Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2017, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 30.09.2017, Qupperneq 30
Tveir hundar og hús-freyjan Hraundís taka á móti okkur Erni ljós-myndara á hlaðinu á Rauðsgili í Reykholts-dal. Bærinn stendur nánast á brún hins mikilfenglega Rauðsgils sem við byrjum á að líta yfir undir leiðsögn Hraundísar. Á leiðinni verða marglitar hænur á vegi okkar, þær skjótast undir runna en eiga heima í sætum kofa undir kletti. Í gilinu er hvammur með nokkrum ávaxtatrjám og þar er líka bergvatnsá sem Hraundís segir mikið búið að sullast í. „Manninum mínum sem ólst upp hér á bænum var stranglega bannað að leika sér í gilinu. En ég fór þá leið að leika mér þar sjálf með krökkunum okkar og þannig lærðu þau á það.“ Hraundís átti heima á Selfossi til átta ára aldurs, þá flutti hún með fjölskyldunni í Grundarfjörð en á Rauðsgili hefur hún búið í 20 ár með manni sínum, Birni Oddssyni sem er vélvirki í álverinu á Grundar- tanga. Þau eiga fjögur börn samtals og tvö barnabörn. Þrjú elstu börnin eru í borginni við nám og störf en það yngsta á Akranesi í Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Það er dóttirin Hekla. Sem leiðir hugann að nafn- inu Hraundís sem er sjaldgæft. „Ég bar það ein í 36 ár en nú erum við orðnar þrjár,“ segir húsfreyjan brosandi. Í bakgarðinum er heilsað upp á býflugurnar. „Við byrjuðum að framleiða hunang árið 2010, þá vorum við tólf í því á Íslandi, nú erum við yfir hundrað,“ upplýsir Hraundís. Flugurnar eru á fullu að búa sig undir veturinn, ná sér í efni úr trjáberki til að loka öllum glufum á búunum. Nokkrar humlur eru á sveimi og freista inngöngu en er hent út um leið. „Það eru varnarflug- ur innan við, tilbúnar að verja búin ef einhver kemur óboðinn,“ bendir Hraundís á og segir humlurnar eiga sér bú til að liggja í dvala í í vetur. Allt í einu birtist stór og loðin kisa, svört og hvít, önnur tveggja á heimilinu, að sögn húsfreyjunnar. „Við erum líka stundum með tvö svín á sumrin í túninu, það er mun betri matur af frjálsum svínum en hinum og þau eru líka einstaklega skemmtilegar skepnur,“ segir hún. Þau hjón hafa alltaf stundað vinnu utan heimilis, að sögn Hraun- dísar, þó áttu þau fáeinar kindur til að byrja með og byrjuðu í skógrækt 2001. „Við erum að gróðursetja í 135 hektara land og erum langt komin með það. Það fara 19.000 plöntur niður þetta árið.“ Þá er komið að sérstökustu búgreininni á bænum – ilmkjarna- olíugerð. Hraundís fór alla leið til Arizona árið 2015 til að læra hana. „Ég var með eigin nuddstofu hér í dalnum í mörg ár og blandaði þá ilmkjarnaolíum í nuddolíur. Þar kviknaði hugmyndin að því að framleiða þær sjálf. Mig langaði að læra um jurtirnar og að nýta jörðina mína. En ég felli ekki trén til að ná úr þeim olíunni, bara kvista þau og laga til í skóginum í leiðinni.“ Í gamla mjólkurhúsinu á bænum er Hraundís með 420 lítra pott sem hún eimar jurtirnar í. „Eimingin gerist með gufu sem leidd er í pott- inn og leysir olíuna úr plöntunum, hún flýtur ofan á og endar í litlum skiljara utan á pottinum. Þar tappa ég vatni undan þeim,“ lýsir hún. Segir barrtrén gjöfulust af olíu enda eimi hún átta tegundir. „Það er Lifir á því sem landið gefur Hraundís Guðmundsdóttir, bóndi á Rauðsgili í Borgarfirði, stundar ekki hefðbundinn búskap og er heldur ekki týpísk hannyrðakona þó hún beri titilinn handverkskona ársins með sæmd. Hún er skóg- fræðingur og býflugnabóndi og býr til ilmkjarnaolíur úr eigin trjám. Hraundís við Rauðsgilið sem varð Jóni Helgasyni skáldi og prófessor í Kaupmannahöfn að yrkisefni, enda átti hann sín bernskuspor á staðnum. Stíginn niður í gilið hefur Hraundís klætt brúnum barrgreinum sem falla til eftir eiminguna. FRéttablaðið/ERniR Eimingarpotturinn gegnir lykilhlutverki við að ná olíunum úr jurtunum. Horn í gamla mjólkurhúsinu þar sem húsfreyjan er með olíuframleiðsluna. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 3 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r30 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 3 0 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 1 3 6 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 1 -B 8 8 8 1 D E 1 -B 7 4 C 1 D E 1 -B 6 1 0 1 D E 1 -B 4 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 3 6 s _ 2 9 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.