Fréttablaðið - 07.10.2017, Síða 46

Fréttablaðið - 07.10.2017, Síða 46
Matreiðslumaðurinn Daníel Karl Egilsson er með með veiðidellu á háu stigi. Vegna bakveikinda hefur hann ekki getað starfað við fag sitt undan- farin ár heldur unnið í veiðibúð en það hentar honum sérlega vel að eigin sögn því þá getur hann um leið sinnt aðaláhugamáli sínu. „Ég er mikið náttúrubarn og flétta mikið saman matargerð og veiði. Áhugi minn á matargerð kviknaði strax þegar ég var lítill strákur en ég hjálpaði afa og mömmu iðulega í eldhúsinu. Afi var mikill mat- gæðingur og lék sér mikið við elda- mennsku. Ég fylgdist grannt með honum þegar ég var yngri og það má segja að þessi mikla matarást í fjölskyldu minni í móðurætt sé frá honum kominn.“ Undanfarin ár hefur áhugi hans á hægeldun og gufusteikingu aukist til muna. „Ég hef gaman af því að leika mér með ódýrara hráefni sem krefst lengri eldunartíma, t.d bóg og kinnar, en í staðinn fæ ég bragð- sterkara kjöt. Eftirlætishráefnið mitt er klárlega rib-eye af Galloway- nauti sem ég fæ beint frá býli, Vega- tungu í Bláskógabyggð, en ég hef líka mjög gaman af því að leika mér með villibráð.“ Innmatur í uppáhaldi Yfir sumartímann segist hann nær eingöngu grilla og þá helst það sem hann veiðir sjálfur, aðallega silung og lax, en einnig hrefnukjöt og naut. „Ég reyni að einblína á að hafa létt meðlæti og bý til kaldar sósur úr kryddjurtum úr garðinum. Þannig tíni ég t.d. oft kryddjurtir á meðan ég er að veiða, s.s. blóðberg og hvönn, og nota í matargerð. Ég tek líka oft með mér birkigreinar og skelli á grillið með mat til að fá gott reykbragð.“ Matreiðsla innmatar er líka í miklu uppáhaldi enda vill Daníel nýta allar afurðir af dýrinu. „Mig hefur t.d. lengi langað til að prufa að leika mér með nautahjarta. Mér áskotnaðist eitt slíkt um daginn og ætla að prufa að heitreykja það fljótlega. Ég hef áður prufað að heitreykja hreindýrahjarta og kom það vel út, bæði sem álegg og sem fínasta steik. Einnig ætla ég að prufa að leika mér aðeins með nautalifur, hvort sem það verður í formi kæfu eða annað.“ Daníel gefur hér lesendum eina ljúffenga uppskrift fyrir helgina. Með veiðidellu á háu stigi Daníel Karl er mikið náttúrubarn og fléttar saman matargerð og veiði sem eru hans helstu áhuga- mál. Mataráhugann rekur hann helst til afa síns sem lék sér mikið við eldamennsku. Úrval af góðu rótargrænmeti er notað í réttinn. MASA International er stór og öflug fasteigna-sala með marga ráðgjafa innanborðs. Vel er hugsað um viðskiptavininn frá A til Ö og þegar fasteignaviðskipti fara fram, og eftir skoðunarferð til Spánar, fer traust eftirferli í gang þar sem kaupandinn hefur greiðan aðgang að söluráð- gjafa sínum til að fylgjast með gangi húsbyggingarinnar. Þá geta þeir fylgst með framgangi eignar sinnar á lifandi heimasíðu MASA og sett fram breytingar eftir óskum,“ segir Jónas Halldór Jónasson, umboðs- aðili MASA International á Íslandi. MASA International var stofnað árið 1981 og hefur hvað mesta reynslu af fasteignaviðskiptum á Costa Blanca á Spáni. „Engin fasteignasala hefur selt jafn mörgum Íslendingum hús og MASA. Húsin eru á Torrevieja-svæð- inu og flogið er beint til Alicante. Níutíu prósent húsanna sem nú eru til sölu eru nýbyggingar sem afhent- ar verða innan árs. Hægt er að velja eins mikinn lúxus og hver og einn vill en í flestum