Fréttablaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 2
Veður
Í dag er spáð vestan 8 til 13 metrum
á sekúndu og skúrum vestanlands.
Á austurhelmingi landsins verður
hvassviðri og gæti jafnvel slegið í
storm í verstu vindstrengjum við
fjöll. Með hvassviðrinu fylgir rigning
eða slydda norðaustanlands fram
eftir degi. sjá síðu 48
Aldrei verið bleikari
Þessir starfsmenn Eimskips hafa eflaust aldrei verið bleikari en þeir voru í gær þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Tóku starfsmennirnir
bleika daginn með trompi og klæddu sig upp sem bleikir hryllingstrúðar, átu bleikt bakkelsi og héldu á bleikum blöðrum. Dagurinn hefur notið
sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði sem helgaður er baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Fréttablaðið/SteFán
Framlagning kjörskráa
Kjörskrár vegna kosninga til Alþingis, sem haldnar verða
laugardaginn 28. október 2017, skulu lagðar fram eigi síðar en
18. október 2017.
Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum
hentugum stað sem sveitarstjórn auglýsir sérstaklega. Kjörskrá
skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.
Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að
senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn.
Dómsmálaráðuneytinu, 12. október 2017.
Viðskipti Netmatvöruverslunin
Boxið býður viðskiptavinum sínum
nú upp á að fyrirtækið skili dósum
fyrir þá í endurvinnslu. Sigurður
Pálmi Sigurbjörnsson, stofnandi
Boxins, segir að reynsla starfs-
manna Boxins sé sú að fólk hafi
margt samviskubit þar sem það hafi
einfaldlega ekki tíma í að flokka og
skila.
„Vegna þess ákváðum við að
bjóða upp á þá þjónustu að taka
dósir af heimilum fólks, fara með í
endurvinnsluna og leggja svo and-
virði skilagjaldsins inn á reikn-
inginn hjá fólki á Boxinu,“ segir
Sigurður og bætir því við að með
þessu sé verið að nýta þá vannýttu
auðlind sem dósirnar eru.
Sigurður segir þetta gott fyrir
umhverfið, viðskiptavini og fyrir-
tæki. Þar sem Boxið keyri vörur til
viðskiptavina og taki með dósir í
sömu ferð sparist líka eldsneyti þar
sem bíll Boxins getur að því loknu
farið með dósir margra fjölskyldna
á endurvinnslustöð í einu í stað
þess að margir bílar fari sömu ferð.
Ákveðið var að bjóða upp á
þessa þjónustu í tilefni af ársaf-
mæli verslunarinnar. Sigurður segir
að undanfarið ár hafi gengið vel og
vöxtur hafi verið mikill. „Við erum
alltaf að bæta síðuna og þjónustuna
og auka úrvalið. Við finnum að fólk
kann gríðarlega vel að meta svona
þjónustu.“
En Boxið er ekki eina matvöru-
verslunin sem vill hugsa betur um
umhverfið. Í gær var greint frá því
að verslun Bónuss á Smáratorgi yrði
opnuð í dag á nýjan leik. Í fréttatil-
kynningu sem Bónus sendi frá sér
kemur fram að í nýju versluninni
sé umhverfisþáttum gert hátt undir
höfði. Viðskiptavinum nýju Bónus-
verslunarinnar býðst nú að skilja
umbúðir eftir í versluninni og láta
starfsmenn hennar um að flokka
þær og skila.
Þá segir í tilkynningunni að í
öllum kælum og frystum sé grænt
kælikerfi sem sé fremst á sviði
umhverfisvænna kælikerfa.
Eina kæliefnið sé íslenskur koltví-
sýringur og kemur hann í stað
umhverfisskaðvaldsins freons.
