Fréttablaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 14.10.2017, Blaðsíða 74
Margir halda að það sé erfitt að elda önd confit en svo er alls ekki. Hún verður mjög bragð- góð elduð á þennan hátt.Það þarf kannski nokkurn tíma til að útbúa anda-confit en það er samt ekki erfitt. Þeir sem hafa gaman af því að elda góðan mat ættu hiklaust að prófa þessa uppskrift. Það má hafa rauð- vínsglas á kantinum á meðan á eldamennskunni stendur og gestir geta rabbað saman í eldhúsinu þegar lokahönd er lögð á verkið. Þessi uppskrift miðast við fjóra en auðvelt er að stækka hana eftir því hversu margir gestir eru í mat. Það sem þarf 4 andalæri 60 g gróft hafsalt 2 hvítlauksrif 2 msk. smátt saxað timían 2 msk. smátt saxað rósmarín 500 g andafita Rauðvínssósa 2 skalottlaukar 1 flaska rauðvín 5 dl kjötsoð 100 g smjör Salt og pipar Setjið andalærin á fat og þurrkið þau með eldhúspappír. Blandið saman salt, hvítlauk og krydd- jurtum. Veltið lærunum upp úr saltblöndunni og látið liggja í henni í tólf tíma. Hitið ofninn í 130°C. Skolið andalærin undir rennandi vatni. Gætið að því að allt salt sé skolað burt. Leggið þau í eldfast mót og hellið andafitunni yfir þannig að lærin séu á kafi. Setjið lok á formið eða breiðið álpappír yfir. Setjið formið í ofn og bakið í 4-5 klukkustundir eða þangað til Anda-confit með rauðvínssósu Önd confit er frábær réttur. Það er gaman að elda hann og ekki síður að bjóða gestum. Langar þig að bjóða gestum í mat? Hvað er þá betra en anda- confit? Vinsæll hátíðarréttur sem flestum finnst góður. Öndin er hægelduð svo það þarf að gefa sér tíma í þessa matreiðslu. að kjötið losnar frá beinunum. Takið lærin upp úr fitunni, látið aðeins kólna og þurrkið yfir þau með eldhúspappír. Leggið aftur í hreint eldfast form. Stillið ofninn á 250°C. Setjið formið í miðjan ofn og steikið áfram í um það bil 10 mínútur eða þar til skinnið er orðið stökkt og fallega brúnt. Athugið að andafituna er hægt að nota aftur. Geymið hana í frysti þangað til ætlunin er að elda confit aftur eða notið hana til að steikja kartöflur eða grænmeti í. Til að gera sósuna þarf að fín- hakka laukinn. Bræðið smjörið og steikið laukinn þar til hann verður mjúkur. Bætið rauðvíni út í pottinn og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið sósuna malla á vægum hita í 30 mínútur. Bætið þá við kjötsoði og sjóðið aftur þar til sósan þykknar. Sigtið sósuna og setjið síðan smjörið saman við. Sósan má ekki sjóða eftir að smjörið er komið saman við því þá skilur hún sig. Bragðbætið með salti og pipar og haldið heitri þar til matur er borinn fram. Með andalærinu er gott að hafa kartöflumús, rauðkál, salat eða hvaðeina sem hver og einn hefur smekk fyrir. Til glöggvunar: Confit þýðir að maturinn er eldaður í langan tíma í fitu á lágum hita. Kjötið verður mjög mjúkt og bragðgott. Það styttist í Halloween eða hrekkjavökuhátíðina. Sífellt færist í vöxt að Íslendingar taki þátt í hátíðinni með einhvers konar uppákomum. Það getur til dæmis verið skemmtilegt að baka múffur og skreyta þær með marg- víslegum furðuverum. Lakkrís og annað sælgæti kemur þar til hjálpar. Hér er uppskrift að súkku- laðimúffum, 10 stykkjum. 200 g hveiti 40 g gott kakó 280 g sykur 3 tsk. lyftiduft 80 g smjör 1 tsk. vanillusykur 2 egg ½ dl mjólk ¼ tsk. salt Setjið allt í matvinnsluvél eða hrærivél og hrærið vel saman. Fyllið múffuform að ⅔. Bakið neðarlega í ofni við 175°C í um það bil 25 mínútur. Ef gerður er glassúr þarf 600 g flór- sykur, 200 g smjör og ¾ dl mjólk. Hægt er að breyta litnum með matarlit eða kakói eftir því sem við á. Múffur á hrekkjavöku mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is 3 TEGUNDIR AF SÚRDEIGSBRAUÐUM VELDU GÆÐI! PREN TU N .IS ................................................ 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D F 9 -0 1 5 4 1 D F 9 -0 0 1 8 1 D F 8 -F E D C 1 D F 8 -F D A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.