húsaþyrpingunum er sundlaug, nuddpottur, gufubað og íþróttasalur,“ segir Jónas og bætir við að eftirfylgni MASA sé einstök þar sem kaupendur hafi aðgang að fasteignasölunni í ársfjórðung eftir fasteignaviðskiptin, komi eitthvað óvænt upp á. „Margir hugsa til efri áranna þegar þeir kaupa sér fasteign á Spáni og vilja geta notið lífsins í þessari paradís þar sem sólin skín yfir 300 daga á ári og verðlagið er allt að 80 prósentum lægra en hér heima. Leigumarkaður er sterkur í Torrevieja og gengur vel að leigja út hús í skammtíma- og langtíma- leigu. Því vilja margir láta húsin reka sig núna og eiga þau skuld- laus þegar komið er á efri ár,“ segir Jónas. Almennir leigumiðlarar á Costa Blanca sjá um útleigu húsa fyrir íslenska fasteignaeigendur. „Margir fá sömu viðskiptavinina aftur og aftur því iðulega sækir fólk í að leigja út sama húsið aftur, þaðan sem það ratar á ströndina, veitinga- staði og í verslanir.“ MASA International er ein fárra spænskra fasteignasala sem fengið hafa ISO 9001-staðal, en hann hann er eingöngu veittur fyrirtækjum sem veita framúrskarandi þjónustu og geta mætt þörfum viðskiptavina í hvívetna. „Það er þrautin þyngri að fá þessa vottun en víst enn erfiðara að halda henni,“ segir Jónas. Í dag verður kynning á spænskum fasteignum á Hótel Reykjavík Centrum þar sem öllum er velkom- ið að kynna sér hvernig fasteigna- viðskipti á Spáni fara fram. „Einu sinni í mánuði förum við í skoðunarferð til Spánar en að sjálf- sögðu er fólki heimilt að panta sér flug á eigin vegum og þá sjáum við um skoðunarferðina úti á þeim tíma sem hentar. Mörgum þykir þó öryggi í að fara utan með okkur og erum við öllum innan handar á meðan dvalið er á Spáni,“ segir Jónas. Næst verður farið utan 16. nóvember og komið heim 20. nóvember. „Við tökum fjóra daga í skoðunarferðirnar og til að ganga frá kaupunum ef menn finna draumaeignina.“ Kynning MASA International fer fram á Hótel Reykjavík Centrum í Aðalstræti 16 frá klukkan 14 til 17 í dag. Allir hjartanlega velkomnir. Til móts við draumahúsið Hvern dreymir ekki um að geta notið lífsins í eigin húsi suður á Spáni þar sem sólin skín yfir 300 daga á ári? Draumurinn um hið ljúfa líf gæti ræst á Hótel Reykjavík Centrum í dag. Verð á einbýlishúsi í Torrevieja er frá 230.000 evrum.Verð á nýjum íbúðum í Torrevieja er frá 149.900 evrum. Hrefna á rótar- beði er sérlega fallegur og góður réttur. Matreiðsluáhugi Daníels Karls byrjaði í barnæsku. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Hrefna á rótarbeði Marinering fyrir hrefnuna 800 g hrefna 2 msk. soya 1 msk. liquid smoke 4 msk. olía 1 tsk. paprikuduft ½ tsk. broddkúmen ½ tsk. rósapipar Timiangreinar Öllu blandað saman og kjötið látið liggja í fjóra klukkustundir. Grænmeti 1 rófa 2 gulrætur Einn haus hnúðkál 1 rauðrófa Kóríander Ediksblanda fyrir grænmeti 2 msk. edik ½ msk. chili eða eftir smekk Salt Ólífuolía Grænmeti skorið í strimla, blandað vel saman og látið liggja í 2 tíma í ediksblöndunni. Teryaki sósa 2 dl teryakisósa 1 hvítlauksgeiri 1½ msk. sushi engifer ½ chili 2 msk. balsamic edik 1 msk. hlynsíróp Öllu blandað vel saman í mat- vinnsluvél. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E C -6 F 5 0 1 D E C -6 E 1 4 1 D E C -6 C D 8 1 D E C -6 B 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 0 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.