Þá sé vélbúnaður kerfanna jafn-
framt sparneytinn og kælum og
frystum sé lokað með gegnsæjum
lokum, bæði til að spara orku og
bæta meðferð vöru.
thorgnyr@frettabladid.is
Græn vakning verður
meðal verslunarmanna
Netmatvöruverslunin Boxið fagnar eins árs afmæli með því að ferja dósir við-
skiptavina í endurvinnslu og leggja skilagjaldið á reikning viðskiptavina. Gott
fyrir umhverfið, segir stofnandinn. Bónus opnar sína grænustu matvöruverslun.
Við erum að nýta
vannýtta auðlind
hjá fólki.
Sigurður Pálmi
Sigurbjörnsson,
stofnandi Boxins
Vitundarvakning í umhverfismálum setur mark sitt á matvöruverslanir.
Fréttablaðið/SteFán
LögregLumáL Catalina Ncogo, sem
var dæmd fyrir hórmang árið 2010,
auglýsti á Snapchat-reikningi sínum
fylgdarþjónustu sem hún rekur.
Talar hún um „stelpurnar sínar“ og
birtir myndir af konum sem hægt er
að komast í kynni við. Segir hún að
trúnaði sé heitið og virðist hafa milli-
göngu um þjónustuna. Þá er tekið
fram að hún greiði virðisaukaskatt
vegna starfseminnar. „Við sjáum oft
að þetta er auglýst sem fylgdarsíður.
Það er hins vegar ekkert sem flokk-
ast undir fylgd þarna. Það er engin
lína. Það er bara eins og við köllum
pjúra vændi sem á sér stað á þessum
síðum,“ sagði Snorri Birgisson lög-
reglufulltrúi við fréttastofu í gær. – ss
Auglýsir enn
fylgdarþjónustu
Catalina Ncogo var
dæmd fyrir hórmang árið
2010 en auglýsir nú fylgdar-
þjónustu á Snapchat.
kosningar Sjálfstæðisflokkurinn
mælist stærri en Vinstri græn í
nýjum Þjóðarpúlsi Gallup með tæp-
lega 24 prósenta fylgi samanborið
við 23 prósenta fylgi VG. Næst þeim
kemst Samfylkingin með 13 pró-
senta fylgi en það er um fjögurra
prósentustiga aukning frá síðasta
Þjóðarpúlsi.
Miðflokkurinn mælist í níu pró-
sentum og Framsóknarflokkurinn
í sjö prósentum. Þá minnkar fylgi
Flokks fólksins sem þó mælist inni
á þingi með um sex prósenta fylgi.
Fylgi Viðreisnar er á uppleið og er
nú komið í 4,8 prósent og því nálægt
fimm prósenta þröskuldinum. Björt
framtíð mælist úti með um þrjú pró-
sent og fylgi Pírata mælist í tæpum 9
prósentum. – þea
Sjálfstæðismenn
með mest fylgi
FinnLand Flug AY666 á vegum
finnska flugfélagsins Finnair flaug
til HEL í gær, föstudaginn þrettánda.
Flugferðin vakti mikla athygli enda
hefur dagsetningin löngum verið
tengd hjátrú, talan 666 tengd kölska
og flugvallarkóðann HEL, sem
stendur fyrir Helsinki, þarf varla að
útskýra nánar. Þar að auki fór flug-
vélin í loftið frá Kaupmannahöfn
klukkan 13 en sú tala þykir einnig
slæmur fyrirboði.
Þrátt fyrir hina slæmu fyrirboða
gekk flugið vel og allir farþegar lifðu
ferðina af.
Þetta var í 21. skipti sem Finnair
stendur fyrir flugi AY666 til Helsinki
föstudaginn þrettánda en flugið á
milli Kaupmannahafnar og Helsinki
á sér ellefu ára sögu. Hins vegar var
þetta síðasta skipti sem vélinni er
flogið á föstudaginn þrettánda því
að frá og með nóvember mun flug-
númerið verða AY954. – þea
Flug 666 til HEL
í síðasta sinn
1 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L a u g a r d a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð
1
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
1
2
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
8
-8
A
D
4
1
D
F
8
-8
9
9
8
1
D
F
8
-8
8
5
C
1
D
F
8
-8
7
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
1
2
s
_
1
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K