitíska kvarðans? Fjögurra vikna frekjukast Þetta eru örugglega soltið barnalegar spurningar en ég held að við höfum gott af því að velta þeim fyrir okkur. Við erum nefnilega að fara í kosningar eftir nákvæmlega fjórar vikur. Og ímyndið ykkur hvernig ástandið verður þegar við tökum hefðbundna hálfs árs kosningabaráttu og pökkum henni inn í 28 daga æðiskast á samfélagsmiðlum. Nú er ég enginn sér- stakur spámaður en ég held að ég geti lofað ykkur því að það verður ekki skemmtilegt, í það minnsta ef síðustu dagar gefa einhvern forsmekk af því sem koma skal. Gífuryrði og yfirlýsingar um að þessir ætli ekki að leika við þennan og það komi ekki til greina að þessir tveir vinni saman. Andrúmsloftið er eins og eftir þrotað rifrildi og kjósandinn ráfar um eins og ráðvillt skilnaðarbarn. En þetta getur ekki gengið svona. Það segir sig sjálft. Stjórnmál snúast nefnilega um málamiðlanir. Innan skynsamlegra marka er ekkert til sem heitir rangar skoðanir og réttar. Maður getur verið sam- mála eða ósammála. Á því er töluverður munur. Í því felst frelsið. Já, og lýðræðið. Því þegar kemur að því að ná niðurstöðu þá verður hún til með því að ná sátt um leiðir með fólki sem er ekki sömu skoðunar. Ekki tapa gleðinni Ég veit ekki um aðra, en ég hef í það minnsta ekki gaman af þessu. Mín pólitíska sannfæring er til dæmis ekki nógu sterk til að blokka einhvern á Facebook. Ef ég hef gert það þá er það frekar vegna þess að viðkomandi er bara svo sjúklega leiðinlegur. Ég held að það sé gott að hafa í huga að við þurfum ekki á því að halda að það sé talað niður til okkar og við skömmuð fyrir að hafa rangar skoðanir. Við munum taka ákvarðanir sjálf um hvað við ætlum að kjósa og þær verða líklega byggðar á því hvernig við metum þá sem bjóða sig fram. Sem gæti verið hræði- legur misskilningur en það verður þá bara að hafa það. Miðað við síðustu misseri þá líður ekki á löngu áður en við fáum tækifæri til að skipta um skoðun. Þangað til – ekki tapa gleðinni. Frelsi til að vera ósammála Ég held að það sé gott að hafa í huga að við þurfum ekki á því að halda að það sé talað niður til okkar og við skömmuð fyrir að hafa rangar skoðanir. 365.isMARGFALT SKEMMTILEGRI MEIRI HRAÐI, SKARPARI MYND OG BETRA VIÐMÓT APPLE TV Á 0 KR. með 12 mánaða áskrift að völdum pökkum 365 Nánar á 365.is eða í síma 1817 3 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 3 0 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 9 F B 1 3 6 s _ P 1 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 1 -6 E 7 8 1 D E 1 -6 D 3 C 1 D E 1 -6 C 0 0 1 D E 1 -6 A C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 3 6 s _ 2 9 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.