Fréttablaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 24
Guðrún er menntuð í kvikmyndagerð og grafískri hönnun og frumsýndi í gær Sumarbörn, sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Sumarbörn er baráttusaga ungra systkina sem eru send að heiman vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Ég og bróðir minn vorum aðeins fimm ára gömul þegar við vorum send í sumardvöl. Mamma var einstæð með þrjú börn, mig, bróður minn og eldri systur. Í þá daga var lítil þekk- ing á tilfinningalífi og þroska barna. Það var mjög erfitt að vera svona ung skilin frá þeim sem maður elskar og treystir,“ segir Guðrún og þótt hún muni ekki eftir ákveðnum atvikum sé tilfinningin um vanmátt enn fyrir hendi. „Ég var svo ung að ég man bara þessa tilfinningu að vera varnar- laus, að því leyti að maður réð ekki aðstæðum sínum á þessum árum þegar barn þarf ást og umhyggju. Þess í stað mæta börnunum strang- ar reglur. Það má ekki gráta, það þykir bara frekja. Það er hvorki hlustað á börnin né rætt við þau. Þeim er ekki sýnd nægjanleg alúð. Þetta er grundvallarþáttur í þroska barna og hefur áhrif á þau alla ævi. Ég var sterkari tvíburinn og var svolítið í því að verja bróður minn,“ segir Guðrún. „Sagan gerist í kringum 1960. Þá voru aðrir tímar en í dag í Reykja- vík og samfélagið skorti ákveðna þjónustu. Það var mikil húsnæðis- ekla og margir bjuggu við vondan húsakost, í kjallaraíbúðum fullum af sagga. Það voru ekki barnaheimili á hverju horni og félagslega kerfið var veikt.“ Staðurinn sem Guðrún bygg- ir að einhverju leyti handritið á er Silungapollur. „Silunga- pollur er stofnaður upp úr 1920 af Oddfellow-reglunni og það er gert af góðum hug. Silungapollur var ekki eini staðurinn sem börn voru send til. Það voru nokkrir staðir vítt og breitt um landið. Sum börn áttu ekki í nein hús að venda og dvöldu allt árið á þessum heimilum, áttu í raun heima þarna og voru kölluð vetrarbörn. Hins vegar eru börnin í myndinni send til sumardvalar,“ segir Guðrún frá. Guðrún segir samstarfið við öll börnin sem léku í myndinni hafa verið dásamlegt. „Mest mæddi á Stefán Erni, Kristjönu Thors og Margréti Birtu en Krist- jana og Stefán eru nánast í öllum senum myndarinnar. Í fyrstu var mikið fjör að leika í bíómynd og gaman en þegar leið á tökur fór fjörið að minnka. Stefán Örn var ekki lengi að læra „lingóið“ og sagði „cut!“ í miðri töku þegar hann var búinn að fá nóg. Kristjana var mjög skýr og sagði hreint út: „Ég nenni ekki lengur að vera í þessari bíó- mynd,“ og gekk út af settinu. En þau voru ótrúlega góð öllsömul og leikþjálfi barnanna, María Sigurðar, var mér stoð og stytta. Ég átti margar skemmtilegar samræður við börnin. Þau vissu að söguþráðurinn tengdist mér og voru forvitin um það. Þau spurðu mig stundum: „Guðrún, var þetta svona?“ Í sögunni reyna til dæmis systkinin að flýja og þau vildu vita hvort það hefði gerst í alvörunni. Ég svaraði sannleikanum samkvæmt að það hefðum við ekki getað gert því við vorum svo ósköp lítil. „En nú get ég það, því í sögunni get ég gert allt.“ kristjanabjorg@frettabladid.is „Mamma var einstæð með þrjú börn, mig, bróður minn og eldri systur. Í þá daga var lítil þekking á tilfinningalífi og þroska barna,“ segir Guðrún um vist sína á Silungapolli. Húsnæðisekla í Reykjavík olli því m.a. að börn voru send í sumarvist. Myndin Sumarbörn er byggð á per- sónulegri reynslu Guðrúnar Ragnars- dóttur, leikstjóra myndarinnar, og tví- burabróður hennar þegar þau voru send á vistheimili úti á landi sem börn. Í sögunni get ég gert allt Þess í stað mæta böRnunum stRanG- aR ReGluR. Það má ekki GRáta, Það ÞykiR baRa fRekja. Guðrún Ragnarsdóttir Um helgina lestu Litla bókabúðin í hálönd- unum eftir Jenny Colgan. Bókin segir frá Ninu Red- mond sem veit fátt betra en að gleyma sér í góðri skáldsögu. Hún vinnur á bókasafni í Birmingham en þegar bókasafnið er sam- einað öðru safni vegna hagræðing- ar stendur Nina á tíma- mótum. kúRað með syninum Young Karin er að taka upp vídeó fyrir lag sem við syngjum saman í og ég lít stuttlega við í þeim tökum en ætla annars að taka því rólega og reyna að kúra sem mest með nýfæddum syni mínum. skálað fyRiR plötu- útGáfu Um helgina ætla ég í af- mæli og skála í leiðinni fyrir fyrstu útgáfu- viku plötunnar minnar, Sinking Island. Annars ætla ég mér að nýta helgina vel í undirbúning á nótum fyrir útgáfutónleikana mína sem verða í nóvember og live-settið mitt fyrir Airwaves-há- tíðina skoðaðu Síðasta sýningarhelgi sýningarinnar Samskeyt- ingar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar er þessi helgi. Safnið er opið á laugar- dögum og sunnudögum frá kl. 14.00-17.00. tónleikaR á seltjaRnaRnesi Ég er allavega að fara að spila á Menningarhátíð Seltjarnarness. Þar verðum við Pétur Ben með tónleika í Fé- lagsheimilinu á Seltjarnar- nesi. Stefnir í stórgott kósíkvöld. María Magnúsdóttir tónlistarkona. Logi Pedro, tónlistarmaður og nýbakaður faðir. Lovísa Elísabet, eða Lay Low 1 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r24 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð helgin 1 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 1 2 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D F 8 -C F F 4 1 D F 8 -C E B 8 1 D F 8 -C D 7 C 1 D F 8 -C C 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.