Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 99

Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 99
Teppi með norsku munstri er dásamlega falleg jólagjöf sem prýðir hvert heimili. Guðrún K. Sigurðardóttir er yfirhönnuður ullarfatnaðar hjá Icewear. Smávara frá Icewear er heillandi gjöf í jólapakkana. MYNDIR/EYÞÓR Prjónuðu teppin er eiguleg gjöf sem sýnir umhyggju og hlýju. Húfur, ennisbönd, vettlingar, hanskar og treflar fást í úrvali lita og munstra hjá Icewear. Íslensk ull er dásamleg jólagjöf; hlý og umvefjandi,“ segir Guðrún K. Sigurðardóttir, yfirhönnuður ullarfatnaðar hjá Icewear. „Íslenska ullin er alheimsundur og yndislegt efni. Hún hefur mjög sérstaka eiginleika og tvenns konar háragerð, sem þekkist ekki á fé annars staðar í heiminum. Íslenska ullin samanstendur af stuttum, hrokknum og fíngerðum hárum en líka grófum hárum sem hrinda frá sér vætu. Þegar háragerðirnar tvær koma saman er því hægt að vera lengi úti í rigningu án þess að verða gegndrepa í lopapeysu og manni verður mjög seint kalt því fíngerðu hárin halda manni heitum þótt blási, því þá hitnar loftið á milli háranna,“ útskýrir Guðrún um nátt- úrulega afurð íslensku sauðkindar- innar, sem er réttnefnt þjóðarstolt. „Íslensk lopapeysa er einfaldlega besta flík sem hægt er að klæðast; sumar, vetur, vor og haust. Það er ekki til neitt betra en íslensk ull.“ Verður margt að yrkisefni Guðrún var með kennarapróf í mynd- og handmenntum og hafði nýlega útskrifast úr textílhönnun í Bandaríkjunum þegar hún sá auglýsta stöðu ullarhönnuðar hjá Icewear árið 1989. „Í gegnum tíðina hafði ég alltaf prjónað peysur og fyrsta kastið var ég lausráðin en svo fljótlega fast- ráðin við hönnun ullarfatnaðar hjá Icewear,“ segir Guðrún sem starfaði óslitið hjá Icewear til ársins 2000 en sneri sér þá að öðru til ársins 2014 þegar hún tók aftur við starfi aðalhönnuðar ullarfatnaðar hjá Icewear. „Ég hef ekki tölu á þeim peysum eða flíkum sem ég hef hannað fyrir Icewear en þær eru orðnar ansi margar,“ segir Guðrún og hlær. „Fyrstu árin varð ég að koma með nýja línu á hverju ári því þá mátti ekki halda neinu áfram í sölu á milli ára, en í dag er vinsælum vörum haldið inni og meira að segja nýtur ullarhönnun frá því á síðustu öld enn mikilla vinsælda hjá Icewear!“ Guðrún er alltaf með augun opin fyrir hugmyndum að munstrum sem hún segir að komi héðan og þaðan. „Mér verður margt að yrkisefni á prjónunum en stundum hannar maður út frá áhrifum samtímans. Þannig urðu norsk munstur vinsæl í kjölfar vetrarólympíuleikanna í Noregi 1994 og við ákváðum að hoppa á vagninn og taka þátt í ævintýrinu með því að hanna okkar eigin línu, undir áhrifum frá norskum munstrum. Við keyptum norskt band í framleiðslu á peysum með norsku útliti og ósjaldan keyptu Íslendingar okkar peysur í Noregi og komu heim í þeirri trú að það væru norskar peysur!“ segir Guðrún og brosir. Ullin er alltaf í tísku Meðal nýjunga úr smiðju Guðrúnar eru prjónuð ullarteppi sem notið hafa mikilla vinsælda til jólagjafa, enda jólaleg í svörtu, rauðu og hvítu. „Teppin eru prjónuð á bæði borð, með munstur beggja vegna, en þá er sinn liturinn ráðandi á hvorri hlið,“ útskýrir Guðrún sem teflir nú fram enn fleiri munstrum og litum í værðarvoðum Icewear, ásamt gullfallegri barnavöru og peysum úr léttlopa fyrir fullorðna, en þær þarf að vélprjóna í útlöndum þar sem prjónakonur á Íslandi anna ekki eftirspurninni. „Ull er alltaf í tísku og hún á alltaf við. Sumir segja að þá klæi undan henni en ég segi fólki að klæðast henni í tíu mínútur og sjá hvort kláðinn sé þá ekki úr sögunni, því þegar ullin hitnar hættir hún að valda kláða,“ segir Guðrún og veit upp á hár hvað hún veldi í jóla- pakkana. „Ég mundi velja ullarteppi því allir þurfa að eiga teppi til að kúra með uppi í sófa. Mér finnst það sér- lega hlýleg og vinaleg gjöf á jólum þegar vetur ríkir úti og það kemur sér alltaf vel að eiga hlýtt teppi. Þá er alltaf dásamlegt að fá ullarsokka, vettlinga, húfu eða trefil í jólapakk- ann. Það eru allt góðar og gagnlegar gjafir sem koma að góðum notum. Úrval mynstra og lita er ríkulegt og auðvelt að finna fallega hönnun sem klæðir alla.“ Hlý og umvefjandi jólagjöf Mjúkt, hlýtt ullarteppi og snotur húfa, trefill og ullarsokkar eru himnasending í jólapakkana þegar frostrósir prýða glugga. Íslensk ull fæst í dásamlegum sparibúningi fyrir konur og karla hjá Icewear. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar og tilboð fyrir fyrirtæki í síma 555 7400 eða sendið póst á asgeir@icewe- ar.is. Skoðaðu vöruúrvalið á icewear.is. KYNNINGARBLAÐ 19 L AU G A R DAG U R 3 0 . s e p t e M b e r 2 0 1 7 fYRIRTæKjAGjAfIR 3 0 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 1 3 6 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 1 -7 8 5 8 1 D E 1 -7 7 1 C 1 D E 1 -7 5 E 0 1 D E 1 -7 4 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 3 6 s _ 2 9 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.